Skip to main content

Frá rannsóknum á markað

Frá rannsóknum á markað - á vefsíðu Háskóla Íslands

Samstarf Háskóla Íslands, Evrópsku einkaleyfastofunnar og Hugverkastofunnar

  • Námskeið I: 16. október, 6. nóvember & 27. nóvember
  • Námskeið II: Kennt á vorönn.
  • Námskeiðsnúmer: VON101F og VON102F
  • Námsstig: Framhaldsnám

Námskeiðin eru sérstaklega hönnuð fyrir meistara- og doktorsnemendur, auk þess sem starfsfólki skólans og öðrum áhugasömum um einkaleyfi og hagnýtingu stendur til boða að sitja námskeiðin í heild eða hluta. Á námskeiðunum er farið yfir mikilvægi einkaleyfaupplýsinga fyrir rannsóknir og ný verkefni, og lögð áhersla á leiðir við að vernda uppfinningar sem koma út úr rannsóknum og hagnýtingu þeirra. 

Í fyrra námskeiðinu er fjallað um skráð hugverkaréttindi með áherslu á einkaleyfi, skilyrði fyrir veitingu, innihald einkaleyfisumsókna, einkaleyfaleit og einkaleyfaferlið. Lögð er áhersla á að nemendur geti leitað og skoðað einkaleyfi m.a. með það að markmiði að öðlast þekkingu á tilteknu fræðasviði og til að meta hvort niðurstöður rannsóknar kunni að vera einkaleyfishæfar eða ekki.

Námskeiðið stendur öllum framhaldsnemum í HÍ til boða

Á seinna námskeiðinu er fjallað um notkun einkaleyfa við hagnýtingu rannsókna með áherslu á virði einkaleyfa, stjórnun einkaleyfa og leit að samkeppnis- og samstarfsaðilum. Einnig er fjallað um aðstæður á Íslandi og tekin raunhæf dæmi um notkun einkaleyfa í íslensku atvinnulífi. Námskeiðið er framhald af námskeiðinu Rannsóknir og einkaleyfi.

Logo - European Patent OfficeLogo - Hugverkastofan