Skip to main content

Laus störf

Doktorsnemi í lífefnafræði/sameindalíffræði við Lífvísindasetur Háskóla Íslands

Við leitum að doktorsnema til að vinna að rannsóknaverkefni við Lífvísindasetur Háskóla Íslands. Verkefnið er fjármagnað til þriggja ára og snýr að auðkenningu á starfsemi æðaþels samfara hormónabreytingum. Æðaþelið er örþunnt lag af frumum á innanverðum æðum sem tekur þátt í að miðla bólgusvari líkamans. Skert starfsemi æðaþels er einkenni fjölda sjúkdóma til að mynda COVID-19 en einnig hjarta- og æðasjúkdóma sem eru leiðandi dánarorsök í heiminum. 

Nýdoktor við rannsóknir á hormónasvari æðaþels

Við leitum að nýdoktor til að vinna að rannsóknaverkefni við Lífvísindasetur Háskóla Íslands sem snýr að auðkenningu á starfsemi æðaþels samfara hormónabreytingum í losti. Æðaþelið er örþunnt lag af frumum á innanverðum æðum sem tekur þátt í að miðla blóðstorku og bólgusvari líkamans. Breytt starfsemi æðaþels er fylgifiskur bráðasjúkdóma en einnig hjarta- og æðasjúkdóma sem eru leiðandi dánarorsök í heiminum. Umsækjandi þarf að hafa sterkan grunn í sameindalíffræði og áhuga á fjölþátta gagnaúrvinnslu.

Dósent í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum - Háskóli Íslands - og yfirlæknir á kvenna- og barnaþjónustu Landspítala - Reykjavík

Laust er til umsóknar fullt starf dósents á fræðasviði fæðinga- og kvensjúkdómafræði við Læknadeild Háskóla Íslands og starf yfirlæknis á kvenna- og barnaþjónustu Landspítala. Um er að ræða samhliða störf samkvæmt samstarfssamningi stofnanna og verður einn og sami umsækjandinn ráðinn í bæði störfin.Dómnefnd sem skipuð er á grundvelli reglna nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands og stöðunefnd sem skipuð er á grundvelli laga nr. 40/2007 um heilbrigðisþjónustu metur hvort umsækjendur uppfylli lágmarksskilyrði til þess gegna hvoru starfi fyrir sig.Sameiginleg valnefnd Háskóla Íslands og Landspítala, sem starfar á grundvelli reglna nr. 385/2003, mun gera tillögu um það hvaða umsækjandi verður talinn hæfastur til að gegna þessum samhliða störfum, á grundvelli heildarmats á þeim sjónarmiðum sem liggja til grundvallar ráðningu í hvort starf fyrir sig.

Doktorsnemi í faraldsfræði

Leitað er að doktorsnema í faraldsfræði, með áhuga á hnattrænni heilsu, við Miðstöð í lýðheilsuvísindum, Læknadeild Háskóla Íslands. Staðan er styrkt af Rannís. Doktorsneminn mun taka þátt í rannsóknarverkefni sem hefur hlotið styrk frá Rannís á upplifunum og útkomum unglingsstúlkna og ungra kvenna í Mósambík sem nálgast fyrirbyggjandi lyfjameðferð gegn HIV (PrEP). Í Afríku sunnan Sahara eru unglingsstúlkur og ungar konur sérlega útsettar fyrir HIV, en 75% nýrra smita í aldurshópnum 15-24 ára eru á meðal kvenna. Fyrirbyggjandi HIV lyfjameðferð, PrEP, er mjög árangursrík forvarnaraðferð sem er lykilþáttur í alþjóðlegri baráttu við faraldurinn, en hefur þó reynst misvel á meðal kvenna í Afríku. Misjafn árangur skýrist einkum af því að brottfall úr meðferð er hátt og meðferðarheldni misgóð.HIV faraldurinn í Mósambík er einn af tíu alvarlegustu faröldrum heims, en 13.2% fullorðinna eru HIV smituð. Í þessu verkefni munum við lýsa núverandi stöðu í PrEP meðferð í Manica héraði í Mósambík, PrEP meðferðarferli, brottfalli og helstu flöskuhálsum. Við munum gera ferilrannsókn á unglingsstúlkum og ungum konum sem eru að hefja PrEP meðferð og bera kennsl á einstaklingsbreytur sem eru tengdar brottfalli úr meðferð; lýsa reynslu heilbrigðisstarfsfólks af PrEP þjónustu, og safna frumgögnum til að undirbúa inngripsrannsókn á gæðabetrunarinngripi í PrEP þjónustu.

Doktorsnemi við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild

Umhverfis- og byggingarverkfræðideild er með laust fullt starf doktorsnema í umhverfisfræði vegna verkefnisins "Íslenskt móberg bjargar heiminum?". Verkefnið hefur verið fjármagnað til 2,5 ára en sækja þarf um auka fjárveitingu fyrir síðustu 6 mánuðunum á meðan verkefninu stendur.

Aðjúnkt í tómstunda- og félagsmálafræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Laust er til umsóknar fullt starf aðjúnkts við Menntavísindasvið Háskóla Íslands í tómstunda- og félagsmálafræði. Í starfinu felst kennsla, rannsóknir og þátttaka í áframhaldandi mótun náms í tómstunda- og félagsmálafræði.  Sérstaklega er leitað eftir fólki með menntun, reynslu og sérþekkingu á einu eða fleirum af eftirfarandi sviðum: Fagþróun og fagmennsku á vettvangi tómstunda og æskulýðsstarfs, jafnréttismál og jaðarsettir hópar, grasrótarhreyfingar, stjórnun og stefnumótun.

Aðjúnkt í dönsku og dönskukennslu

Laust er til umsóknar 50-80% starf aðjúnkts í dönsku og dönskukennslu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Starfið er tímabundið til tveggja ára. Meginviðfangsefni aðjúnktsins verða kennsla og rannsóknir á sviði dönskukennslu, kennslufræði erlendra tungumála og nágrannamála, kennsluhættir og kennsluefni.      Starfið tilheyrir Deild faggreinakennslu en tilvonandi aðjúnkt mun einnig koma að kennslu í öðrum deildum sviðsins. Á Menntavísindasviði fer fram rannsóknatengt starfsnám fyrir kennara á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi, uppeldis- og menntunarfræðinga, íþrótta- og heilsufræðinga, tómstunda- og félagsmálafræðinga og þroskaþjálfa. Lögð er áhersla á þverfræðilegt samstarf og liðsheild á vinnustaðnum.

Doktorsnemi í sníkjudýrafræði

Auglýst er eftir doktorsnema sem kemur til með að starfa undir handleiðslu Dr Haseeb Randhawa og Dr Björn Schäffner við Líf- og umhverfisvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs, Háskóla Íslands. Starfið er fjármagnað með styrk frá Rannís (Conservation of ancient relationships: Assessment of skates (Rajiformes: Rajidae) and their parasite fauna in Iceland).