Skip to main content

Skattaréttur og reikningsskil

Skattaréttur og reikningsskil

Þverfræðilegt framhaldsnám

Skattaréttur og reikningsskil

MA gráða – 120 einingar

Meistaranám í skattarétti og reikningsskilum er þverfaglegt og skipulagt sameiginlega af Viðskiptafræðideild og Lagadeild.

Námið miðar að því að veita fræðilega sérmenntun á sviðum er snerta skattamál og reikningsskil.

Skipulag náms

X

Íslenskur skattaréttur- almennur hluti (LÖG107F)

Fjallað verður um fræðigreinina skattarétt, megindrætti íslenska skattkerfisins og skattalöggjafar. Þá er gerð grein fyrir skattheimildum, lögmætisreglu, skýringu skattalaga og skatthugtakinu og þjónustugjöldum m.a. með hliðsjón af ákvæðum stjórnarskrárinnar. Ennfremur er fjallað um skattskyldu lögaðila og manna, skattaréttarlegan samruna og slit félaga, ásamt umfjöllun um skattfrjálsa aðila, um skattskyldar tekjur og frádráttarliði við ákvörðun skattstofna, ásamt umfjöllun um hvað teljast ekki skattskyldar tekjur samkvæmt skattalögum og ófrádráttarbæran kostnað. Þá verður fjallað um skattlagningu við andlát, skattasniðgöngu og vikið að milliverðlagninu milli íslenskra skattaðila eftir því sem efni gefst til.

Námskeiðið verður kennt sem hraðnámskeið á fyrri hluta haustmisseris.

X

Íslenskur skattaréttur -sérstakur hluti (LÖG131F)

Námskeiðið verður kennt sem 6 vikna hraðnámskeið á seinni hluta haustmisseris. Viðfangsefni námskeiðsins eru lagareglur sem gilda um réttarfar í skattamálum og málsmeðferð í skattstjórnsýslunni. Fjallað verður um stjórnvöld skattamála og skipulag skattkerfisins og í því sambandi hugað að verkaskiptingu og valdmörkum, bæði almennt og í einstökum tilvikum, auk helstu heimilda og úrræða skattyfirvalda í þágu skatteftirlits og skattrannsókna. Þá verður fjallað um úrræði skattaðila til að fá úrlausn í skattamálum sínum, m.a. til þess að fá endurskoðun á álagningu skatts eða fyrri skattákvörðunum skattyfirvalda, og hugað að kæruleiðum í skattstjórnsýslu, endurupptöku skattamála og afturköllun á fyrri skattákvörðunum. Þá verður vikið að þeim reglum sem gilda um endurákvörðun skatta, m.a. með tilliti til tímamarka, bæði almennt og þegar slík ákvörðun á rót sína að rekja til ívilnandi breytinga á skattframkvæmd. Auk þess verður leitast við að gera grein fyrir helstu reglum og frávikum sem gilda um virðisaukaskatt.

X

Endurskoðun og umhverfi (VIÐ160F)

Þrjár af höfuðkenningum siðfræðinnar, þ.e. kenningar Aristótelesar, Immanuels Kant og Johns Stuart Mill og nemendum kynnt grundvallaratriði gagnrýnnar hugsunar.  
Skoðað verður samband löggjafar og siðferðis sem og hvað einkennir fagmennsku. Þá verður fjallað um ítarlega um siðareglur endurskoðenda og hvernig þær spila saman við lög um endurskoðendur og tengjast samfélaginu.  
Yfirlit yfir leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja, bæði hér á landi og erlendis, og hlutverk endurskoðunar í þeim. Farið verður yfir hverjir teljast vera „varðhundar" almennings og hvernig þeir hafa sinnt hlutverki sínu undanfarin ár.  
Lagaleg umhverfi endurskoðenda m.t.t. alþjóðlegu reikningsskilastaðla og alþjóðlegu endurskoðunar staðla. Einnig verður eftirlit með IFRS kynnt og tilgangur ESMA sem og framkvæmd eftirlits hér á landi sem er i umsjón Ársreikningaskrá.  

