Skip to main content

Nýsköpun og viðskiptaþróun

Nýsköpun og viðskiptaþróun

Félagsvísindasvið

Nýsköpun og viðskiptaþróun

MS gráða – 120 einingar

Í meistaranámi í nýsköpun og viðskiptaþróun fá nemendur góðan undirbúning fyrir nýsköpun í fjölbreyttu samhengi.

Námsleiðin er unnin í samvinnu Viðskiptafræðideildar og Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideildar.

Skipulag náms

X

Stjórnun nýsköpunar (VIÐ307F)

Markmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í stjórnun nýsköpunar hvort sem um er að ræða þróun vöru, tækni eða þjónustu. Í námskeiðinu verður rætt um eðli nýsköpunar og hvernig hægt er að skapa henni sem best umhverfi og þá um leið stýra henni. Jafmframt verður veitt innsýn í opinbera styrki til fjármögnunar nýsköpunarverkefna. Námskeiðið mun hvorutveggja fást við hagnýt úrlausnarefni sem og rannsóknir sem gerðar hafa verið á umhverfi og stjórnun nýsköpunar.

X

Inngangur að rekstri (VIÐ155M)

Markmiðið með námskeiðinu er að gefa nemendum breiða og haldgóða innsýn í þau fyrirbæri, lögmál og kenningar sem viðskiptafræðingum nauðsynlegt er að þekkja við rekstur bæði fyrirtækja og stofnana.

Námskeiðið byggist upp af fimm efnisþáttum:
• fjármál
• lögfræði
• rekstrarhagfræði
• reikningshald
• þjóðhagfræði

Fyrirkomulag:
Námskeiðið Inngangur að rekstri er í boði tvisvar á ári og eiga nemendur að ljúka því á fyrsta ári náms síns. Annars vegar í ágúst og hins vegar í janúar. Nemendur sem hefja nám að hausti gera best í því að ljúka námskeiðinu í ágúst, en hafa þó möguleika á að ljúka því í janúar. Nemendur sem hefja nám í janúar skulu ljúka námskeiðinu í janúar en geta þó einnig tekið það í ágúst.
Námskeiðið opnar 1. hvors mánaðar og lokar þann 31. Allt námsefni verður aðgengilegt frá þeim 1. 

Námskeiðið nýtist ekki til eininga í meistaranáminu.

X

Nýsköpunar- og frumkvöðlafræði (VIÐ186F)

Markmiðið með námskeiðinu er að veita nemendum yfirsýn um fræðasviðið nýsköpunar- og frumkvöðlafræði og undirbúa þá undir frekara nám, bæði fræðilegt og hagnýtt.

Farið verður í helstu kenningar og álitamál innan sviðsins, nýlegar fræðigreinar rýndar og kynnt verkfæri sem nota má til að greina helstu strauma og stefnur nýsköpunar í atvinnulífinu.

X

Eigindleg aðferðafræði (VIÐ184F)

Markmið námskeiðsins er að gefa nemendum yfirsýn yfir eigindlegar aðferðir, sem notaðar eru til að safna og greina gögn um einstaklinga og skipulagsheildir. Nemendur munu fá þjálfun í að skilgreininga vandamál og semja rannsóknarspurningu. Þá munu nemendur skipuleggja og framkvæma gagnasöfnun, úrvinnslu gagna og greina frá niðurstöðum skriflega. Nemendur munu kynnast veikum og sterkum hliðum  mismunandi aðferða innan eigindlegra rannsóknaraðferða, þannig að þeir geti valið þá aðferð, sem best hentar til að leysa tiltekið vandamál.

X

Fjármögnun fyrirtækja (VIÐ181F)

Valdir þættir úr Fjármálum II BS náms en dýpri. Meðal efnisþátta eru fjármagnskostnaður fyrirtækja, mat og val fjármögnunarkosta til langs tíma og fjármögnunarkosta til skamms tíma, valkostir er varða arðgreiðslustefnu fyrirtækja og fjármagnsskipan, útgáfa hlutafjár, útgáfa skuldabréfa, lánshæfismat, samrunar og yfirtökur og fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja. Fjallað er um fjármögnun fyrirtækja frá sjónarhóli bæði fjármálastjórans, sem þarf í senn að kunna skil á hagnýtum og fræðilegum hliðum starfsins, sem og fjárfesta og lánveitenda, sem þurfa að leggja mat á lánshæfi og rekstrarhæfni fyrirtækisins.

X

Aðferðafræði verkefnastjórnunar (VIÐ172F)

Markmið námskeiðsins er tvíþætt. Í fyrsta lagi að kynna fyrir nemendum helstu kenningar og aðferðir, sem þróaðar hafa verið á sviði verkefnastjórnunar. Takmarkið er, að nemendur öðlist góðan skilning á þætti verkefnavinnu og verkefnastjórnunar í rekstri fyrirtækja annars vegar, og hæfni til stjórnunar einstakra verkefna hins vegar. Nemendur kynnist þeim þáttum, sem stuðla að markvissri og skilvirkri verkefnastjórnun. Nemendur kynnist uppbyggingu áætlunar, framvindu og lúkningu í verkefnum. Nemendur kynnast jafnframt hugbúnaði og tækni sem nýta má við verkefnastjórnun. Nemendur fái kynningu á verkefnum í alþjóðlegu umhverfi og Agile hugmyndafræði.

X

Inngangur að rekstri (VIÐ155M)

Markmiðið með námskeiðinu er að gefa nemendum breiða og haldgóða innsýn í þau fyrirbæri, lögmál og kenningar sem viðskiptafræðingum nauðsynlegt er að þekkja við rekstur bæði fyrirtækja og stofnana.

Námskeiðið byggist upp af fimm efnisþáttum:
• fjármál
• lögfræði
• rekstrarhagfræði
• reikningshald
• þjóðhagfræði

Fyrirkomulag:
Námskeiðið Inngangur að rekstri er í boði tvisvar á ári og eiga nemendur að ljúka því á fyrsta ári náms síns. Annars vegar í ágúst og hins vegar í janúar. Nemendur sem hefja nám að hausti gera best í því að ljúka námskeiðinu í ágúst, en hafa þó möguleika á að ljúka því í janúar. Nemendur sem hefja nám í janúar skulu ljúka námskeiðinu í janúar en geta þó einnig tekið það í ágúst.
Námskeiðið opnar 1. hvors mánaðar og lokar þann 31. Allt námsefni verður aðgengilegt frá þeim 1. 

Námskeiðið nýtist ekki til eininga í meistaranáminu.

