Kall eftir ágripum: Fjölmenningarsamfélagið Ísland | Háskóli Íslands Skip to main content

Kall eftir ágripum: Fjölmenningarsamfélagið Ísland

30. maí 2016

Þjóðminjasafn Íslands og Háskóli Íslands kynna málþingið Fræðamót sem haldið verður 25. nóvember 2016 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Hvernig fjölmenningarsamfélag erum við?
Málþing Þjóðminjasafns Íslands og Háskóla Íslands.

Á málþinginu verður tekið til umræðu fjölmenningarsamfélagið Ísland. Sérstaklega er hugað að móttöku, aðstoð og daglegu lífi innflytjenda og flóttafólks hér á landi. Hvaða áhrif hefur þessi hópur fólks haft á íslenskt menningarsamfélag? Hvernig stuðla íslensk söfn og aðrar menningarstofnanir að samvinnu, fræðslu og umræðum um eða fyrir innflytjendur og flóttafólk?

Málþinginu er ætlað að vera þverfaglegt og fræðimenn, safnafólk og aðrir innan menningargeirans eru því hvattir til þess að senda inn ágrip að erindum, byggðum á eigin rannsóknum, verkefnum eða störfum.

Erindum er ætlað að vera annað hvort 10 eða 20 mínútur að lengd, með um 10 mínútum fyrir umræður á eftir.

Ágrip skulu vera 200-250 orð að lengd þar sem taka skal fram titil erindis, inntak og helstu niðurstöður. Merkið erindið með nafni, starfstitli og netfangi.

Ágrip skulu berast eigi síðar en 19. ágúst 2016 á netfangið gdw@hi.is.

Nánari upplýsingar veita Anna Lísa Rúnarsdóttir, sviðstjóri rannsókna og þróunar á Þjóðminjasafni Íslands (anna.lisa@thjodminjasafn.is), og Guðrún Dröfn Whitehead, aðjúnkt og nýdoktor í safnafræði við Háskóla Íslands (gdw@hi.is).

Oddi
Oddi