Um MA-nám í þýsku | Háskóli Íslands Skip to main content

Um MA-nám í þýsku

Nemendur, sem lokið hafa B.A.-prófi með þýsku sem aðalgrein og I. einkunn (7,25) eða jafngildi þess, geta bætt við sig 120 einingum og lokið M.A.-prófi í þýsku. Um er að ræða einstaklingsmiðað framhaldsnám með sérhæfingu á sviði málvísinda, bókmennta eða þjóðlífs og menningar þýska málsvæðisins sem veitir þjálfun í sjálfstæðum fræðilegum vinnubrögðum. Gert er ráð fyrir að nemendur taki hluta námsins (alla jafna 30-60 einingar) í námskeiðum við erlenda samstarfsháskóla en taki ákveðin skyldunámskeið og skrifi lokaritgerð við Háskóla Íslands. Þær einingar sem upp á vantar eru teknar í valnámskeiðum í þýsku eða öðrum greinum við Háskóla Íslands.

Hægt er að hafa samband við verkefnastjóra deildar og verkefnastjóra alþjóðamála til að fá nánari upplýsingar um nám og skiptinám.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.