X

Nýsköpun og viðskiptaþróun í framkvæmd (I) (IÐN222F)

Þetta námskeið er fyrri hluti af tveimur námskeiðum á sama misseri og  gert er ráð fyrir að nemendur taki báða hlutana (IÐN222F og IÐN216F)  Þessi fyrri hluti námskeiðsins, IÐN222F Nýsköpun og viðskiptaþróun í framkvæmd (I),  er kenndur á vikum 1-7 á vormisseri. Í námskeiðinu er farið á praktískan hátt yfir ferli nýsköpunar í viðskiptum. Farið er yfir fæðingu viðskiptahugmyndar og fyrsta mat á viðskiptatækifærinu, þróun og prófun viðskiptalíkans. Þessi hluti námskeiðsins byggir á fyrirlestrum og dæmisögum sem taka á ýmsum þáttum nýsköpunar- og viðskiptaþróunar: Greining viðskiptatækifæra, mat á markaðsstærð og einingaframlegð, stjórnun nýsköpunareininga, fjármögnun og fleira. Einnig eru unnin verkefni þar sem þar sem nemendur beita aðferðum námskeiðsins á afmörkuð verkefni í afurða- og viðskiptaþróun bæði í nýjum og starfandi fyrirtækjum.

X

Nýsköpun og viðskiptaþróun í framkvæmd (II) (IÐN216F)

Námskeiðið er framhald af námskeiðinu  IÐN222F Nýsköpun og viðskiptaþróun í framkvæmd (I)“ og er kennt á vikum 8-14 á vormisseri. Þessi hluti námskeiðsins felst í ítarlegri þróun viðskiptalíkans fyrir tiltekið viðskiptatækifæri. Sú þróun fer fram í hópum þar sem áhersla er lögð á að leiða saman einstaklinga með bakgrunn í viðskiptum og stjórnun og einstaklinga með fagþekkingu á því sviði nýsköpunar sem viðskiptatækifærið byggir á. Uppruni verkefnanna getur verið í sjálfstæðu viðskiptatækifæri eða innan samstarfsfyrirtækja. Í báðum tilvikum er lögð áhersla á að verkefnin feli í sér afurðaþróun byggða á fagþekkingu þar sem viðskiptalegar forsendur tækifærisins og prófun þeirra eru í forgrunni.

X

Rannsóknir í markaðsfræði (VIÐ279F)

Markmið námskeiðsins er að kynna nemendum hvernig nýta megi aðferðafræði markaðsrannsókna til að auka árangur skipulagsheilda og fást við krefjandi rannsóknarspurningar. Námskeiðinu er ennfremur ætlað að búa nemendur undir að vinna sjálfstæð rannsóknarverkefni.
Námskeiðið byggir á verkefnavinnu þar sem markmiðið er að nemendur öðlist færni í framkvæmd rannsókna. Nemendur hanna rannsókn og skrifa rannsóknaráætlun, skipuleggja og framkvæma gagnaöflun, greina gögnin, setja niðurstöður fram í rannsóknargrein og kynna svo rannsóknina og niðurstöður hennar á málþingi. Auk þess fá nemendur markvissa þjálfun í ýmsum greiningaraðferðum sem algengt er að notaðar séu í rannsóknum á sviði markaðsfræða. Unnið verður með hugbúnaðinn SPSS (eða PSPP) við úrvinnslu gagna. Nemendur fá jafnframt þjálfun í að meta með gagnrýnum hætti gæði rannsókna og þá aðferðafræði sem notuð er við hinar ýmsu rannsóknir.

Námskeiðið er kennt allt misserið, alls 14 vikur.

X

Hagnýt tölfræði (VIÐ278F)

Markmið þessa námskeiðs er að styrkja tölfræði og aðferðafræði þekkingu nemenda og gera þeim betur kleift að tileinka sér rannsóknaraðferðir og rannsóknarniðurstöður. Farið verður yfir vandaðar rannsóknir og fjallað um þá tölfræði og aðferðafræði sem er nauðsynleg til að framkvæma þær. 

X

Stjórnarhættir (VIÐ198F)

Markmið námskeiðsins er að stuðla að sem mestri getu og færni nemenda í stjórnarháttum, ekki síst þegar kemur að hlutverki, verkefnum og ábyrgð stjórnar á stöðu og þróun fyrirtækja og stofnana gagnvart hluthöfum og öðrum hagsmunaaðilum í samfélaginu.

Markmiðið er einnig að opna augu nemenda fyrir þeirri fjölbreytni sem er að finna á fræðasviðinu og þeim mun sem kann að vera á skilgreiningu og framkvæmd stjórnarhátta í mismunandi löndum og heimshlutum.

Námskeiðið miðar að því gegnum fyrirlestra og kennsluefni að nemendur tileinki sér þekkingu af hinum fjölbreytta fræðilega grunni sem til er í faginu. Gegnum vinnu með dæmisögur og íslensk raundæmi, bæði í fyrirlestrum og í verkefnavinnu námskeiðsins, er markvisst ýtt undir leikni og hæfni nemenda

Námskeiðið er kennt á ensku.

X

Viðskiptasiðfræði (VIÐ197F)

Námskeiðið fjallar um þær siðferðilegu áskoranir sem fyrirtæki geta staðið frammi fyrir og hvernig taka má á þeim áskorunum hvort sem þær eru að finna innan fyrirtækjanna sjálfra eða í samskiptum þeirra við stjórnvöld og samfélagið í heild. Námskeiðið hefur að markmiði að bæta hæfni og getu nemenda með því að kynna fyrir þeim kenningar innan viðskiptasiðfræðinnar og vinna með þær í samvinnu við ýmsa þátttakendur námskeiðsins úr röðum atvinnulífs. Kennsluefni námskeiðsins, meðal annars bókin Business Ethics, veitir tækifæri til þess að kynnast og greina siðferðilegar áskoranir í formi dæmisagna í lok hvers kafla. Kennsluefnið í heild varpar ljósi á þróun viðskiptasiðfræðinnar sem viðfangsefni innan fyrirtækja og samfélaga, svo og þróun fyrirtækjamenningar í samhengi við viðskiptasiðfræði og leiðir til að takast á við siðferðileg álitamál í viðskiptum. Enn fremur hvaða áskoranir og tækifæri á sviði viðskiptasiðfræðinnar geta boðið fyrirtækjum og samfélagi. Háskóla Íslands er umhugað að mennta fólk þar sem lögð er áhersla á samfélagslega ábyrgð, jafnrétti, nýsköpun og þróun sem miðar að aukinni sjálfbærni með gott siðferði að leiðarljósi og verður það rauður þráður í gegnum námskeiðið.  

