Skip to main content

Íslenskubrú yfir í kennslu- og uppeldisstörf

Íslenskubrú yfir í kennslu- og uppeldisstörf  - á vefsíðu Háskóla Íslands

60 eininga nám í íslensku og námskeiðum af Menntavísindasviði 

Íslenskubrú er sniðin að þeim sem hafa íslensku sem annað tungumál og starfa í skóla eða frístundastarfi. Meginmarkmið námsins er að efla íslenskukunnáttu nemenda, fjölga fagfólki af erlendum uppruna í íslensku menntakerfi og renna styrkari stoðum undir fjölmenningu í skóla- og frístundastarfi. 

Umsóknarfrestur er til 20. maí en sótt er um á vef HÍ, grunnnám, námsleiðina Íslenska sem annað mál, BA 120 ECTS.

Með rafrænni umsókn skal skila greinargerð og efst á blaði verður að koma fram að sótt sé um Íslenskubrú.  Við mat á umsóknum verður tekið mið af starfsreynslu og íslenskukunnáttu. 
Inntökuskilyrði: Erlent ígildi íslensks stúdentsprófs eða sambærilegt próf. Nánari upplýsingar er að finna í 17. grein reglna um inntökuskilyrði í grunnnám nr. 331-2022. Auk þess þurfa nemendur að standast lágmarkskröfur á inntökuprófi í íslensku. Færnikröfur miðast við Icelandic Online I og II sem opið er á Netinu (https://icelandiconline.com/). Standist nemendur inntökupróf fara þeir í viðtal þar sem skráning í námskeið er staðfest. 
Nemendur greiða árlegt skrásetningargjald við Háskóla Íslands líkt og aðrir nemendur. 

Kennslufyrirkomulag

Kennt er á íslensku og sækja nemendur vikulega kennslustundir í námskeiðunum í íslensku en kennt er tvisvar í viku. Nemendur eru saman í hóp og fá þannig tækifæri til að beina athyglinni að starfsvettvangi sínum í náminu. Verkefnastjóri á vegum Menntavísindasviðs heldur utan um nemendahópinn og veitir ráðgjöf og stuðning, t.d. varðandi val á námskeiðum á Menntavísindasviði. Í boði er að taka Íslenskubrú sem fullt nám á einu ári eða hlutanám á tveimur árum. Námskeiðin Íslenskt mál  I og II verður að taka á fyrra árinu.

Haustmisseri

ÍSE103G Íslenskt mál I 10e

Vormisseri

ÍSE204G Íslenskt mál II 10e

Auk þessara námskeiða hafa nemendur val um námskeið í íslensku, Talþjálfun I og II, Málfræði I og II og námskeið úr grunnnámi á Menntavísindasviði.

Námskeið innan Menntavísindasviðs eru í boði þegar nemendur hafa lokið að lágmarki 30e af íslenskunámskeiðunum. 

Nánari upplýsingar veitir verkefnisstjóri, Lára Hreinsdóttir, larahr@hi.is

Námið er samstarfsverkefni Menntavísindasviðs og Hugvísindasviðs.