X

Ársreikningagerð A (VIÐ505M)

Námskeiðið er ætlað nemendum á fjármála- eða reikningshaldskjörsviði. Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist þekkingu og skilning á atriðum sem stjórnendur fyrirtækja þurfa að tileinka sér til að geta lagt fram ársreikning samkvæmt viðurkenndum reikningsskilaaðferðum. Í námskeiðinu verður fjallað um helstu reglur í reikningshaldi sem gilda samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum og ákvæðum íslenskra laga. Farið verður yfir: formkröfur reikningsskila, rekstrarreikning, efnahagsreikning og sjóðstreymi. Meðferð tekna og kostnaðar, meðhöndlun birgða, viðskiptakröfur, varanlega rekstrarfjármuni, óefnislegar eignir, tekjuskatt, virðisrýrnunarpróf, bókun áhættufjármuna og skulda, skammtímaskuldir, langtímalán og eiginfjárliði. Verkefni verða lögð fyrir.

X

Alþjóðlegur skattaréttur- almennur hluti (LÖG209F)

Í þessum hluta er fjallað um hugtakið alþjóðlegur skattaréttur, reglur þjóðaréttar um skattlagningarrétt. Þá eru tvísköttunarsamningar og samningsfyrirmynd OECD og aðrir samningar sem varða alþjóðlegar skattareglur svo sem Norðurlandasamningur. Vikið er að CFC reglum og þeim reglum sem gilda þar um magra eiginfjármögnun. Að lokum er vikið að EES skattareglum og þeim dómum EB og EFTA dómstólanna sem þýðingu hafa. Námskeiðið er kennt á fyrri hluta vormisseris.

X

Alþjóðlegur skattaréttur -sérstakur hluti (LÖG240F)

Hér er fjallað um fjárfestingar og samsköttun fyrirtækja milli landa. Fjallað verður ítarlega um milliverðlagningu í alþjóðlegum skattarétti en hún er dæmigerð fyrir samstæður hlutafélaga og um lausn deilumála á því sviði. Vikið er að skattareglum Evrópusambandsins, þ. á m. þeim tilskipunum sem hafa verið settar, og þeim meginreglum sem um þær gilda. Farið verður yfir gerðir um gagnkvæma aðstoð í skattamálum. Þeir dómar EB og EFTA dómstólanna sem þýðingu hafa verða reifaðir.

Í heild er námskeiðinu ætlað að gefa heildstæða mynd af alþjóðlegum reglum á sviði milliverðlagningar og samsköttunar fyrirtækja milli landa. Einnig að gera grein fyrir evrópskum skattareglum. Námskeiðið er kennt á seinni hluta vormisseris.  

X

Ársreikningagerð B (VIÐ604M)

Námskeiðið er beint framhald af námskeiðinu Ársreikningagerð A, sem kennt er á haustmisseri. Reiknað er með að nemendum þessa námskeiðs sé fullkunnugt efni fyrra námskeiðsins.
Í námskeiðinu verður fjallað um gildandi reglur í reikningshaldi samkvæmt IFRS og ákvæðum íslenskra laga. Umfjöllunarefni:  sjóðstreymi, tekjuskattur, hagnaður á hlut, fjármálagerningar, tekjuskráning, skuldbindingar, fjármögnunarleigusamningar, fastafjármunir til sölu og aflagður rekstur, fjárfestingaeignir, skuldbindingar, upplýsingar í ársreikningi og tengdir aðilar.

Verkefni verða lögð fyrir og er skilaskylda á þeim.
Áskilinn réttur til breytingar á námskeiðslýsingu.

X

Félagaréttur I (LÖG102F)

Meginmarkmið námskeiðsins er að nemendur öðlist góða grunnþekkingu á helstu þáttum félagaréttar sem er ein af undirgreinum fjármunaréttar. Nemandinn á að vera fær um að skilja og greina lögfræðileg álitaefni tengd félögum, ekki síst hlutafélögum og einkahlutafélögum, svo sem takmarkaða ábyrgð hluthafa og stjórnenda á skuldbindingum félags, stofnun hlutafélaga, réttarsamband hluthafa innbyrðis, reglur um hluti, samþykktir félags og hluthafasamninga. Þá verður fjallað um fjármögnun hlutafélaga og vernd kröfuhafa, þ.m.t. reglur um hækkun og lækkun hlutafjár, stjórnskipulag hlutafélaga, umboðsreglur og minnihlutavernd. Loks verður fjallað um skaðabótareglur, þ.m.t. réttarreglur um skaðabótaábyrgð stjórnarmanna og framkvæmdastjóra, og málshöfðunarreglur.