Í námskeiðinu verða helstu hugtök og heiti innan viðskiptasiðfræði kynnt í gegnum fyrirlestra, þátttöku nemenda við greiningu og kynningu á hugtökum innan viðskiptasiðfræðinnar. Enn fremur munu gestir úr atvinnulífi og stjórnsýslu vera gestir í námskeiðinu þar sem þeir miðla af reynslu sinni þegar kemur að ólíkum þáttum viðskiptasiðfræðinnar. Horft er til þess að þema hvers tíma verði rætt við viðkomandi gest. Tímunum er skipt þannig að fleiri en eitt þema getur verið tekið fyrir hverju sinni. Þema getur líka flotið yfir fleiri en einn tíma.

Allir nemendur velja sér þema til þess að skilgreina (líka þeir sem taka 1,5 og 3,0 einingar). Nemendur sem taka 6,0 (HSP710F) og 7,5 ECTS einingar fá tækifæri til þess að leggja mat á stöðu viðskiptasiðferðis í fyrirtæki í samvinnu við atvinnulífið.   

Athygli er vakin á því að námskeiðið er kennt í seinni lotu annarinnar, samkvæmt lotukerfi viðskiptafræðideildar. Hefst námskeiðið eftir miðjan október og lýkur í byrjun desember. Mikilvægt er að allir mæti í fyrsta tíma þegar farið er yfir skipulag námskeiðsins og þar á meðal hvað nemendur með ólíkar einingar þurfa að skila í námskeiðinu (en nemendur geta tekið 1,5 einingu, 3 einingar, 6 einingar (HSP710F) eða 7,5 ECTS einingar).

X

Rekstur í sjávarútvegi (VIÐ302M)

Sjávarútvegur hefur um aldir verið ein mikilvægasta atvinnugrein þjóðarinnar og er orðin hátækniatvinnugrein þar sem nýsköpun er allsráðandi. Í námskeiðinu fá nemendur yfirsýn yfir helstu þætti er varða rekstur sjávarútvegsfyrirtækja, starfsumhverfi þeirra, tækifæri og afkomu og hvernig sjávarútvegurinn tengist heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Farið verður yfir sögu og þróun á Íslandi undanfarna áratugi, þróun fiskveiðistjórnunar og kvótakerfið og verður það borið saman við það sem þekkist erlendis. Þá verður fjallað um mikilvægi fiskeldis, bæði sjókvíaeldi og landeldi, afurðir, vinnsluleiðir, sölu- og markaðssetningu og hvað þarf til þess að ná árangri. Þá verður einnig farið yfir hvaða tækifæri eru í atvinnugreininni. Tæknibreytingar, umhverfismál og nýsköpun verða í brennidepli.

Námskeiðið er í nánu samstarfi við fyrirtæki, ráðuneyti og stofnanir í sjávarútvegi og nemendur vinna raunhæf verkefni í námskeiðinu. 

Samstarfsaðilar Viðskiptafræðideildar eru: Brim, Fisk, Ísfélag Vestmannaeyja, Íslandsstofa, Matvælaráðuneytið, Marel, Marine Collagen, Samherji, Síldarvinnslan, Sjávarklasinn, Vinnslustöðin og Vísir.

Aðstaða fyrir nemendur til verkefnavinnu utan kennslustunda: Nemendur í námskeiðinu fá aðstöðu til verkefnavinnu hjá Sjávarklasanum.

X

Viðskiptasiðfræði (VIÐ196F)

Námskeiðið fjallar um þær siðferðilegu áskoranir sem fyrirtæki geta staðið frammi fyrir og hvernig taka má á þeim áskorunum hvort sem þær eru að finna innan fyrirtækjanna sjálfra eða í samskiptum þeirra við stjórnvöld og samfélagið í heild. Námskeiðið hefur að markmiði að bæta hæfni og getu nemenda með því að kynna fyrir þeim kenningar innan viðskiptasiðfræðinnar og vinna með þær í samvinnu við ýmsa þátttakendur námskeiðsins úr röðum atvinnulífs. Kennsluefni námskeiðsins, meðal annars bókin Business Ethics, veitir tækifæri til þess að kynnast og greina siðferðilegar áskoranir í formi dæmisagna í lok hvers kafla. Kennsluefnið í heild varpar ljósi á þróun viðskiptasiðfræðinnar sem viðfangsefni innan fyrirtækja og samfélaga, svo og þróun fyrirtækjamenningar í samhengi við viðskiptasiðfræði og leiðir til að takast á við siðferðileg álitamál í viðskiptum. Enn fremur hvaða áskoranir og tækifæri á sviði viðskiptasiðfræðinnar geta boðið fyrirtækjum og samfélagi. Háskóla Íslands er umhugað að mennta fólk þar sem lögð er áhersla á samfélagslega ábyrgð, jafnrétti, nýsköpun og þróun sem miðar að aukinni sjálfbærni með gott siðferði að leiðarljósi og verður það rauður þráður í gegnum námskeiðið.  

Í námskeiðinu verða helstu hugtök og heiti innan viðskiptasiðfræði kynnt í gegnum fyrirlestra, þátttöku nemenda við greiningu og kynningu á hugtökum innan viðskiptasiðfræðinnar. Enn fremur munu gestir úr atvinnulífi og stjórnsýslu vera gestir í námskeiðinu þar sem þeir miðla af reynslu sinni þegar kemur að ólíkum þáttum viðskiptasiðfræðinnar. Horft er til þess að þema hvers tíma verði rætt við viðkomandi gest. Tímunum er skipt þannig að fleiri en eitt þema getur verið tekið fyrir hverju sinni. Þema getur líka flotið yfir fleiri en einn tíma.

Allir nemendur velja sér þema til þess að skilgreina (líka þeir sem taka 1,5 og 3,0 einingar). Nemendur sem taka 6,0 (HSP710F) og 7,5 ECTS einingar fá tækifæri til þess að leggja mat á stöðu viðskiptasiðferðis í fyrirtæki í samvinnu við atvinnulífið.   

Athygli er vakin á því að námskeiðið er kennt í seinni lotu annarinnar, samkvæmt lotukerfi viðskiptafræðideildar. Hefst námskeiðið eftir miðjan október og lýkur í byrjun desember. Mikilvægt er að allir mæti í fyrsta tíma þegar farið er yfir skipulag námskeiðsins og þar á meðal hvað nemendur með ólíkar einingar þurfa að skila í námskeiðinu (en nemendur geta tekið 1,5 einingu, 3 einingar, 6 einingar (HSP710F) eða 7,5 ECTS einingar).

X

Alþjóðaviðskipti í Asíu (Japan og Kína) (VIÐ506M)

Námskeiðið er sérstaklega ætlað þeim sem hafa áhuga á viðskiptum í Asíu (Japan og Kína). Þjóðhagslegum grunn atriðum verður gert skil. Rekstrarumhverfi fyrirtækja sem eiga viðskipti í þessum löndum verður skoðað út frá rannsókn.

