Skip to main content

Menntavísindasvið

Menntavísindasvið

Menntavísindasvið Háskóla Íslands er í fararbroddi á sviði menntamála á Íslandi og gegnir lykilhlutverki í uppbyggingu menntakerfisins með menntun kennara og tengdra starfsstétta. Helstu sérfræðingar þjóðarinnar í menntavísindum koma að kennslu og rannsóknum á sviðinu. Námið veitir fjölbreytt atvinnutækifæri og er góður undirbúningur undir frekara nám.

Hagnýtt og sveigjanlegt nám á traustum grunni

Menntavísindasvið menntar kennara fyrir öll skólastig, uppeldis- og menntunarfræðinga, íþrótta- og heilsufræðinga, tómstunda- og félagsmálafræðinga og þroskaþjálfa. Lögð er rík áhersla á tengsl við væntanlegan starfsvettvang og nemendur fara í starfsþjálfun í skólum og öðrum stofnunum samfélagsins. 

Persónuleg þjónusta og ánægðir nemendur

Menntavísindasvið býr vel að nemendum sínum og hefur góð samskipti við ýmsar stofnanir þar sem nemendur í stunda vettvangsnám. Nemendur sviðsins eru afar ánægðir með námið og félagslífið. Þá hafa vinnustaðir brautskráðra nemenda gefið þeim góða umsögn.

Sjáðu um hvað námið snýst

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa
1. hæð, Stakkahlíð - Enni
Opið frá kl. 8.15 -15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
menntavisindasvid@hi.is