X

Samstæðureikningsskil (VIÐ177F)

Í þessu námskeiði er fyrst og fremst fjallað um gerð samstæðureikningsskila og reikningshaldslegar hliðar á sameiningu og samruna fyrirtækja. Auk þess er fjallað um eftirtalin viðfangsefni reikningshalds: uppgjör sameignarfélaga, vörubirgðir, viðskipakröfur, viðskiptavild, bókun umboðsviðskipta, bókun erlendra viðskipta og umbreytingu ársreikninga úr einum gjaldmiðli í annan, gjaldþrotauppgjör, og reikningsskil sveitarfélaga og annarra aðila, sem ekki eru reknir í hagnaðarskyni. Verkefni. Skilaskylda. 

X

Stjórnsýsluendurskoðun og opinber fjármál (VIÐ295F)

Stjórnsýsluendurskoðun telst í dag nauðsynlegur þáttur endurskoðunar hjá opinbera geiranum og er viðbót við hina hefðbundnu fjárhagsendurskoðun. Markmið með henni er að veita stofnunum og fyrirtækjum ríkis og sveitarfélaga aðhald í rekstri með ábendingum um það sem betur má fara í stjórnun þeirra, skipulagningu, eftirliti, markmiðssetningu og verklagi.

Að kynna þátttakendum eðli og tilgang stjórnsýsluendurskoðunar, þann fræðilega grunn sem hún byggir á og hvað greinir hana frá hefðbundinni fjárhagsendurskoðun.
Jafnframt að þátttakendur fái innsýn í aðferðir stjórnsýsluendurskoðunar og beitingu þeirra hérlendis og víðar.

Ennfremur að þátttakendur öðlist nokkurn skilning á grundvallaratriðum opinberrar stjórnsýslu og þeim eðlismun sem er á opinbera geiranum og einkageiranum.
Opinber fjármál, lög nr. 123/2015. Ríki og sveitarfélög mynda saman hið opinbera. Opinber fjármál snúast um rekstur sameiginlegra sjóða. Eftirlit með þessu fjármagni er hjá Ríkisendurskoðun. Stefnumörkun í opinberum fjármálum grundvallast á fimm grunngildum: Sjálfbærni, varfærni, stöðugleika, festu og gagnsæi. Þessi grunngildi eru leiðarljós allra stefnumótunar og ákvarðana Alþingis og stjórnvalda í opinberum fjármálum.

Á þessu námskeiði verða tilgangur og markmið stjórnsýsluendurskoðunar rækilega kynnt. Farið verður yfir aðferðafræðina sem hún hvílir á og verkfæri hennar kynnt. Helstu efnisþættir námskeiðsins verða þessir: Opinber stjórnsýsla, endurskoðun í opinbera geiranum, fjármál hins opinbera, hagsýni-skilvirkni-markvirkni, framlagning niðurstaðna. Raunhæf dæmi verða tekin fyrir.

X

Virðisgreining, fjármögnun og rekstrarhæfi (VIÐ294F)

Farið er í grundvallarhugtök tengt fjárfestingu og virðigreiningar. Farið er í uppbyggingu ársreiknings og hvernig rekstrarreikningur, efnahagsreikningur og sjóðstreymi. Farið verður í uppbyggingu á "grunngreiningu" (fundamental analysis). Samanburðar- og kennitölugreining (comparables multiple analysis) er aðferð þar sem hægt er að nálgast virði. Skoðað verður hvernig sjóðstreymi, hagnaður, umframhagnaður, eðlilegur hagnaður og virðismat tengjast ásamt áhrifum vegna ávöxtunarkröfu. Greining á arðsemi til þess að nálgast "hið rétta virði" fyrirtækisins. Vöxtur hefur mikil áhrif á virðismat sem tengist meðal annars P/E og P/B. Aðferðir við virðismat og næmnisgreiningar. 
Virðismat er nátengt fjármögnun og rekstrarhæfi. Kynnt verður hvernig virðismat tengist á einn eða annan hátt hugtökunum fjárhagsleg staða (financial position) og rekstrarhæfi (going concern) fyrirtækja. Hugtökin verða skoðuð út frá IFRS og ISA í breiðu samhengi og skilningi um áframhaldandi rekstur.
 