Námskeiðið fer fram á ensku og hentar vel bæði erlendum skiptinemum og öðrum nemendum.

Nemendur skoða alþjóðaviðskipti Vesturlanda og Asíu (Kína og Japan) út frá þjóðhagsfræðilegu sjónarmiði. Einnig nota örgreiningu (micro persective) á fyrirtæki sem stunda viðskipti í Asíu (Kína og Japan).

  • Nemendur skoða hvernig viðskipti og fjárfestingarmynstur á Asíusvæðinu mótast af alþjóðlegu stjórnmálahagkerfi.
  • Nemendur munu greina einstök fyrirtæki og viðskipti þeirra á Asíumarkaði, hvernig fjárfestingum (FDI) er háttað hjá þessum fyrirtækjum og greina virðiskeðju þeirra.
  • Nemendur gera rannsókn (einstaklingsverkefni) á fyrirtæki sem stundar viðskipti í Asíu (eigindlega eða megindlega).
X

Starfsþjálfun (VIÐ0AFF)

Markmiðið er að auka færni nemenda með starfsþjálfun og efla tengsl þeirra við atvinnulífið. Starfsþjálfun fyrir nemendur í framhaldsnámi er metin til 7,5 eininga. Nemendur sem fá stöðu ljúka 200 tímum í starfsþjálfun, auk þess að skila skýrslu og dagbók.  Nemendur vinna störf undir handleiðslu sérfræðinga hjá fyrirtæki eða stofnun og skulu verkefnin tengjast því fagsviði sem viðkomandi nemandi stundar nám á. Nánar er kveðið á um einstaka þætti starfsþjálfunarinnar í samningi við viðkomandi fyrirtæki eða stofnun sem og viðauka sem fylgir hverjum samningi.
Í upphafi hvers misseris eru þau störf sem í boði eru auglýst til umsóknar. Nemendur sækja um og uppfylli þeir skilyrði skv. reglum deildar fær það fyrirtæki eða stofnun sem að starfinu stendur umsóknir til skoðunar og velur umsækjanda sem hentar fyrir starfið en geta einnig hafnað öllum. Framkvæmd starfsþjálfunar fer svo eftir nánara samkomulagi aðila.
Viðskiptafræðideild getur ekki tryggt öllum þeim sem sækja um starfsþjálfun pláss hjá fyrirtækjum/stofnunum.
Ef fjöldi nemenda sem sækja um starfsþjálfun er meiri en þau pláss sem í boði eru þá er lokaákvörðun um val á nemanda hjá stjórnendum fyrirtækis/stofnunar og er þeim heimilt að hafna öllum umsóknum kjósi þeir svo. Hver nemandi getur eingöngu lokið einni starfsþjálfunarstöðu. 

Nánari upplýsingar má sjá í reglum deildar um starfsþjálfun sem og viðauka sem fylgir hverju starfi.
Starfsþjálfunarstöður eru auglýstar sérstaklega í upphafi hvers kennslumisseris. Allar frekari upplýsingar má finna hér.

Vinsamlega sendið fyrirspurnir á vidskipti@hi.is

X

Breytingastjórnun (VIÐ190F)

Í þessu námskeiði verður farið yfir helstu atriði breytingastjórnunar, s.s. innleiðingu breytinga, viðbrögð starfsmanna, helstu hindranir í vegi breytinga ásamt þeim hamlandi og hvetjandi kröftum sem eru að verki í breytingaferlinu.  Farið verður ítarlega í kenningar og aðferðir sem breytingastjórnun byggir á og ræddar verða algengustu lausnir og aðferðir í stjórnun breytinga.  Rætt verður um hlutverk leiðtoga, stjórnenda almennt og millistjórnenda í breytingum sem og krísustjórnun. Fjallað verður einnig um fyrirtækjamenningu og hvers vegna hún er mikilvægur þáttur í breytingaferlinu.

X

Leiðtoginn og þjónandi forysta (VIÐ178F)

Þróun þekkingar um árangursríka forystu hefur fleytt fram undanfarna áratugi, frá því að líta á leiðtoga sem einstök stórmenni með meðfædda hæfileika og til þess að líta á forystu sem ferli samskipta og samvinnu þar sem leiðtogar þróa aðferðir sínar og áherslur.

Farsæll leiðtogi eflir eigin hæfileika til að hvetja, virkja og styðja starfsfólk til góðra verka og samstarfs í átt að mikilvægum tilgangi. Aukin þekking um þætti sem skapa árangursríka forystu undirstrikar mikilvægi þess að leiðtogar hafi á takteinum nýjustu þekkingu um árangursríkar áherslur og nýti þær til að styðja við vellíðan og árangur starfsfólks og vinnustaða.

Í þessu námskeiði verður fjallað um forystukenningar og árangursríka forystu. Varpað verður ljósi á hvaða þættir forystunnar efla árangur skipulagsheilda og hvernig tengslin eru miðað við til dæmis vellíðan starfsfólks, hagkvæman rekstur, jöfn tækifæri, siðfræði sjálfbærni og þróun vaxtar. Sérstök áhersla verður á áherslur og aðferðir þjónandi forystu og tengslin hennar við árangur.

Markmið námskeiðsins er að nemendur kunni skil á helstu einkennum og hæfniþáttum leiðtoga, þekki helstu forystukenningar sem komið hafa fram undanfarna áratugi með áherslu á hugmyndafræði þjónandi forystu. Þá er markmiðið að nemendur hafi innsýn í niðurstöður rannsókna um tengslin á milli áhersluþátta leiðtoga og árangurs sem snýr að starfsfólki, vinnustaðamenningu, rekstri og ytra umhverfi skipulagsheilda.

Nemendur rýna í raunveruleg dæmi um forystu einstaklinga og forystu innan skipulagsheilda, rýna í eigin áherslur þegar kemur að forystu og rýni í helstu áskoranir leiðtoga í rekstri fyrirtækja og forystu opinberrar þjónustu.

Í námskeiðinu er miðlað stöðu þekkingar á sviðinu, þátttaka nemenda er virkjuð í samtali um efnið og um greiningar á tilvikum sem varpa ljósi á birtingarmynd og árangur forystu miðað við fjölbreyttar áherslur og leiðtogakenningar. Námsefni og verkefni snúa að fræðilegri og hagnýtri þekkingu um leiðtoga og forystu og nemendur rýna í nýjar rannsóknir á sviðinu.

