Skip to main content

Ritlist

Ritlist

Hugvísindasvið

Ritlist

MA gráða – 120 einingar

Í ritlist gefst áhugafólki um ritsmíðar færi á að þroska hæfileika sína undir handleiðslu reyndra höfunda. Lögð er áhersla á frjóa hugsun og miðlun hennar í listrænum texta af ýmsu tagi. Meðfram eru lesnar bókmenntir hvaðanæva úr heiminum.

Skipulag náms

X

Smiðja: InnRitun (RIT701F)

Þetta er inngangsnámskeið í ritlist sem ætlast er til að allir nýnemar sitji á fyrsta misseri námsins. Rætt verður um möguleika skáldskaparins almennt og sértækt, ritunarferlið og úrvinnslu. Fjallað verður um byggingu frásagna, málfar, prófarkalestur, umbrot, höfundarrétt og tjáningarfrelsi. Þá fá nemendur grunnþjálfun í ritstjórn og hópvinnu. Höfundar koma í heimsókn sem og fulltrúar frá hagsmuna- og þjónustustofnunum rithöfunda. Þátttakendur skila frumsömdum textum vikulega. Ætlast er til þess að þátttakendur mæti í alla tíma og taki virkan þátt. Námskeiðið er skyldunámskeið.

X

Smiðja: Þýtt og skáldað (RIT301F)

Skáldskapur snýst iðulega um að koma okkur á óvart, sama hvaða form eða tungumál á í hlut. Hvernig getum við sem höfundar uppgötvað hið óvænta og komið lesendum okkar í opna skjöldu? Í þessari smiðju munum við freista þess að virkja texta á öðrum málum, jafnvel málum sem þátttakendur kunna ekkert í, sem innblástur fyrir skrif á íslensku. Við munum gera tilraunir með alls kyns samtal milli hins þýdda og hins frumsamda og verða ýmis bókmenntaform til ráðstöfunar. Verkefni verða bæði í formi þýðinga og frumsamninga. Mælst er til þess að þátttakendur mæti í alla tíma og taki virkan þátt. Smiðjan er einungis ætluð meistaranemum í ritlist.

X

Smiðja: Sjálfssaga (Autofiction) (RIT721F)

Hugtakið Autofiction (sjálfssaga) kom fyrst fram árið 1977 og er rakið til franska rithöfundarins Serge Doubrovsky sem notaði það til að lýsa bók sinni, Fils. Rithöfundar og gagnrýnendur hafa tekist á um merkingu hugtaksins allar götur síðan en undanfarin ár hefur það verið fyrirferðarmikið í hinum enskumælandi heimi. Sjálfssagan getur líkst því sem kallað er endurminningar (memoir) en einnig birst sem endurminningar þótt hún sé það ekki. Stundum er gerður greinarmunur á autofiction biografique og autofiction fantastique. Á námskeiðinu verða skoðaðar ólíkar sjálfssögur og nemendur skila reglulega skriflegum æfingum. Rík áhersla er lögð á góða mætingu og þátttöku í tímum.

 

Fjöldi nemenda takmarkast við 15. Nemendur sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu í námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.

X

Smiðja: Furðu/sannsögur (RIT722F)

Furðu/sannsagan (speculative non-fiction) er tiltölulega ný undirgrein sannsagna en í henni er höfundurinn meðvitaður um að vinna ekki eingöngu útfrá staðreyndum. Ímyndun, hugleiðingar og vangaveltur höfundarins hafa þó ávallt verið hluti af ritgerðaskrifum (esseyjum) og til eru ritgerðir sem styðjast ekki við eina einustu staðreynd, en engu að síður eru þær flokkaðar sem sannsögur. Í námskeiðinu er nemendum ætlað að skrifa ritgerðir af því tagi (furðu/sannsögur) en stuðst verður við dæmi sem finna má í bókmenntatímaritinu Speculativenonfiction.org. (Tekið skal fram að speculative er ekki notað hér í sömu merkingu og þegar um vísindaskáldskap er að ræða þótt furður séu oft mikilvægur hluti furðu/sannsögunnar.) Rík áhersla er lögð á góða mætingu og þátttöku í tímum.

Fjöldi nemenda takmarkast við 15. Nemendur sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu í námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.

