Skip to main content
18. mars 2021

Laust starf við rannsóknasetur HÍ á Snæfellsnesi

Laust starf við rannsóknasetur HÍ á Snæfellsnesi - á vefsíðu Háskóla Íslands

Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands hefur auglýst laust til umsóknar starf verkefnisstjóra við rannsóknasetur HÍ á Snæfellsnesi. Við rannsóknasetrið eru stundaðar rannsóknir á sjófuglum á Breiðafirði og Snæfellsnesi, einkum æðarfugli. 

Auglýst er eftir einstakling sem hefur lokið BS gráðu í líffræði, náttúrufræði eða skyldum greinum en hefur jafnframt reynslu í öflun vistfræðilegra gagna eða umsjón gagnasafna. Þá er reynsla af stofnrannsóknum á fuglum, fuglamerkingum eða annarri rannsóknavinnu utan dyra er æskileg, sem og góður grunnur í tölfræði, reynsla af notkun GPS tækja eða dróna. Rannsóknasetrið er staðsett í Stykkishólmi og er búseta á svæðinu nauðsynleg.

Verkefnisstjórinn á Snæfellsnesi mun taka þátt í langtímarannsóknum setursins á fuglastofnum. Stærsta verkefnið eru árlegar merkingar á æðarkollum á sunnanverðum Breiðafirði til að meta lífslíkur varpfugla, færslur hreiðra milli ára og breytileika í varptíma og líkamsástandi. Einnig hafa æðarrannsóknir fjallað um fæðuval og áhrif veðurfars á stofnstærð og varptíma. Þó nokkuð er um alþjóðleg samstarfsverkefni. Í starfinu felst einnig þátttaka í vettvangsferðum sem geta krafist líkamlegs styrks og úthalds, s.s. gönguferðir með byrði, bátsferðir út í Breiðafjarðareyjar til merkinga eða annarrar gagnsöfnunar, lengri og styttri ökuferðir og e.t.v. nokkurra daga rannsóknaleiðangrar víðar um landið

Rannsóknasetrið á Snæfellsnesi er hluti af Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands sem samanstendur af tíu sjálfstæðum rannsóknasetrum víða um land og verður verkefnisstjórinn starfsmaður Háskóla Íslands.  Markmið stofnunarinnar er m.a. að skapa aðstöðu til rannsókna á landsbyggðinni og þá er stofnunin jafnframt vettvangur samstarfsverkefna Háskólans við sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga á landsbyggðinni.

Umsóknarfrestur er til og með 22, mars nk. Sótt er um á Starfatorgi og þar má jafnframt finna frekari upplýsingar.