X

Viðskiptasiðfræði (VIÐ191F)

Námskeiðið fjallar um þær siðferðilegu áskoranir sem fyrirtæki geta staðið frammi fyrir og hvernig taka má á þeim áskorunum hvort sem þær eru að finna innan fyrirtækjanna sjálfra eða í samskiptum þeirra við stjórnvöld og samfélagið í heild. Námskeiðið hefur að markmiði að bæta hæfni og getu nemenda með því að kynna fyrir þeim kenningar innan viðskiptasiðfræðinnar og vinna með þær í samvinnu við ýmsa þátttakendur námskeiðsins úr röðum atvinnulífs. Kennsluefni námskeiðsins, meðal annars bókin Business Ethics, veitir tækifæri til þess að kynnast og greina siðferðilegar áskoranir í formi dæmisagna í lok hvers kafla. Kennsluefnið í heild varpar ljósi á þróun viðskiptasiðfræðinnar sem viðfangsefni innan fyrirtækja og samfélaga, svo og þróun fyrirtækjamenningar í samhengi við viðskiptasiðfræði og leiðir til að takast á við siðferðileg álitamál í viðskiptum. Enn fremur hvaða áskoranir og tækifæri á sviði viðskiptasiðfræðinnar geta boðið fyrirtækjum og samfélagi. Háskóla Íslands er umhugað að mennta fólk þar sem lögð er áhersla á samfélagslega ábyrgð, jafnrétti, nýsköpun og þróun sem miðar að aukinni sjálfbærni með gott siðferði að leiðarljósi og verður það rauður þráður í gegnum námskeiðið.

Í námskeiðinu verða helstu hugtök og heiti innan viðskiptasiðfræði kynnt í gegnum fyrirlestra, þátttöku nemenda við greiningu og kynningu á hugtökum innan viðskiptasiðfræðinnar. Enn fremur munu gestir úr atvinnulífi og stjórnsýslu vera gestir í námskeiðinu þar sem þeir miðla af reynslu sinni þegar kemur að ólíkum þáttum viðskiptasiðfræðinnar. Horft er til þess að þema hvers tíma verði rætt við viðkomandi gest. Tímunum er skipt þannig að fleiri en eitt þema getur verið tekið fyrir hverju sinni. Þema getur líka flotið yfir fleiri en einn tíma.

Allir nemendur velja sér þema til þess að skilgreina (líka þeir sem taka 1,5 og 3,0 einingar). Nemendur sem taka 6,0 (HSP710F) og 7,5 ECTS einingar fá tækifæri til þess að leggja mat á stöðu viðskiptasiðferðis í fyrirtæki í samvinnu við atvinnulífið. 

Athygli er vakin á því að námskeiðið er kennt í seinni lotu annarinnar, samkvæmt lotukerfi viðskiptafræðideildar. Hefst námskeiðið eftir miðjan október og lýkur í byrjun desember. Mikilvægt er að allir mæti í fyrsta tíma þegar farið er yfir skipulag námskeiðsins og þar á meðal hvað nemendur með ólíkar einingar þurfa að skila í námskeiðinu (en nemendur geta tekið 1,5 einingu, 3 einingar, 6 einingar (HSP710F) eða 7,5 ECTS einingar).

X

Þekkingarstjórnun (VIÐ183F)

Námskeiðið miðar að því að auka þekkingu og skilning nemenda á mikilvægi þekkingarstjórnunar og þekkingarfyrirtækja. Áherslan í námskeiðinu er á þekkingarstjórnun og þróun hennar. 

Fjallað verður um kenningar og rannsóknir um þekkingarstjórnun, þekkingarfyrirtæki, þekkingarmenningu og þekkingarstarfsfólki og reynt að greina hvernig hægt er að beita markvissri þekkingarstjórnun í atvinnulífinu. Farið verður yfir mótun ferla og skipulags til að afla nýrrar þekkingar, skráningu hennar og miðlun innan skipulagsheilda og hvernig nýta má þekkingu til að auka árangur. Þá verður rætt um netöryggi í tengslum við þekkingarstjórnun og áhrif samfélagsmiðla á vinnustaðinn. Að lokum verður fjallað um áhrif gervigreindar á þekkingarstjórnun. Nemendur þurfa að vera vel undirbúnir þar sem gert er ráð fyrir miklum umræðum og nemendur vinna raunverkefni.

 

X

Stafræn viðskipti og markaðssetning (VIÐ195F)

Stafræna umhverfið er að gjörbreyta möguleikum í markaðssamskiptum og hvernig viðskipti eru stunduð. Stafræna tæknin hefur opnað óteljandi möguleika í markaðssetningu, framkvæmd viðskipta hefur tekið gríðarlegum breytingum og umtalsverð nýsköpun og þróun viðskiptalíkana hefur átt sér stað.

Í námskeiðinu verður farið yfir þróun og áhrif stafrænnar tækni á markaðsaðgerðir og viðskiptahætti, hvernig unnt er að nýta stafrænu tæknina til stuðnings við aðra leiðir í markaðssetningu og með hvaða hætti hún kemur til með að móta framtíðar markaðsstefnu í alþjóðlegu umhverfi. Sérstök áhersla er lögð á ný tækifæri í beinni markaðssetningu og til að auka tryggð viðskiptavina. Ennfremur verður rætt um tækifæri sem stafræna tæknin býður uppá til að bæta vinnuferla sem og að auka skilvirkni og hagkvæmni í rekstri.

Nemendur munu öðlast skilning á hlutverki og mikilvægi stafrænnar markaðssetningar í ólíkri starfsemi, svo sem einkareknum fyrirtækjum, opinberri starfsemi og sjálfboðaliðasamtökum. Í námskeiðinu verður jafnframt fjallað um samtímamálefni eins og öryggi, hönnun vefsíða, greiningu á árangri í netviðskiptum og breyttan lífsstíl neytenda.

Mikil áhersla er lögð á virka þátttöku nemenda í námskeiðinu. Hér er ekki um tæknilegt námskeið að ræða, heldur er áhersla lögð á að nemendur öðlist innsýn í að velja heppilegustu stafrænu tæknina og miðla til að auka samkeppnishæfni.

X

Markaðsáherslur og árangur (VIÐ185F)

Áhersla er á markaðsfræði sem vísindagrein og hvernig nýta má þekkingu við að ná árangri í markaðsfærslu á vöru og/eða þjónustu sem og í starfsemi skipulagsheilda sem ekki hafa hagnað að megin markmiðið. Verkefni námskeiðsins miða að því að efla hagnýta þekkingu nemenda þar sem leitast verður við að tengja kenningar við markaðssetningu og ákvörðunartöku á fyrirtækja- og neytendamarkaði.