X

Smiðja: Fóður úr fortíð/Uppspretta sögunnar (RIT720F)

Í námskeiðinu fá nemendur þjálfun í að nota hvers kyns sögulegar heimildir sem innblástur og efni í skáldleg skrif. Farið verður yfir ólíkar skilgreiningar á sögulegu skáldsögunni, og rætt um ýmsar leiðir sem fara má til að snúa upp á þessa bókmenntategund. Fjallað verður um stöðu skáldskaparins gagnvart sögulegum staðreyndum, svo og mörk skáldskapar og sagnfræði, tengsl sögulegrar nákvæmni og trúverðugleika frásagnar, og hvað það er sem gerir fortíðina að spennandi fóðri fyrir skáldskap. Nemendur fá kynningu á helstu heimildaflokkum sögulegs efnis, s.s. persónulegum og opinberum heimildum, ljósmyndum og munum. Megináhersla námskeiðsins verður þó á þjálfun í vinnubrögðum með heimildir, byggingu sögusviðs, meðferð sögulegra atburða, karaktersköpun sögulegra persóna og málsnið ólíkra tímabila. Meðal verkefna er greining bókmenntatexta og spunaverkefni út frá gömlum ljósmyndum og öðru sögulegu myndefni, en meginverkefni námskeiðsins er söguleg smásaga sem nemendur kynna og vinna undir handleiðslu jafnt og þétt þar til lokaafurðin lítur dagsins ljós í lok námskeiðs.

Fjöldi nemenda takmarkast við 15. Nemendur sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu í námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.

X

Smiðja: Spunagreind og sköpun (RIT829F)

Í námskeiðinu verður fjallað um áhrif spunagreindar á tjáningu, ekki síst á sköpun. Kannað verður hvort og þá hvernig hægt sé að nota verkfæði gervigreinarinnar til að búa til efni á borð við texta, myndir, tónlist og myndbönd. Spurningum á borð hvað er sköpun, hvað er spunagreind, og er hægt að nota gervigreind til að skapa og búa til efni verður velt upp, ásamt siðferðilegum álitamálum og spurningum er varða höfundarrétt á því efni sem til verður með aðstoð spunagreindar. Jafnframt munu nemendur spreyta sig á að gera eigið efni með hjálp spunagreindar sem verður rýnt í tímum.

X

Smiðja: Smávinir - stuttir textar (RIT817F)

Gerðar verða tilraunir með ritun smáverka af ýmsu tagi, s.s. örsagna, smáprósa, 100 orða sagna, tísta og annarra tilraunakenndra texta sem kunna að tala inn í samtímann. Við munum skoða stutt form í ljósi breyttra miðlunarleiða, spyrja um listrænt erindi þeirra og lesa alls konar smáverk, innlend sem útlend.
Námskeiðið er eingöngu ætlað meistaranemum í ritlist. Viðveru er krafist og þátttöku í umræðum.

Fjöldi nemenda takmarkast við 15. Nemendur sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu í námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.

X

Smiðja: Samt að ferðast (RIT830F)

Hér verður glímt við ferðasöguna og staða hennar í samtímanum könnuð. Á meðan sumir halda fram að ferðasagan sé dauð segja aðrir að allar sögur séu í grunninn ferðasögur. Hvað einkennir ferðasöguna og hverskonar ferðasögur er verið að segja í dag og hvað hefur ferðasagan fram að færa, nú þegar við erum með allan heiminn í gemsanum. Sérstök áhersla verður á að skoða sögur af ferðum flóttamanna og fólksflutningasögur. Nemendur skila skapandi verkefnum reglulega yfir önnina og eru hvattir til að nota þau til að teygja á hugtakinu „ferðasaga“. Skyldumæting er í tímana og mælst er til að nemendur taki virkan þátt. Námskeiðið er eingöngu ætlað meistaranemum í ritlist.

Fjöldi nemenda takmarkast við 15. Nemendur sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu í námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.

