Skip to main content

Fjármál fyrirtækja, MS

Fjármál fyrirtækja, MS

Félagsvísindasvið

Fjármál fyrirtækja

MS gráða – 90 einingar

Í meistaranámi í fjármálum fyrirtækja er lögð áhersla á að nemendur tileinki sér þekkingu á því sem máli skiptir við fjármál fyrirtækja og stofnana.
Athugið að námið breytist í 90 eininganám haust 2024. Nám til MS-prófs verður 90 einingar, þar af 60 einingar í námskeiðum og ritgerð sem er að lágmarki 30 einingar.

Skipulag náms

X

Fjármögnun fyrirtækja (VIÐ181F)

Valdir þættir úr Fjármálum II BS náms en dýpri. Meðal efnisþátta eru fjármagnskostnaður fyrirtækja, mat og val fjármögnunarkosta til langs tíma og fjármögnunarkosta til skamms tíma, valkostir er varða arðgreiðslustefnu fyrirtækja og fjármagnsskipan, útgáfa hlutafjár, útgáfa skuldabréfa, lánshæfismat, samrunar og yfirtökur og fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja. Fjallað er um fjármögnun fyrirtækja frá sjónarhóli bæði fjármálastjórans, sem þarf í senn að kunna skil á hagnýtum og fræðilegum hliðum starfsins, sem og fjárfesta og lánveitenda, sem þurfa að leggja mat á lánshæfi og rekstrarhæfni fyrirtækisins.

X

Virðismat fyrirtækja (VIÐ187F)

Efnisþættir: Verðmat á fyrirtækjum og mat á fjárfestingum. Fjallað er um innihald ársreikninga og greiningu þeirra í tengslum við verðmat og mat á fjárfestingum. Farið er yfir aðferðir sem henta við verðmat á mismunandi fyrirtækjum s.s. rekstrarfélögum, fasteignafélögum, bönkum, tryggingafélögum o.s.frv.

X

Fjármálastærðfræði I (Fjármálatölfræði) (HAG122F)

Í námskeiðinu verður farið yfir helstu atriði tölfræði og verðlagningar í fjármálum. Lögð er áhersla á kynna fyrir nemendum notkun tölfræði- og stærðfræðilegra aðferða til að greina, verðleggja og afla upplýsinga um fjármálagerninga. Lögð er áhersla á raunveruleg dæmi þar sem nemendur fá þjálfun í að leysa verkefni lík þeim sem þau gætu þurft að leysa í störfum sínum á fjármálamarkaði.

Í tölfræðihluta námskeiðsins verður meðal annars farið yfir hugmyndir um samfelldar og strjálar líkindadreifingar, væntigildi, dreifni og staðalfrávik, öryggisbil, núlltilgátur og línulegar aðhvarfsgreiningar, bæði einfaldar og margvíðar. Einnig verður farið yfir grunnhugmyndir líkansins um verðlagningu eigna (e. Capital Asset Pricing Model, CAPM).

Í verðlagningarhluta námskeiðsins verður farið í verðlagningu á framvirkum samningum á hlutabréf, skuldabréf og gjaldeyri og vaxtaskiptasamningum, byggingu vaxtaferla, auk tegunda og eiginleika valrétta.

X

Eignir, atferli og áhætta (VIÐ179F)

Námskeiðið snýst um eðli og virkni alþjóðlegra fjármálamarkaða, einkum frá sjónarhóli eignastýringar. M.a. er fjallað um Helstu kenningar um verðmyndun verðbréfa og skilvirkni markaða, kvika bestun eignasafna, árangurs- og áhættumælingar, fjármálakrísur, atferlisfjármál og siðferðileg álitamál. Áhersla er bæði lögð á að nemendur tileinki sér hina tæknilegu hlið námsefnisins, þ.e. séu færir  um að setja fram þau vandamál sem glímt er við með skipulegum hætti og geti notað þær reiknireglur sem til þarf við lausn þeirra og að þeir öðlist góðan skilning á eðli og virkni fjármálamarkaða. Námskeiðið byggir að nokkru á BS námskeiðinu Stýring fjármálasafna og ætlast er til að nemendur hafi annað hvort tekið það eða sambærilegt námskeið áður eða tileinki sér námsefni þess samhliða námsefni þessa námskeiðs.

Námskeiðið er kennt annað hvert ár. Verður næst kennt haust 2024.

X

Fjármálastærðfræði II (Hagfræði og stærðfræði fjármálamarkaða) (HAG122M)

Í námskeiðinu verður farið yfir helstu atriði tölfræði og verðlagningar í fjármálum. Lögð er áhersla á kynna nemendum fyrir notkun töl- og stærðfræðilegra aðferða til að greina, verðleggja og afla upplýsinga um fjármálagerninga. Lögð er áhersla á raunveruleg dæmi þar sem nemendur fá þjálfun í að leysa verkefni lík þeim sem þau gætu þurft að leysa á vinnustað.