X

Mannauðsstjórnun (VIÐ194F)

Námskeiðið miðar að því að gera nemendum kleift að tileinka sér nýjustu og helstu kenningar á sviði mannauðsstjórnunar og að nemendur öðlist skilning og þjálfun í notkun helstu kenninga í stjórnun mannauðs. Kenningum um mannauðsstjórnun er gerð ítarleg skil og er markmiðið að nemendur skilji mikilvægi mannauðsstjórnunar sem fræðigrein og sem mikilvægan þátt innan skipulagsheildarinnar. Kynntir verða helstu þættir mannauðsstjórnunar og er mikilvægt að nemendur geti tileinkað sér efni þeirra í kennslu- og dæmatímum þar sem fengist er við úrlausn raunhæfra dæma.

X

Starfsþjálfun (VIÐ0AFF)

Markmiðið er að auka færni nemenda með starfsþjálfun og efla tengsl þeirra við atvinnulífið. Starfsþjálfun fyrir nemendur í framhaldsnámi er metin til 7,5 eininga. Nemendur vinna störf undir handleiðslu sérfræðinga hjá fyrirtæki eða stofnun og skulu verkefnin tengjast því fagsviði sem viðkomandi nemandi stundar nám á. Nánar er kveðið á um einstaka þætti starfsþjálfunarinnar í samningi við viðkomandi fyrirtæki eða stofnun sem og viðauka sem fylgir hverjum samningi.
Í upphafi hvers misseris eru þau störf sem í boði eru auglýst til umsóknar. Nemendur sækja um og uppfylli þeir skilyrði skv. reglum deildar fær það fyrirtæki eða stofnun sem að starfinu stendur umsóknir til skoðunar og velur umsækjanda sem hentar fyrir starfið en geta einnig hafnað öllum. Framkvæmd starfsþjálfunar fer svo eftir nánara samkomulagi aðila.
Viðskiptafræðideild getur ekki tryggt öllum þeim sem sækja um starfsþjálfun pláss hjá fyrirtækjum/stofnunum.
Ef fjöldi nemenda sem sækja um starfsþjálfun er meiri en þau pláss sem í boði eru þá er lokaákvörðun um val á nemanda hjá stjórnendum fyrirtækis/stofnunar og er þeim heimilt að hafna öllum umsóknum kjósi þeir svo. Hver nemandi getur eingöngu lokið einni starfsþjálfunarstöðu. 

Nánari upplýsingar má sjá í reglum deildar um starfsþjálfun sem og viðauka sem fylgir hverju starfi.

Starfsþjálfunarstöður eru auglýstar sérstaklega í upphafi hvers kennslumisseris. Allar frekari upplýsingar má finna hér.

Vinsamlega sendið fyrirspurnir á vidskipti@hi.is

X

Samningafærni (VIÐ284F)

Námskeiðið fjallar um samningagerð og samningafærni. Markmið þess er að undirbúa nemendur og veita þeim þjálfun í að takast á við greiningu tækifæra til verðmætasköpunar, lausn ágreinings, samningaviðræður, setja upp samning og útfæra ákvæði hans. Námskeiðið skiptist í fyrirlestra og raunhæf verkefni og æfingar. Í fyrirlestrum eru kynntar fræðikenningar á þessu sviði, og uppbygging og algeng ákvæði samninga eru skoðuð. Verkefnin felast aðallega í samningaæfingum sem taka mið af algengum úrlausnarefnum sem á reynir við samningagerð í viðskiptalífinu.

X

Forysta og framtíð fyrirtækja (VIÐ289F)

Meginmarkmið námskeiðsins er að kynna fyrir nemendum þróunina sem mun hafa áhrif á fyrirtæki í framtíðinni og hlutverk sjálfbærni hvað varðar framtíð þeirra. Nemendur munu einnig fá gott yfirlit yfir það hvernig þessi nýja þróun samtvinnast skipulagsheildum og mörkuðum.
Hraðar breytingar í umhverfi skipulagsheilda krefjast þess að skoða verður núverandi stöðu sem og framtíð fyrirtækja. Í námskeiðinu verða því teknar fyrir nýjustu áherslur í stjórnun sem þegar eru nýttar í viðskiptalífinu. Námskeiðið er einstakt hvað varðar áherslur á framtíð fyrirtækja, innan samhengis sjálfbærni, þar sem rædd verður heildstæð sýn á skipulagsheildir og samhengi þeirra. Námskráin er byggð á nýjustu vísindaniðurstöðum, hagnýtum dæmum og verkefnum.
Markmiðið með námskeiðinu er:

  • Að kynna fyrir nemendum nýjustu þróun í viðskiptaumhverfi.
  • Að kanna áhrif núverandi þjóð- og rekstrarhagfræði á fyrirtæki og áhrif þessara þátta á framtíð skipulagsheilda.
  • Að beita fræðilegri þekkingu til að skilja raunveruleg feril, en slíkt er gert með umræðum, rannsóknum og ritgerðum.
  • Að stuðla að gagnrýninni hugsun um samtengingu þátta innan skipulagsheilda og samhengi þeirra í mesó- og þjóðhagfræðilegu samhengi.
  • Að veita innsýn í hvernig fræðilegt sjónarhorn getur hjálpað til við að búa okkur betur undir framtíðina.
X

Stefnumiðuð samfélagsábyrgð fyrirtækja (UAU247F)

Í þessu 13 vikna námskeiði er gert ráð fyrir virkri þátttöku nemenda. Námskeiðið tekur mið af þeirri hugmynd að þótt stjórnvöld og óhagnaðardrifin félög skipti sköpum fyrir nútímasamfélag eru það fyrirtæki sem leggja grunn að þeirri verðmætasköpun sem velferð samfélagsins byggist á, auk þess sem þau eiga sinn hlut í þeim vandamálum sem við er glímt. Samhliða verðmætasköpuninni hafa fyrirtækin áhrif á samfélagið sem samanstendur af fjölmörgum hagaðilum sem og náttúrulegu umhverfi. Á móti kemur að það er samfélagið sem mótar leikreglur sem fyrirtæki starfa eftir sem og þær væntingar sem fyrirtæki taka mið af í þeirra ytra og innra umhverfi. Þar á meðal má nefna Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, t.d. markmið 1-5, 8, 9, 10, 11, 12, 13 og 16, Parísarsamkomulagið, grundvallarviðmið Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð, Evrópsku ESRS sjálfbærnistaðlana, GRI skýrslugerðarstaðlana o.fl. Þessi samverkun fyrirtækja, samfélags (í víðasta skilningi þess orðs) og náttúrulegs umhverfis er viðfangsefni samfélagsábyrgðar fyrirtækja en nálgast þarf viðfangsefnið á stefnumiðaðan hátt.