X

Smiðja: Ljóðheimar (RIT801F)

Ljóðheimar er smiðja þar sem áherslan er jafnmikil á inntöku og þátttöku. Þetta þýðir að smiðjan verður aldrei betri en bekkurinn: hún er (að miklu leyti) bekkurinn. Á námskeiðinu mun bekkurinn lesa saman ljóð, eftir ný og eldri skáld, íslensk jafnt sem erlend. Alltaf með þetta til hliðsjónar: Hvað er ljóðlist, hvað getur hún gert, hvernig blómstrar hún og hvernig staðnar hún? Í annarri hverri viku skila nemendur af sér frumsömdu ljóði. Skyldumæting er í tímana og mælst er til að nemendur taki virkan þátt. Námskeiðið er eingöngu ætlað meistaranemum í ritlist. 

 

Fjöldi nemenda takmarkast við 15. Nemendur sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu í námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.

X

Meistaraverkefni í ritlist (RIT441L)

MA-verkefni er frumsamin ritsmíð af listrænum toga, unnin á námstímanum. Hún getur t.d. verið safn sagna eða annarra lausamálstexta, ljóðasafn, ritgerðasafn, leikrit, kvikmyndahandrit, þýðing eða skáldsaga. Verkinu skal fylgja greinargerð um vinnslu þess. Meistaraverkefninu má skipta upp, t.d. þannig að 10 einingar séu teknar á haustmisseri og 20 á vormisseri. Einnig má skrifa í fleiri en einu bókmenntaformi en þó er ekki æskilegt að hafa fleiri en tvö form undir í verkefninu.

X

Smiðja: Þýtt og skáldað (RIT301F)

Skáldskapur snýst iðulega um að koma okkur á óvart, sama hvaða form eða tungumál á í hlut. Hvernig getum við sem höfundar uppgötvað hið óvænta og komið lesendum okkar í opna skjöldu? Í þessari smiðju munum við freista þess að virkja texta á öðrum málum, jafnvel málum sem þátttakendur kunna ekkert í, sem innblástur fyrir skrif á íslensku. Við munum gera tilraunir með alls kyns samtal milli hins þýdda og hins frumsamda og verða ýmis bókmenntaform til ráðstöfunar. Verkefni verða bæði í formi þýðinga og frumsamninga. Mælst er til þess að þátttakendur mæti í alla tíma og taki virkan þátt. Smiðjan er einungis ætluð meistaranemum í ritlist.

X

Smiðja: Sjálfssaga (Autofiction) (RIT721F)

Hugtakið Autofiction (sjálfssaga) kom fyrst fram árið 1977 og er rakið til franska rithöfundarins Serge Doubrovsky sem notaði það til að lýsa bók sinni, Fils. Rithöfundar og gagnrýnendur hafa tekist á um merkingu hugtaksins allar götur síðan en undanfarin ár hefur það verið fyrirferðarmikið í hinum enskumælandi heimi. Sjálfssagan getur líkst því sem kallað er endurminningar (memoir) en einnig birst sem endurminningar þótt hún sé það ekki. Stundum er gerður greinarmunur á autofiction biografique og autofiction fantastique. Á námskeiðinu verða skoðaðar ólíkar sjálfssögur og nemendur skila reglulega skriflegum æfingum. Rík áhersla er lögð á góða mætingu og þátttöku í tímum.

 

Fjöldi nemenda takmarkast við 15. Nemendur sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu í námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.

X

Smiðja: Furðu/sannsögur (RIT722F)

Furðu/sannsagan (speculative non-fiction) er tiltölulega ný undirgrein sannsagna en í henni er höfundurinn meðvitaður um að vinna ekki eingöngu útfrá staðreyndum. Ímyndun, hugleiðingar og vangaveltur höfundarins hafa þó ávallt verið hluti af ritgerðaskrifum (esseyjum) og til eru ritgerðir sem styðjast ekki við eina einustu staðreynd, en engu að síður eru þær flokkaðar sem sannsögur. Í námskeiðinu er nemendum ætlað að skrifa ritgerðir af því tagi (furðu/sannsögur) en stuðst verður við dæmi sem finna má í bókmenntatímaritinu Speculativenonfiction.org. (Tekið skal fram að speculative er ekki notað hér í sömu merkingu og þegar um vísindaskáldskap er að ræða þótt furður séu oft mikilvægur hluti furðu/sannsögunnar.) Rík áhersla er lögð á góða mætingu og þátttöku í tímum.

