Skip to main content

Nýnemakynningar

Háskóli Íslands býður nýnema velkomna með sérstökum nýnemadögum í upphafi skólaárs. Þar er bæði boðið upp á skemmtilega viðburði og fræðslu um lífið og þjónustuna sem veitt er í Háskólanum.

Dagskrá nýnemadaga fer að mestu fram á Háskólatorgi. Boðið er upp á gönguferðir og kynningu á háskólasvæðinu, örfyrirlestra um námsráðgjöf og skiptinám, kynningu á þjónustu Félagsstofnunar stúdenta og margt fleira. Einnig eru helstu þjónustustofnanir skólans með kynningarbása þar sem nemendur geta fengið svör við fjölmörgum spurningum.

Á nýnemadögum eru Stúdentaleikhúsið og Háskólakórinn með uppákomur í hádegishléum. Nemendafélög skólans og Stúdentaráð eru einnig með kynningarbása þar sem félagslíf og starf eru kynnt.

Í framhaldi af nýnemadögum eru Stúdentadagar haldnir en á þeim keppa nemendafélögin sín á milli í ýmsum greinum og gera sér glaðan dag á túninu fyrir framan Aðalbyggingu.

Hér fyrir neðan eru myndbönd frá nýnemadögum 2016, 2015, 2014 og 2013.

Tengt efni