Burtséð frá persónulegum skoðunum fólks á samspili viðskipta og samfélags þá eru hagnaðardrifin fyrirtæki mikilvæg. Í þessu námskeiði er leitast við að kanna víddir slíks samspils frá sjónarhóli ólíkra hagaðila. Það er gert á gagnvirkan hátt, með því að skoða og greina málefni sem tengjast samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja, með hermileikjum (simulation) og með tilviksrannsókn (hópverkefni).

Námskeiðinu er skipt upp í sex megin hluta. Í fyrsta hluta er skoðað hvað samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja merkir, hverjir eru drifkraftar samfélagsábyrgðar. Í öðrum hluta er sjónum beint að sjónarhorni hagaðila og í þriðja hluta er fjallað um lagalega þætti. Í fjórða hlutanum er fjallað um hegðunarsjónarmið, í fimmta hlutanum um stefnumarkandi þætti samfélagsábyrgðar og í sjötta hlutanum um er áhersla lögð á sjálfbæra sýn og sjálfbæra verðmætasköpun.

X

Fjölbreytileiki og inngilding (inclusion) í skipulagsheildum (VIÐ288F)

Námskeiðið veitir nemendum tækifæri til að bera kennsl á þörfina á að þróa vinnuumhverfi sem byggir á jafnréttishugsun og inngildingu ólíkra hópa þar sem fjölbreytt framlag er velkomið. Nemendur læra að bera kennsl á félagslegt réttlæti/útilokun minnihlutahópa t.d. vegna kynþáttar, uppruna, aldurs, kyns, trúarbragða, kynhneigðar, fötlunar/færni, stéttar og annara fjölbreytileikaþátta í skipulagsheildum og nýta þekkinguna til að greina og beita aðferðum stjórnunar fjölbreytileika og  inngildingar í skipulagsheildum. Nemendur kynnast nýjum rannsóknum á sviðinu til að efla gagnrýna hugsun um viðfangsefni eins og sjálfsmynd (identity), (ó)meðvitaða hlutdrægni, samvinnu í fjölbreyttum teymum, (ó)jöfn tækifæri í skipulagsheildum og tækifærum sem felast í fjölbreytileikanum. 

Námskeiðið er kennt á ensku

X

Árangur verkefna og eftirlit (VIÐ290F)

Árangursstjórnun er  mikilvægur hluti stofnanna og verkefna. Hún tryggir að aðgerðir séu í takt við stefnumótandi áherslur. Í þessu námskeiði læra nemendur að beita margskonar aðferðum í árangursstjórnun, öðlast hæfni í eftirliti verkefna og skilja mikilvægi árangursstjórnunar þannig að stefnumótandi markmið stofnanna náist.

Námskeiðið byggir á raundæmum (e. Case studies) og verkefnum sem fara fram í kennslustund. Þannig kynnast nemendur, eins og mögulegt er í kennslustofu, raunverulegum aðstæðum þar sem árangursstjórnun nýtist til að styðja ákvarðanatöku innan stofnanna.

Námskeiðið fylgir blönduðu námsformi. Hluti námskeiðsins er kenndur í netnámi, nemendur geta horft á fyrirlestra þegar þeim hentar, þó eigi síðar en fram kemur í kennsluáætlun.
Hluti námskeiðsins fer fram í  vinnustofum sem verða haldnar  á staðnum og verður mætingarskylda á vinnustofurnar. Athugið að vinnustofur þessar nema allt að 70% af lokaeinkunn.

X

Alþjóðamarkaðssetning (VIÐ271F)

Námskeiðinu er ætlað að veita nemendum þekkingu og færni til að undirbúa og innleiða markaðssókn erlendis og gera þeim kleift að stunda faglegt markaðsstarf á erlendum mörkuðum.

Í gegnum námskeiðið fá nemendur góða innsýn inn í  þau tækifæri og þær áskoranir sem felast í markaðsstarfi fyrirtækja á alþjóðamörkuðum. Meðal annars verður fjallað um áhrif menningar og ýmissa þátta í ytra umhverfi. Farið verður yfir leiðir til að afla upplýsinga um neytendur og samkeppnisaðila á ólíkum mörkuðum. Nemendur fá góða þjálfun í að greina ólíka markaði, ákvarða markaðsstrategíu byggða á greininum og hanna taktík til að koma strategíu í framkvæmd.

 

X

Vörumerkjastjórnun (VIÐ269F)

Vörumerkjastjórnun (e. branding) er einn af þeim þáttum markaðsfræða sem vex hvað hraðast. Fræðasviðið er ungt og lifandi og ekki eru allir endilega á eitt sáttir um  vænlegustu aðferðir til að byggja upp gott vörumerki. Í námskeiðinu verða kennd grundvallaratriði vörumerkjastjórnunar; einnig verða kynntar nýjustu áherslur á fræðasviðinu. Veitt verður innsýn í áhrif vörumerkja á daglegt líf neytenda sem og á rekstur fyrirtækja. Þá mun námskeiðið hvetja nemendur til að beita gagnrýninni hugsun um stefnur, tæki, og tól sem gagnast geta við að byggja upp vörumerki, viðhalda þeim og verja þau

X

Samhæfð markaðssamskipti (VIÐ270F)

Námskeiðið er byggt upp í kringum ferli samhæfðra markaðssamskipta með áherslu á greiningu, markmiðasetningu, áætlanagerð og mat á árangri. Byggt verður á kennsluformi sem ýtir undir virka þátttöku nemenda. Fyrirlestrar, umræður, og verkefnavinna. Jafnframt er gert ráð fyrir gestafyrirlesurum.

X

Stefnumiðuð stjórnun (VIÐ265F)

Námskeiðið miðar að því gegnum fyrirlestra og kennsluefni að nemendur tileinki sér þekkingu af hinum fjölbreytta fræðilega grunni sem til er í faginu. Gegnum vinnu með dæmisögur og íslensk raundæmi, bæði í fyrirlestrum og í verkefnavinnu námskeiðsins, er markvisst ýtt undir leikni og hæfni nemenda. Í námskeiðinu er horft á stefnumiðaða stjórnun út frá nokkrum sjónarhólum og út frá mismunandi gerðum fyrirtækja. Kennslan tekur mið af því að nám er ferli til að bæta kunnáttu þar sem saman fer inntak námskeiðsins, samhengi þess og framvinda lærdóms með hliðsjón af tilgangi og markmiðum þeirra aðila sem að ferlinu koma. Allt starf í námskeiðinu miðast að því að nemendur nái sem bestum árangri – en námsárangurinn veltur að sjálfsögðu á virkni og ástundun nemandans.

X

MS ritgerð (NSV101L, NSV101L, NSV101L)

Meistaraprófsritgerð skal valin í samráði við leiðbeinanda (leiðbeinendur) úr hópi fastra kennara Viðskiptafræðideildar.

