Skip to main content

ORCID auðkenni

Háskóli Íslands mælist til þess að starfsfólk noti ORCID auðkenni og ORCID númer er nauðsynlegt við skráningu verka í opinvisindi.is. Þeir sem ekki eru þegar komnir með slikt auðkenni geta skráð sig á ORCID.org; skráningin er fljótleg og einföld.

Sífellt fleiri styrkjasjóðir gera kröfu um að umsækjendur gefi upp ORCID númer. Þeir sem þegar eru með önnur auðkenni, t.d. ReseacherID, geta tengt það við ORCID númerið og þurfa ekki að skrá upplýsingar um birtingar sínar aftur.

Hægt er að tengja ORCID auðkenni við Ugluna og fá ritaskrá birta í símaskrá Háskóla Íslands.

Með ORCID auðkenni er hægt að tryggja að verk séu rétt merkt höfundum þótt fleiri beri sama nafn. Jafnframt er hægt að skrá mismunandi rithætti nafna. Þannig má tryggja að verk Auðar Ásu Guðmundsdóttur birtist sem hennar höfundarverk hvort sem verkið er merkt henni sem A.Á.Guðmunsdóttir, A.A. Guðmundsdottir, A.A.Guomundsdottir, Audur Asa Guomundsdottir, Auður Ása Gudmundsdóttir eða Auður Asa Gudmundsdottir og svo framvegis.

Tenglar