Skip to main content

Samspil fræða, lista, safnastarfs og ferðaþjónustu

Menningartengd ferðaþjónusta og ferðatengd menningarstarfsemi, snertiflötur fræða og lista, ferðaþjónustu og safnastarfs er eitt af því sem er til skoðunar hjá Rannsóknasetri HÍ á Ströndum - Þjóðfræðistofu.

Þessu tengist könnun á ímynd svæða í dreifbýlinu og sjálfsmynd íbúanna og vangaveltur um gagnvirk áhrif allra þessara þátta hver á annan. Þessu tengt koma einnig til skoðunar áhrif markaðssetningar í ferðaþjónustu, fréttaflutnings af svæðum og sú mynd sem svæðisbundnir fjölmiðlar og ferðaþjónar draga upp af samfélaginu. Nokkur verkefni, fyrirlestrar og rannsóknir tengjast þessu efni hjá Rannsóknasetrinu. 

Bændur og sauðfé