Gátlisti fyrir skráningarferli við inntökupróf | Háskóli Íslands Skip to main content

Gátlisti fyrir skráningarferli við inntökupróf

Skráningarferli við inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði:

 • 2. mars - Opnað fyrir rafræna skráningu á vef HÍ. Áríðandi er að prenta út staðfestingu á móttöku skráningar. Hún er eina staðfesting umsækjanda á að hann hafi skráð sig í prófið. Á henni er einnig að finna leiðbeiningar um næstu skref í umsóknarferlinu auk veflykils sem umsækjandi getur notað til að nálgast upplýsingar um framgang umsóknar. Hafi umsækjandi ekki móttekið staðfestingu á umsókn er hann ekki skráður í inntökuprófið.  
   
 • 20. maíFrestur til að sækja um inntökupróf í Læknadeild rennur út.
   
 • 20. maíSíðasti dagur til að skila staðfestu afriti af stúdentsprófsskírteini á pappír (hafi ekki verið veitt heimild fyrir rafrænum skilum úr Innu í umsóknarferlinu) eða staðfestingu um að stúdentsprófi verði lokið áður en inntökupróf hefst. Gögnum skal skilað til Háskóla Íslands, Nemendaskrá, Háskólatorgi, Sæmundargötu 4, 102 Reykjavík.
   
 • 23. maíAfgreiðslu umsókna lokið – Hægt er að fylgjast með framgangi umsóknar á nynemar.hi.is. Umsækjendur nota til þess veflykil sem kemur fram á staðfestingu á móttöku skráningar.
   
 • 24. maíKrafa um próftökugjald (kr. 20.000.-) birtist í netbanka/heimabanka. Hafið strax samband við skrifstofu Læknadeildar birtist krafan ekki þennan dag.
  Ath. mikilvægt er að greiðsla fari fram í netbanka/heimabanka umsækjanda sjálfs, þannig að kennitala hans fylgi greiðslunni.
   
 • 24. maíStaðfestingartölvupóstur um próftökurétt sendur til skráðra þátttakenda sem skilað hafa öllum tilskyldum gögnum.
   
 • 29. maí Gjalddagi/eindagi próftökugjalds. Próftökuréttur er háður því að greiðsla próftökugjalds hafi verið innt af hendi í síðasta lagi fyrir kl. 16:00 miðvikudaginn 29. maí. Engar undanþágur eru gerðar á þessu ákvæði. ATH. Að próftökugjaldið er óendurkræft.
 • 31. maí - Umsækjendur geta farið inn á nynemar.hi.is og nálgast þar prófnúmer sem þeir þurfa að hafa með sér í prófið og merkir prófgögn með. Einnig verður þar að finna borðanúmer á prófstað, en þau munu líka hanga uppi á prófstað.
 • 3. – 5. júníTölvur/vasareiknar afhentir á skrifstofu Læknadeilar. Þátttakendur eru hvattir til að nálgast þær sem fyrst til að geta kynnt sér þær fyrir prófið. Fyrir þá sem ná því ekki þá verða einnig vasareiknar á prófstað.
   
 • 6. og 7. júníInntökupróf haldin (tveir heilir dagar).

Gert er ráð fyrir að það taki allt að einn mánuð að fara yfir úrlausnir.
Tölvupóstur verður sendur til allra þátttakenda þegar niðurstaða liggur fyrir og listi með prófnúmerum þeirra sem öðlast rétt til náms verður birtur á heimasíðu Læknadeildar.

Athugið að þeir stúdentar sem öðlast rétt að loknu inntökuprófi til að hefja nám í læknisfræði eða sjúkraþjálfunarfræði að hausti ber að staðfesta hvort þeir ætli að nýta þann rétt eða ekki með því að senda tölvupóst á netfangið tjonah@hi.is eigi síðar en 12. júlí kl. 18:00. Taka þarf fram nafn, kennitölu og prófnúmer.

Krafa um skrásetningargjald þeirra sem þreyta inntökupróf og öðlast rétt til náms í Læknadeild birtist í netbanka/heimabanka umsækjenda og skal greiðslu lokið fyrir 20. júlí.

Þeir sem ekki öðlast rétt til náms í Læknadeild, eiga þess kost að skrásetja sig fyrir 20. júlí í aðrar deildir gegn greiðslu skrásetningargjalds skv. reglum Háskóla Íslands.

Vinsamlegast hafðu samband við skrifstofu Læknadeildar í síma 525 4881 og 525 4899 hafir þú fyrirspurnir eða athugasemdir.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.