Fjöldi nemenda takmarkast við 15. Nemendur sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu í námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.

X

Smiðja: Fóður úr fortíð/Uppspretta sögunnar (RIT720F)

Í námskeiðinu fá nemendur þjálfun í að nota hvers kyns sögulegar heimildir sem innblástur og efni í skáldleg skrif. Farið verður yfir ólíkar skilgreiningar á sögulegu skáldsögunni, og rætt um ýmsar leiðir sem fara má til að snúa upp á þessa bókmenntategund. Fjallað verður um stöðu skáldskaparins gagnvart sögulegum staðreyndum, svo og mörk skáldskapar og sagnfræði, tengsl sögulegrar nákvæmni og trúverðugleika frásagnar, og hvað það er sem gerir fortíðina að spennandi fóðri fyrir skáldskap. Nemendur fá kynningu á helstu heimildaflokkum sögulegs efnis, s.s. persónulegum og opinberum heimildum, ljósmyndum og munum. Megináhersla námskeiðsins verður þó á þjálfun í vinnubrögðum með heimildir, byggingu sögusviðs, meðferð sögulegra atburða, karaktersköpun sögulegra persóna og málsnið ólíkra tímabila. Meðal verkefna er greining bókmenntatexta og spunaverkefni út frá gömlum ljósmyndum og öðru sögulegu myndefni, en meginverkefni námskeiðsins er söguleg smásaga sem nemendur kynna og vinna undir handleiðslu jafnt og þétt þar til lokaafurðin lítur dagsins ljós í lok námskeiðs.

Fjöldi nemenda takmarkast við 15. Nemendur sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu í námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.

X

Meistaraverkefni í ritlist (RIT441L)

MA-verkefni er frumsamin ritsmíð af listrænum toga, unnin á námstímanum. Hún getur t.d. verið safn sagna eða annarra lausamálstexta, ljóðasafn, ritgerðasafn, leikrit, kvikmyndahandrit, þýðing eða skáldsaga. Verkinu skal fylgja greinargerð um vinnslu þess. Meistaraverkefninu má skipta upp, t.d. þannig að 10 einingar séu teknar á haustmisseri og 20 á vormisseri. Einnig má skrifa í fleiri en einu bókmenntaformi en þó er ekki æskilegt að hafa fleiri en tvö form undir í verkefninu.

X

Smiðja: Spunagreind og sköpun (RIT829F)

Í námskeiðinu verður fjallað um áhrif spunagreindar á tjáningu, ekki síst á sköpun. Kannað verður hvort og þá hvernig hægt sé að nota verkfæði gervigreinarinnar til að búa til efni á borð við texta, myndir, tónlist og myndbönd. Spurningum á borð hvað er sköpun, hvað er spunagreind, og er hægt að nota gervigreind til að skapa og búa til efni verður velt upp, ásamt siðferðilegum álitamálum og spurningum er varða höfundarrétt á því efni sem til verður með aðstoð spunagreindar. Jafnframt munu nemendur spreyta sig á að gera eigið efni með hjálp spunagreindar sem verður rýnt í tímum.

X

Smiðja: Smávinir - stuttir textar (RIT817F)

Gerðar verða tilraunir með ritun smáverka af ýmsu tagi, s.s. örsagna, smáprósa, 100 orða sagna, tísta og annarra tilraunakenndra texta sem kunna að tala inn í samtímann. Við munum skoða stutt form í ljósi breyttra miðlunarleiða, spyrja um listrænt erindi þeirra og lesa alls konar smáverk, innlend sem útlend.
Námskeiðið er eingöngu ætlað meistaranemum í ritlist. Viðveru er krafist og þátttöku í umræðum.

Fjöldi nemenda takmarkast við 15. Nemendur sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu í námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.

