Um MA-nám í ensku | Háskóli Íslands Skip to main content

Um MA-nám í ensku

Hægt er að stunda framhaldsnám í ensku til MA-gráðu. Auk þess er boðið upp doktorsnám og nám í þýðingafræðum á M.A. stigi.

MA í ensku
Fjögurra missera (tveggja ára) fræðilegt framhaldsnám í ensku. Námið er meistaranám (þrep 2, stig 4). Það er 120 e, þar af minnst 30 e lokaverkefni, og lýkur með MA-prófi. Full námsframvinda á einu misseri miðast við 30 e. Inntökuskil­yrði er BA-próf (af þrepi 1, stigi 2) með fyrstu einkunn í ensku sem aðalgrein eða jafngildi þess. MA-próf í ensku veitir rétt til að sækja um doktorsnám í ensku á þrepi 3, stigi 5.

Þýðingafræði - enska
Í samstarfi við Íslensku- og menningardeild er boðið upp á nám í þýðingafræði og nytjaþýðingum. Hafið samband við verkefnastjóra Íslensku- og menningardeildar vegna fyrirspurna um Þýðingafræðinámið.

Hægt er að hafa samband við verkefnastjóra deildar og verkefnastjóra alþjóðamála til að fá nánari upplýsingar um nám og skiptinám.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.