Skip to main content

Gátlisti fyrir umsækjendur um inntökupróf Læknadeildar og Tannlæknadeildar

Mikilvægar dagsetningar 2023

•     Byrjun mars – 20. maí 2023

Opið fyrir rafrænar umsóknir í læknisfræði, sjúkraþjálfunarfræði og tannlæknisfræði á vef HÍ. Umsókn um nám í læknisfræði, sjúkraþjálfunarfræði eða tannlæknisfræði er það sama og skráning í inntökupróf Læknadeildar og Tannlæknadeildar. Athugið að sækja skal um með rafrænum skilríkjum sé þess kostur, hafi umsækjandi ekki rafræn skilríki er hægt að sækja um þau hjá Auðkenni. Þegar umsókn hefur verið lögð inn á umsækjanda að berast móttökukvittun frá umsokn@hi.is sem inniheldur upplýsingar um næstu skref. Hafi umsækjandi ekki fengið móttökukvittun er hann ekki skráður í prófið.   

•     20. maí – Umsóknarfrestur rennur út - Frestur til að sækja um grunnnám í læknisfræði, sjúkraþjálfunarfræði eða tannlæknisfræði (skráning í inntökupróf Læknadeildar og Tannlæknadeildar) rennur út á miðnætti.
 
•    20. maí – Skilafrestur fylgigagna - Hafi umsækjandi ekki veitt heimild fyrir rafrænum skilum á stúdentsprófi úr Innu í umsóknarferlinu þarf hann að skila staðfestu afriti af stúdentsprófsskírteini, eða staðfestingu um að stúdentsprófi verði lokið áður en inntökupróf hefst, á pappír til Nemendaskrár Háskóla Íslands.

•    20. maí – Sérúrræði - Síðasti dagur til að sækja um lengdan próftíma eða önnur sértæk úrræði til Náms- og starfsráðgjafar HÍ.

Afgreiðslu umsókna lokið: Tölvupóstur sendur til samþykktra umsækjenda.

•    Þriðjudagurinn 30. maí kl. 16:00 – Greiðslufrestur próftökugjalds rennur út! - Fljótlega eftir að umsóknarfresti lýkur mun möguleiki til greiðslu á próftökugjaldi kr 35.000.- birtast inn í samskiptagáttinni undir flipanum "Yfirlit umsókna". Greiða þarf gjaldið í síðasta lagi fyrir kl. 16:00 á eindaga þriðjudaginn 30. maí. Athugið að próftökuréttur er háður settum greiðslufrest og próftökugjaldið er óendurkræft. Engar undantekningar eru gerðar á þessu ákvæði!

•    Byrjun júní – Tölvupóstur sendur á umsóknarnetföng próftaka með upplýsingum um notendanöfn og aðgangsorð sem þeir nota til að komast inn í Inspera

•    Byrjun júní – Próftökum gefst færi á að prufukeyra fartölvur sínar í Safe Exam Browser (SEB) og taka prufupróf. Ef próftakar lenda í vandræðum með að setja upp SEB geta þeir haft samband við tölvuþjónustu UTS. Ef í ljós kemur í prufuprófinu að tölvan virkar ekki með INSPERA er hægt að sækja um Chromebook-lánstölvu til afnota í prófinu.

•    Byrjun júní – Tölvupóstur sendur á umsóknarnetföng próftaka með upplýsingum um staðsetningu (hús, stofa, borð) en listi yfir (niðurröðun) próftaka mun einnig hanga uppi á prófstað.

•    8. og 9. júní – Inntökupróf haldið (tveir heilir dagar).

Niðurstöður birtar - Gert er ráð fyrir að það taki allt að einn mánuð að fara yfir úrlausnir. Þegar niðurstöður liggja fyrir fá allir próftakar send svarbréf ásamt frekari upplýsingum í tölvupósti. Próftakar sem ekki öðlast rétt til náms í þeirri námsgrein sem þeir sóttu um fá möguleika á að sækja um í annað nám eftir að niðurstöður hafa verið birtar.