Í tölfræðihluta námskeiðsins verður farið yfir tímaraðagreiningu. Þar verða líkön á borð við sjálfsaðhverf líkön (e. Auto regressive model, AR model) og líkön með hlaupandi meðaltöl (e. Moving-average model, MA model) kynnt til leiks. Einnig samsetning þeirra ARMA, ARIMA og SARIMA líkön. Að lokum verður farið yfir líkön með skilyrða misdreifni eða ARCH og GARCH líkön.

Í verðlagningahluta verður farið í tvíliðutré, Wiener-ferli, hjálparsetningu Ito, líkan Black-Scoles-Merton og verðlagningu á valréttum á hlutabréf og gjaldeyri.

X

Tölvutækni í fjármálum (VIÐ267F)

Markmið námskeiðsins er að kenna nemendum að beita kenningum fjármálafræðinnar á raunhæf verkefni með aðstoð Excel og Visual Basic. Þannig verða helstu líkön fjármálafræðinnar greind með raungögnum. Í lok námskeiðs eiga nemendur að geta unnið með verðlagningu skuldabréfa, hlutabréfa og afleiða og einnig að geta metið ýmis konar áhættu. Farið verður yfir aðferðir við stjórnun og mat verðbréfasafna, notkun Monte Carlo aðferða við verðlagningu valréttarsamninga, mat á flökti (GARCH), vaxtarófi o.s.frv. Þannig mun námskeiðið kenna nemendum að nota ýmsar aðferðir við beitingu fjármálafræða við úrlausn hagnýtra verkefna.

X

Hagnýt verkefni í fjármálum (VIÐ272F)

Markmið þessa námskeiðs er að veita nemendum tækifæri til að beita þeim verkfærum og fjármálakenningum, sem þeir hafa lært í öðrum námskeiðum (sjá forkröfur), til að leysa verkefni og greina frá forsendum bakvið ákveðin fræði/líkön/aðferðir, sem verið er að nota.
Raunveruleg verkefni bæta ákvörðunartökuhæfni, með því að takast á við margbreytileg og raunveruleg verkefni. Markmið með verkefnunum er ekki endilega að reikna eitt rétt svar, eins og er almennt í skilaverkefnum í grunnnámi og meistaranámi, heldur að bera kennsl á viðkomandi vandamál og nota viðeigandi fjármálaverkfæri og kenningar, til að takast á við vandamálin. Í verkefnunum er í raun ekki endilega eitt svar, vegna þess að verkefnin eru vísvitandi skrifuð þannig. Það eru hinsvegar hægt að vera með góð rök og slæm rök fyrir lausn á vandamáli. Því er mikilvægt að geta rökstutt, af hverju ákveðið fjármálaverkfæri varð fyrir valinu við lausn á vandamálinu.
Áhersla verður lögð á, að nemendur tileinki sér hina tæknilegu hlið námsefnisins, þ.e. séu færir um að setja fram þau vandamál, sem glímt er við, með skipulegum hætti og geti notað þær reiknireglur, sem til þarf við lausn þeirra.

X

Skuldabréf (HAG230F)

Í þessu námskeiði verður fjallað um allar helstu tegundir skuldabréfa og skuldabréfaafleiða. Áhersla verður lögð á að fjalla um skuldabréf bæði í alþjóðlegu samhengi og þau atriði sem sérstök eru á innlendum markaði. Meðal efnisatriða eru: hefðbundin, vísitölutengd, innkallanleg, og breytanleg skuldabréf, skulda- og skuldabréfavafningar, skuldaraafleiður og gjaldþrotatryggingar, og skuldabréfa- og vaxtaafleiður. Mismunandi gerðir skuldabréfa og afleiða verða skoðaðar með tilliti til verðlagningar, eignastýringar og áhættustýringar. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi góða undirstöðu í grunnatriðum fjármála, sér í lagi skuldabréfa og afleiða.

X

Bankar og fjármálamarkaðir (HAG231F)

Námskeiðið fjallar um hlutverk fjármálastofnana og virkni fjármálamarkaða hérlendis. Farið verður yfir helstu einkenni íslenskra fjármálamarkaða með hlutabréf, skuldabréf, fasteignir og peninga, auk þess að stikla á stóru í sögu fjármagnsviðskipta og gera grein fyrir leiðni hagstjórnar í gegnum gengi og vexti. Þá er fjallað um helstu fjárfesta á markaði, s.s. lífeyrissjóði, stefnu þeirra og ákvarðanatöku. Ennfremur er farið yfir starfsemi banka, vöxt þeirra og viðgang, og áhrif þeirra á markaði og efnahagslíf. Einnig verður fjallað um hlutverk seðlabanka í hagstjórn, stjórntæki peningamála, miðlun aðgerða hans um fjármálamarkaðina og áhrif á hagkerfið. Loks er fjallað um hlutverk fjármálaeftirlitsins, nýjar reglur um eiginfjárbindingu kenndar við Basel II.