Ritgerðin skal vera 30 einingar og kynna nemendur niðurstöður rannsókna sinna.

Ritgerð skal skilað rafrænt í samræmi við auglýsingu þar að lútandi hverju sinni. Kennari og prófdómari skulu meta meistaraprófsritgerð til einkunnar samkvæmt almennum prófreglum Háskóla Íslands.

Ath.! Skv. reglum Háskóla Íslands eiga allar MS ritgerðir eiga að vera opnar eftir að þeim hefur verið skilað til Háskólabókasafns.
Æski stúdent þess að MS ritgerð hans verði lokuð í tiltekinn tíma, að lokinni brautskráningu, ber honum að senda rökstudda beiðni til sviðsstjóra Kennslusviðs HÍ og fá skriflegt samþykki hans. Æskilegt er að sótt sé um heimildina áður en ritgerðaskrif hefjast.

Umsókn um lokun meistararitgerða.

X

MS ritgerð (NSV101L, NSV101L, NSV101L)

Meistaraprófsritgerð skal valin í samráði við leiðbeinanda (leiðbeinendur) úr hópi fastra kennara Viðskiptafræðideildar.

Ritgerðin skal vera 30 einingar og kynna nemendur niðurstöður rannsókna sinna.

Ritgerð skal skilað rafrænt í samræmi við auglýsingu þar að lútandi hverju sinni. Kennari og prófdómari skulu meta meistaraprófsritgerð til einkunnar samkvæmt almennum prófreglum Háskóla Íslands.

Ath.! Skv. reglum Háskóla Íslands eiga allar MS ritgerðir eiga að vera opnar eftir að þeim hefur verið skilað til Háskólabókasafns.
Æski stúdent þess að MS ritgerð hans verði lokuð í tiltekinn tíma, að lokinni brautskráningu, ber honum að senda rökstudda beiðni til sviðsstjóra Kennslusviðs HÍ og fá skriflegt samþykki hans. Æskilegt er að sótt sé um heimildina áður en ritgerðaskrif hefjast.

Umsókn um lokun meistararitgerða.

X

MS ritgerð (NSV101L, NSV101L, NSV101L)

Meistaraprófsritgerð skal valin í samráði við leiðbeinanda (leiðbeinendur) úr hópi fastra kennara Viðskiptafræðideildar.

Ritgerðin skal vera 30 einingar og kynna nemendur niðurstöður rannsókna sinna.

Ritgerð skal skilað rafrænt í samræmi við auglýsingu þar að lútandi hverju sinni. Kennari og prófdómari skulu meta meistaraprófsritgerð til einkunnar samkvæmt almennum prófreglum Háskóla Íslands.

Ath.! Skv. reglum Háskóla Íslands eiga allar MS ritgerðir eiga að vera opnar eftir að þeim hefur verið skilað til Háskólabókasafns.
Æski stúdent þess að MAS ritgerð hans verði lokuð í tiltekinn tíma, að lokinni brautskráningu, ber honum að senda rökstudda beiðni til sviðsstjóra Kennslusviðs HÍ og fá skriflegt samþykki hans. Æskilegt er að sótt sé um heimildina áður en ritgerðaskrif hefjast.

Umsókn um lokun meistararitgerða.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Berglind Blomsterberg
Sveinn Óskar Hafliðason
Daði Már Steinsson
Arnar Jónsson
Berglind Blomsterberg
MS í Iðnaðarverkfræði

Ég er í iðnaðarverkfræði og ákvað að taka nýsköpunaráfanga sem val og sé alls ekki eftir því. Áfangarnir passa vel með verkfræðináminu og henta öllum sem hafa áhuga á að skapa eitthvað nýtt. Tímarnir voru virkilega líflegir og skemmtilegir og tóku á raunverulegum vandamálum sem nemendur völdu. Rúsínan í pylsuendanum var svo að þarna kynntist ég nemendum frá öðrum námsleiðum og fékk tækifæri til að vinna með þeim.

Sveinn Óskar Hafliðason
Nýsköpun og viðskiptaþróun

Þegar ég sá að ég hafði val um að taka áfanga í nýsköpun í meistaranáminu mínu í fjármálum stóðst ég ekki freistinguna. Ég hafði komið talsvert að nýsköpun síðastliðin ár en hafði aldrei kynnt mér akademísku hliðina. Þeir áfangar sem ég tók í nýsköpun breyttu ekki bara sýn minni á mín fyrri störf heldur lituðu þau störf sem ég tók að mér þar eftir. Ég mæli hiklaust með nýsköpunarnáminu í Háskóla Íslands! 

Daði Már Steinsson, eigandi Nordic Green Travel
MS í Nýsköpun og viðskiptaþróun

Í BS námi mínu fór ég með viðskiptahugmynd í Gulleggið þar sem ég kynntist fyrir alvöru nýsköpunarumhverfinu á Íslandi. Í framhaldi þess stofnaði ég fyrirtæki, ferðaskrifstofuna Nordic Green Travel. Þegar kom að því að velja mér MS nám kom ekkert annað til greina en Nýsköpun og viðskiptaþróun þar sem það passaði fullkomlega við mitt áhugasvið. Helsti kostur námsins fyrir mig var að námið kenndi mér að nýta hin ýmsu tól til þess að taka nýjar viðskiptahugmyndir, litlar sem stórar, og þróa þær áfram með sem bestum árangri. Á meðan á náminu stóð gat ég svo nýtt þá þekkingu sem þar varð til og þróað fyrirtækið mitt áfram samhliða. Mér fannst frábært hvað nemendurnir komu úr mörgum mismunandi áttum. Þetta skapaði ákveðna stemmningu í hópnum þar sem við fengum ótal sjónarhorn á verkefnin. Kennararnir eru svo frábærir í sínu fagi sem gerir námið enn skemmtilegra.

Arnar Jónsson
MS í Nýsköpun og viðskiptaþróun

Ég hafði skoðað marga möguleika á meistaranámi en þegar ég sá Nýsköpun og viðskiptaþróun ákvað ég að sækja um. Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á að skapa, fara nýjar leiðir og prófa eitthvað nýtt og námið smellpassaði við það. Kostir námsins fyrir mitt leyti voru haldgóðar aðferðir við að nálgast nýjar hugmyndir og verkefni, að læra hvaða þættir skipta máli í þeirri vegferð að ná árangri með þær og ná tengingu við nýsköpunarumhverfið á Íslandi. Toppurinn var svo allir frábæru kennararnir og samnemendurnir sem ég kynntist og lærði mikið af.

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Viðskiptafræðideild á samfélagsmiðlum

 Instagram    Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.