Caltech – styrkur til rannsóknaverkefnis sumarið 2020 | Háskóli Íslands Skip to main content

Caltech – styrkur til rannsóknaverkefnis sumarið 2020

-English below-

Umsóknarfrestur er til 20. janúar 2020.

Sumarið 2020 gefst nemendum Háskóla Íslands í grunnnámi tækifæri til að sækja um styrk til að vinna 10 vikna rannsóknarverkefni við California Institute of Technology (Caltech). Í boði verða allt að tveir 6.420 dala styrkir. Nemendur greiða sjálfir fyrir ferðir, húsnæði, uppihald og sjúkratryggingar.

Háskóli Íslands og Caltech hafa átt í samstarfi um SURF verkefni (Summer Undergraduate Research Fellowship) frá árinu 2008. Caltech, sem er í Pasadena, Kaliforníu, er einn allra fremsti rannsóknaháskóli heims og leggur aðaláherslu á raunvísindi og verkfræði. Skólinn er lítill, með einungis rúmlega 2000 nemendur, en státar af háu hlutfalli akademískra starfsmanna með mikla rannsóknarvirkni.

Miðað er við að rannsóknardvölin hefjist um miðjan júní og standi fram til 23. ágúst.  Nemandi skilar lokaskýrslu og flytur erindi í lok verkefnisins. Ekki eru veittar einingar fyrir verkefnið í Háskóla Íslands, en sækja má um til deildar að styrkveiting og rannsóknarverkefnið verði skráð í viðauka með prófskírteini (e. Diploma supplement).

Almenn skilyrði

 • Umsækjandi skal vera nemandi í grunnnámi við Háskóla Íslands í verkfræði eða raunvísindum (stærðfræði undanskilin)
 • Umsækjandi skal hafa lokið tveimur námsárum hið minnsta, en má þó ekki hafa lokið BS-gráðu þegar rannsóknarverkefnið hefst
 • Meðaleinkunn umsækjanda skal að lágmarki vera 7,5
 • Ekki er krafist TOEFL enskuprófs, en mikilvægt er að nemendur hafi mjög góð tök á enskri tungu.

Umsóknarferli

Rafræn umsókn

Umsókn er skilað inn rafrænt. Eftirfarandi fylgigögnum (á ensku) skal skila í umslagi merktu Caltech 2020 á Þjónustuborð, Háskólatorgi, fyrir lokun mánudaginn 20. janúar 2020.

 • Kynningarbréf (e. personal statement) þar sem m.a. koma fram upplýsingar um rannsóknaráhugasvið nemanda
 • Staðfest námsferilsyfirlit ásamt árangursröðun (e. ranking) – fæst á Þjónustuborði á Háskólatorgi
 • Tvenn meðmæli (á ensku) frá kennara við deild umsækjanda. Meðmæli skulu vera í lokuðu umslagi. 

Á grundvelli umsóknarinnar er hópi umsækjenda boðið í viðtal. Við val á styrkþega er m.a. horft til gæða umsóknar í heild, innihalds kynningarbréfs, námsferils, námsmarkmiða, framtíðaráforma, meðmæla og frammistöðu í viðtali. Háskóli Íslands tilnefnir nemendur til Caltech, sem aðstoðar við að útvega nemandanum leiðbeinanda. Nemandi og leiðbeinandi móta í sameiningu verkefni og rannsóknaráætlun sem skilað er í maí.

Nánar um SURF

Viðtal við SURF styrkhafa árið 2019

Frekari upplýsingar má nálgast hjá Skrifstofu alþjóðasamskipta í síma 525 4311 eða email ask@hi.is

Umsóknarfrestur er til 20. janúar 2020  

---------

Caltech - awards for summer research 2020

Undergraduate students in science and engineering at University of Iceland can apply to participate in the Summer Undergraduate Research Fellowships (SURF) at the California Institute of Technology (Caltech). Fellows receive a $6,420 award for the ten week period.  Up to two awards will be offered. Students cover room and board, health insurance and travel.

University of Iceland and California Institute of Technology (Caltech) have collaborated on the Summer Undergraduate Research Fellowship (SURF) program, since 2008, in which an undergraduate student carries out a 10 week research project under the supervision of a mentor.  

The estimated project dates are from mid June until August 23. The student submits a final paper and gives an oral presentation at the conclusion of the project. The research project will not count for credits at the University of Iceland, but students may request that it will be included in the Diploma Supplement.

Caltech, in Pasadena, California, is a world leading research institution and focuses on science and engineering. The university has about 2000 students, and a high student-faculty ratio.

Eligibility Requirements

 • The applicant is enrolled and in good academic standing at University of Iceland in the fields of engineering or science (math students excluded)
 • The applicant must have completed at least 2 years of studies, and will continue his undergraduate studies in the fall 2019
 • The applicant has a minimum GPA of 7.5
 • TOEFL test is not required, however the student must be fluent in English.

Application process

Students submit an application to UI. After the student has been selected they proceed with the application process at Caltech.

Online application

The following supporting documents (in English) must be submitted at the University Service Desk at Haskolatorg in an envelope marked Caltech 2020 before closing time on January 20, 2020.

Personal statement that should include specific information on the student´s research interests

Official transcript with ranking available at the University Service Desk

Two letters of recommendation (in English) from teachers at UI (in a sealed envelope)

Based on the application, a number of students will be invited for an interview. When selecting the scholarship recipients, the overall quality of the application, the personal statement, especially academic goals and future plans, as well as the interview are all taken into account. University of Iceland nominates students to Caltech. Caltech will assist with finding a mentor, the students collaborate with potential mentors to define and develop a project. A research proposal will be due in May.

More information on SURF

For further information, please contact the International Office of the University of Iceland by phone 525 4311 or email ask@hi.is

Deadline for applications is January 20, 2020.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.