Skip to main content
30. janúar 2019

Öflugar rannsóknir í náms- og starfsráðgjöf

Nýverið birtist grein í tímaritinu International Journal for Ecudational and Vocational Guidance en meðal höfunda þessarar greinar voru Soffía Valdimarsdóttir, aðjúnkt, og Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, prófessor í náms- og starfsráðgjöf við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands.

Í greininni, sem ber heitið Nordic research on educational and vocational guidance: A systematic literature review of thematic features between 2003 and 2016 skoða höfundar birtingar á meðal annars ritrýndum greinum, doktorsritgerðum og skýrslum frá Norðurlöndunum.

Meðal þess sem vekur athygli í þessari grein er styrkur Íslands þegar kemur að birtingum á alþjóðlega ritrýndum greinum á sviði náms- og starfsráðgjafar en af þeim greinum sem skrifaðar voru af fræðimönnum í löndunum yfir þetta tímabil voru 44% þeirra frá Íslandi. Er þetta til marks um hina miklu rannsóknarvirkni sem er til staðar í náms- og starfsráðgjöf hérlendis.

Einnig kemur þar fram að önnur Norðurlönd standa betur þegar kemur að doktorsritgerðum en nýverið lauk María Dóra Björnsdóttir, deildarstjóri NSHÍ  fyrst doktorsprófi í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands. Félag náms- og starfsráðgjafa veitti henni viðurkenningu fyrir vel unnin störf í þágu fagsins þann 9. nóvember á degi stéttarinnar. 
 

Nemendur í Gimli