Skip to main content
23. júní 2020

Nítján nemendur hlutu Menntaverðlaun Háskóla Íslands

Nítján nemendur tóku við Menntaverðlaunum Háskóla Íslands við útskriftir úr framhaldsskólum víða um land í maí og júní. 

Menntaverðlaunum Háskóla Íslands var komið á laggirnar fyrir tveimur árum en þau eru veitt þeim nemendum sem hafa verið framúrskarandi í námi sínu til stúdentsprófs auk þess að hafa náð eftirtektarverðum árangri á sviði lista eða íþrótta, átt mikilvægt framlag til skólafélaga eða skólans eða sýnt þrautseigju við erfiðar aðstæður.

Hver framhaldsskóli gat tilnefnt einn nemanda til verðlaunanna og bárust nítján tilnefningar að þessu sinni. Verðlaunin voru gjafabréf fyrir bókakaupum, viðurkenningarskjal frá rektor Háskóla Íslands og styrkur sem nemur upphæð skráningargjalds fyrsta skólaárið í Háskóla Íslands, kjósi verðlaunahafinn að hefja nám þar. Nemendur sem hlutu  Menntaverðlaun Háskóla Íslands við útskrift úr framhaldsskóla gátu einnig sótt um styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði Háskóla Íslands en styrkjum verður úthlutað úr honum í sumar.

Handhafar Menntaverðlauna Háskóla Íslands 2020 eru:

Aníta Lind Hlynsdóttir - Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum
Anna Karen Marinósdóttir - Verkmenntaskóli Austurlands
Aleksandra Rós Jankovic - Keilir
Arnbjörg Ella Sigmarsdóttir - Borgarholtsskóli
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir - Menntaskólinn í Kópavogi
Bjartey Unnur Stefánsdóttir - Menntaskólinn á Akureyri
Dagný Rós Stefánsdóttir - Fjölbrautaskóli Suðurlands
Hildur Karen Jónsdóttir - Menntaskólinn á Ísafirði
Hildur María Arnalds - Kvennaskólinn í Reykjavík
Hulda Karen Ingvarsdóttir - Verkmenntaskólinn á Akureyri
Jófríður Úlfarsdóttir - Menntaskólinn á Egilsstöðum
Jón Haukur Sigurðarson - Verzlunarskóli Íslands
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Flensborgarskólinn í Hafnarfirði
Matthías Löve - Menntaskólinn í Reykjavík
Nanna Kristjánsdóttir - Menntaskólinn við Hamrahlíð
Njáll Halldórsson - Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins
Oddleifur Eiríksson - Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu
Þorgeir Ólafsson - Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
Þórunn Birta Þórðardóttir - Menntaskóli Borgarfjarðar

Handhafar Menntaverðlauna Háskóla Íslands 2020