X

Smiðja: Samt að ferðast (RIT830F)

Hér verður glímt við ferðasöguna og staða hennar í samtímanum könnuð. Á meðan sumir halda fram að ferðasagan sé dauð segja aðrir að allar sögur séu í grunninn ferðasögur. Hvað einkennir ferðasöguna og hverskonar ferðasögur er verið að segja í dag og hvað hefur ferðasagan fram að færa, nú þegar við erum með allan heiminn í gemsanum. Sérstök áhersla verður á að skoða sögur af ferðum flóttamanna og fólksflutningasögur. Nemendur skila skapandi verkefnum reglulega yfir önnina og eru hvattir til að nota þau til að teygja á hugtakinu „ferðasaga“. Skyldumæting er í tímana og mælst er til að nemendur taki virkan þátt. Námskeiðið er eingöngu ætlað meistaranemum í ritlist.

Fjöldi nemenda takmarkast við 15. Nemendur sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu í námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.

X

Smiðja: Ljóðheimar (RIT801F)

Ljóðheimar er smiðja þar sem áherslan er jafnmikil á inntöku og þátttöku. Þetta þýðir að smiðjan verður aldrei betri en bekkurinn: hún er (að miklu leyti) bekkurinn. Á námskeiðinu mun bekkurinn lesa saman ljóð, eftir ný og eldri skáld, íslensk jafnt sem erlend. Alltaf með þetta til hliðsjónar: Hvað er ljóðlist, hvað getur hún gert, hvernig blómstrar hún og hvernig staðnar hún? Í annarri hverri viku skila nemendur af sér frumsömdu ljóði. Skyldumæting er í tímana og mælst er til að nemendur taki virkan þátt. Námskeiðið er eingöngu ætlað meistaranemum í ritlist. 

 

Fjöldi nemenda takmarkast við 15. Nemendur sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu í námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.

X

Smiðja: Birtingur (RIT805F)

Á þessu námskeiði munu nemar í hagnýtri ritstjórn og útgáfu vinna með ritlistarnemum að því að búa frumsamið efni til útgáfu. Farið verður í gegnum útgáfuferlið, jafnt fyrir prentuð rit sem rafbækur; ritstjórn, prófarkalestur, umbrot og annað sem tilheyrir. Miðað er við að afrakstur námskeiðsins verði rit sem er tilbúið til prentunar.

Námskeiðið er ætlað 2. árs nemum í ritlist.

Fjöldi nemenda takmarkast við 15. Nemendur sem ekki hafa þegar lokið 60 einingum í smiðjum hafa forgang við skráningu í námskeiðið. Við skráningu nemenda sem hafa lokið fleiri en 60 einingum í smiðjum er horft til fjölda eininga. Nemendur sem hafa lokið færri einingum hafa forgang.

X

Miðlunarleiðir I, heimildamyndir, textagerð, myndanotkun (HMM122F)

Í námskeiðunum Miðlunarleiðir I og Miðlunarleiðir II eru kynnt grunnatriði aðferða við miðlun menningarefnis í hug- og félagsvísindum. Miðlunarleiðir I eru á haustönn en Miðlunarleiðir II eru á vorönn. 

Í Miðlunarleiðum I verður unnið með:

  1. Texta og myndir í fyrri hluta annarinnar. Nemendur munu fá þjálfun við greinaskrif og orðræðugreiningu annars vegar og myndanotkun og myndgreiningu hins vegar.
  2. Stuttmyndagerð í síðari hluta annarinnar. Þar vinna nemendur að gerð  stuttmynda. Í því felst grunnþjálfun í handritagerð, tökum og klippi og nemendur vinna í hópum að stuttmynd í samræmi við tiltekið þema. Hvor efnisþáttur um sig vegur 50% í námskeiðinu.

Engin próf eru í námskeiðinu. Þess í stað vinna nemendur verkefni, einstaklings- og hópverkefni. Þau eru eftirfarandi:

  1. Greiningar á textum og myndum
  2. Grein með mynd um tiltekið þema til opinberrar birtingar, um 800 orð.
  3. Hópverkefni þar sem nemendur vinna að stuttmynd sem er sýnd við lok námskeiðsins. Áhersla er lögð á hópavinnu og hagnýt verkefni.

Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.

X

Saga heimildamynda og grundvallaratriði í klippi (HMM802F)

Á námskeiðinu verður farið yfir sögu og þróun heimildamynda frá upphafi. Kynnt verða lykilverk og höfundar þeirra, ásamt helstu stefnum og straumum eins og Grierson stefnan, Kino-eye, Direct cinema og fleira. Auk þessa verður skoðað hvernig tæknileg þróun hefur áhrif á gerð heimildamynda.