Eftirlitskerfi er tengjast fjármálum og árangri. Árangur getur bæði tengst fjárhagslegum liðum sem og ófjárhagslegum. Verkferlar sem og aðferðafræði við að meta árangur er mikilvægur til að rétt mynd fáist að rekstrarstöðu.  
Hópverkefni byggjast bæði á kennsluefni og því efni er fram kemur í fyrirlestrunum..  

X

Félagaréttur II (LÖG202F)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist þekkingu á evrópskum og íslenskum réttarreglum sem gilda um samstæður félaga, helstu einkenni opinberra hlutafélaga, stjórnarhætti félaga, samruna og yfirtökur félaga, fjármögnun þeirra o.fl. og öðlist færni í að leysa úr lögfræðilegum álitaefnum á því sviði, bæði raunhæfum og fræðilegum. Námskeiðið er skipulagt með það í huga að þjálfa nemendur bæði í skriflegri úrvinnslu og munnlegri framsetningu álitaefna.

Viðfangsefni: Námskeiðið verður kennt sem 6 vikna hraðnámskeið á seinni hluta vormisseris. Viðfangsefni námskeiðsins eru sértækar reglur sem gilda um hlutafélög. Fjallað verður um samstæður hlutafélaga en í því sambandi verður hugað að samstæðuhugtakinu, evrópskum samtæðurétti, eignarhaldsfélögum, lánum og tryggingum, stjórnun móðurfélags og ábyrgð á dótturfélagi og þýðingu samstæðna í sérlöggjöf. Einnig verður fjallað um stjórnarhætti félaga, samruna og yfirtökur félaga, fjármögnun félaga. Þá verður vikið að meginatriðum reglna um skipulag félaga sem að lögum njóta sérstöðu, einkum fjármálafyrirtæki og opinber hlutafélög.

X

MA ritgerð (SRS441L, SRS441L, SRS441L)

Meistaraprófsritgerð skal valin í samráði við leiðbeinanda (leiðbeinendur) úr hópi fastra kennara Viðskiptafræði- eða Lagadeildar. Ritgerðin skal vera 30 einingar. Meistaranemar skulu kynna rannsóknir sínar. Ritgerð skal skilað í samræmi við auglýsingu þar að lútandi hverju sinni. Kennari og prófdómari skulu meta meistaraprófsritgerð til einkunnar samkvæmt almennum prófreglum Háskóla Íslands.

X

MA ritgerð (SRS441L, SRS441L, SRS441L)

Meistaraprófsritgerð skal valin í samráði við leiðbeinanda (leiðbeinendur) úr hópi fastra kennara Viðskiptafræði- eða Lagadeildar. Ritgerðin skal vera 30 einingar. Meistaranemar skulu kynna rannsóknir sínar. Ritgerð skal skilað í samræmi við auglýsingu þar að lútandi hverju sinni. Kennari og prófdómari skulu meta meistaraprófsritgerð til einkunnar samkvæmt almennum prófreglum Háskóla Íslands.

X

MA ritgerð (SRS441L, SRS441L, SRS441L)

Meistaraprófsritgerð skal valin í samráði við leiðbeinanda (leiðbeinendur) úr hópi fastra kennara Viðskiptafræði- eða Lagadeildar. Ritgerðin skal vera 30 einingar. Meistaranemar skulu kynna rannsóknir sínar. Ritgerð skal skilað í samræmi við auglýsingu þar að lútandi hverju sinni. Kennari og prófdómari skulu meta meistaraprófsritgerð til einkunnar samkvæmt almennum prófreglum Háskóla Íslands.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Lagadeild á samfélagsmiðlum 
 Instagram   Facebook

Viðskiptafræðideild á samfélagsmiðlum 
 Instagram    Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.