Skip to main content

Jafnréttisfulltrúi

Jafnréttisfulltrúar Háskóla Íslands eru Arnar Gíslason kynjafræðingur og Sveinn Guðmundsson mannfræðingur.

Viðtalstímar eru eftir samkomulagi.

Netfang: jafnretti@hi.is

Sími: 525-4095 (Arnar) 525-4193 (Sveinn).

Jafnréttisfulltrúi hefur á vegum stjórnsýslu HÍ yfirumsjón með jafnréttismálum í samvinnu við Jafnréttisnefnd og Ráð um málefni fatlaðs fólks þar sem hann gegnir formennsku.

Hlutverk jafnréttisfulltrúa er m.a. að vinna að stefnumótun og áætlunum sem tengjast jafnréttisáætlun, fylgja eftir jafnréttisstefnu skólans, sinna fræðslu og ráðgjöf um jafnréttismál, ásamt því að stuðla að því að jafnréttismál séu sjálfsagður þáttur í starfi Háskóla Íslands.