Skip to main content

Um MA-nám í ensku

Hægt er að stunda framhaldsnám í ensku til MA-gráðu. Auk þess er boðið upp doktorsnám og nám í þýðingafræðum á M.A. stigi.

MA í ensku
Fjögurra missera (tveggja ára) fræðilegt framhaldsnám í ensku. Námið er meistaranám (þrep 2, stig 4). Það er 120 e, þar af minnst 30 e lokaverkefni, og lýkur með MA-prófi. Full námsframvinda á einu misseri miðast við 30 e. Inntökuskil­yrði er BA-próf (af þrepi 1, stigi 2) með fyrstu einkunn í ensku sem aðalgrein eða jafngildi þess. MA-próf í ensku veitir rétt til að sækja um doktorsnám í ensku á þrepi 3, stigi 5.

Þýðingafræði - enska
Í samstarfi við Íslensku- og menningardeild er boðið upp á nám í þýðingafræði og nytjaþýðingum. Hafið samband við verkefnastjóra Íslensku- og menningardeildar vegna fyrirspurna um Þýðingafræðinámið.

Hægt er að hafa samband við verkefnastjóra deildar og verkefnastjóra alþjóðamála til að fá nánari upplýsingar um nám og skiptinám.