X

Rannsóknaraðferðir (VIÐ1A6F)

Markmið námskeiðsins er að gefa nemendum yfirlit um megindlegar og eigindlegar rannsóknaaðferðir og nýtingu þeirra. Nemendur læra um gagnaöflun, greiningu og framsetningu niðurstaðna, byggt á vel skilgreindu rannsóknarefni og rannsóknarspurningu. Verkefni munu kalla á gagnrýna hugsun og undirbúa nemendur undir greiningarvinnu bæði í starfi að námi loknu og við ritun meistararitgerðar.

X

Alþjóðafjármál og seðlabankar (VIÐ1A7F)

Námskeiðið kynnir fyrir nemendum helstu kenningar alþjóðafjármála og beitir þeim til að skýra breytingar á gengi gjaldmiðla, aðgerðir Seðlabanka, gjaldfærnir þjóða og hvernig frjálst flæði fjármagns getur stutt við sjálfbæran hagvöxt. Áhætta sem stafað getur af breyttu fjármagnsflæði verður greint, auk þeirra þátta sem dregið geta úr líkum á að ríki lendi í greiðslujafnaðaráfalli. Áhrif Seðlabanka og annarra aðila á fjármálamarkaði á fjármagnsflæði, þ.m.t. erlendar fjárfestingar verður rýnt. Sérstök áhersla verður lögð á áhrif peningastefnu í stærri ríkjum á fjármagnsflæði og mögulegt val á peningastefnu í minni ríkjum. Sérstaklega verður farið yfir hagstjórnaraðgerðir sem beinast að því að styðja við stöðugan gjaldmiðil og koma í veg fyrir greiðslujafnaðaráfall með tilheyrandi gengishruni og efnahagssamdrætti.

X

MS ritgerð (FMF431L, FMF431L, FMF431L)

Meistaraprófsritgerð skal valin í samráði við leiðbeinanda (leiðbeinendur) úr hópi fastra kennara Viðskiptafræðideildar.

Ritgerðin skal vera 30 einingar og kynna nemendur niðurstöður rannsókna sinna.

Ritgerð skal skilað rafrænt í samræmi við auglýsingu þar að lútandi hverju sinni. Kennari og prófdómari skulu meta meistaraprófsritgerð til einkunnar samkvæmt almennum prófreglum Háskóla Íslands.

Ath.! Skv. reglum Háskóla Íslands eiga allar MS ritgerðir eiga að vera opnar eftir að þeim hefur verið skilað til Háskólabókasafns.
Æski stúdent þess að MS ritgerð hans verði lokuð í tiltekinn tíma, að lokinni brautskráningu, ber honum að senda rökstudda beiðni til sviðsstjóra Kennslusviðs HÍ og fá skriflegt samþykki hans. Æskilegt er að sótt sé um heimildina áður en ritgerðaskrif hefjast.

Umsókn um lokun meistararitgerða.

X

MS ritgerð (FMF431L, FMF431L, FMF431L)

Meistaraprófsritgerð skal valin í samráði við leiðbeinanda (leiðbeinendur) úr hópi fastra kennara Viðskiptafræðideildar.

Ritgerðin skal vera 30 einingar og kynna nemendur niðurstöður rannsókna sinna.

Ritgerð skal skilað rafrænt í samræmi við auglýsingu þar að lútandi hverju sinni. Kennari og prófdómari skulu meta meistaraprófsritgerð til einkunnar samkvæmt almennum prófreglum Háskóla Íslands.

Ath.! Skv. reglum Háskóla Íslands eiga allar MS ritgerðir eiga að vera opnar eftir að þeim hefur verið skilað til Háskólabókasafns.
Æski stúdent þess að MS ritgerð hans verði lokuð í tiltekinn tíma, að lokinni brautskráningu, ber honum að senda rökstudda beiðni til sviðsstjóra Kennslusviðs HÍ og fá skriflegt samþykki hans. Æskilegt er að sótt sé um heimildina áður en ritgerðaskrif hefjast.

Umsókn um lokun meistararitgerða.

X

MS ritgerð (FMF431L, FMF431L, FMF431L)

Meistaraprófsritgerð skal valin í samráði við leiðbeinanda (leiðbeinendur) úr hópi fastra kennara Viðskiptafræðideildar.

Ritgerðin skal vera 30 einingar og kynna nemendur niðurstöður rannsókna sinna.

Ritgerð skal skilað rafrænt í samræmi við auglýsingu þar að lútandi hverju sinni. Kennari og prófdómari skulu meta meistaraprófsritgerð til einkunnar samkvæmt almennum prófreglum Háskóla Íslands.

Ath.! Skv. reglum Háskóla Íslands eiga allar MS ritgerðir eiga að vera opnar eftir að þeim hefur verið skilað til Háskólabókasafns.
Æski stúdent þess að MS ritgerð hans verði lokuð í tiltekinn tíma, að lokinni brautskráningu, ber honum að senda rökstudda beiðni til sviðsstjóra Kennslusviðs HÍ og fá skriflegt samþykki hans. Æskilegt er að sótt sé um heimildina áður en ritgerðaskrif hefjast.

Umsókn um lokun meistararitgerða.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Viðskiptafræðideild á samfélagsmiðlum

 Instagram    Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.