Kennsla er byggð á fyrirlestrum kennara, umræðum í tímum og sýningum á tilteknum lykilmyndum í sögu heimildamynda. Nemendur skila greinagerð um þær myndir sem sýndar eru á námskeiðinu.

Kennd verða grunnatriði í klippiforritinu Adobe Premiere Pro, eins og að hlaða inn efni, klippa það til, einfalda hljóðvinnslu, innsetningu texta og minniháttar litaleiðréttingu. Í framhaldinu eru unnin tvö klippiverkefni. Annað er myndband sem nemendur taka á síma og klippa í Premiere Pro, en hitt vídeódagbók um eina af þeim myndum sem fjallað er um á námskeiðinu.

 

Verkefni:

  • Stutt myndband, 1-3 mínútur.
  • Vídeódagbók um eina heimildamynd sem fjallað er um á námskeiðinu.
  • Skrifleg dagbók 1 (500 – 700 orð). Hugleiðing um eina heimildamynd sem fjallað er um á námskeiðinu.
  • Skrifleg dagbók 2 (500 – 700 orð). ). Hugleiðing um eina heimildamynd sem fjallað er um á námskeiðinu.

 

Ætlast er til að nemendur taki virkan þátt í námskeiðinu og verklegum verkefnum.

Námskeiðið er samkennt með síðari hluta námskeiðsins HMM122F Miðlunarleiðir I. Þeir nemendur sem skráðir eru í það námskeið taka ekki þetta námskeið.

X

Miðlun í hljóðvarpi og hlaðvarpi (HMM235F)

Námskeiðið er haldið í samstarfi við RÚV - Rás 1. Fjallað er um framsetningu efnis í útvarpi og hlaðvarpi. Könnuð eru ólík dæmi um dagskrárgerð. Hugað er að miðlunarmöguleikum hljóðefnis í fjölmiðlaumhverfi samtímans og gerð grein fyrir eðli ólíkra miðlunarleiða. Fjallað verður um hugmyndavinnu, viðtalstækni, upptökutækni, uppbyggingu og samsetningu hljóðvarps/hlaðvarpsefnis með áherslu á  sjálfbærni og sjálfstæð vinnubrögð. Nemendur vinna verkefni tengd útvarpsþáttagerð. 

X

Fréttamennska 1: Fréttamat, fréttaöflun og fréttaskrif (BLF110F)

Grundvallarnámskeið í blaðamennsku. Markmið þess er að nemendur öðlist skilning á störfum blaðamanna og færni í fréttaöflun og skrifum og framsetningu frétta fyrir  mismunandi miðla. Helstu hugtök og aðferðir við fréttaskrif eru kynnt; hvað er frétt, á hverju byggja fjölmiðlar fréttamat, hvernig er frétta aflað og hvernig þær eru uppbyggðar o.s.frv. Nemendur verða þjálfaðir í að skrifa markvissa fréttatexta og greinar á góðri íslensku og að nota orðbækur og önnur slík hjálpartæki. Jafnfram verður lögð áhersla á að kenna nemendum að nota samfélagsmiðla, bæði til þess að afla upplýsinga og miðla fréttum.

Námsmatið byggir alfarið á verkefnum sem unnin eru jafnt og þétt yfir önnina. Nemendur afla og skrifa fréttir sem birtar verða á fréttavef námsins og eftir atvikum í öðrum fjölmiðlum.  Helstu fjölmiðlar landsins verða heimsóttir og nemendum fara í stutta starfskynningu.


 

X

Vinnustofa í menningarblaðamennsku (ÍSB707F)

Hluti nemenda sem útskrifast af Hugvísindasviði, ekki síst úr Íslensku- og menningardeild, mun væntanlega starfa í framtíðinni á fjölmiðlum, forlögum og opinberum menningarstofnunum og fást þar við umfjöllun og kynningu á bókum og listviðburðum. Í námskeiðinu verður fjallað um hlutverk og einkenni íslenskrar menningarblaðamennsku í víðum skilningi og glímt við þær textategundir sem henni tilheyra, þar á meðal viðtöl, ritdóma, listgagnrýni, fréttatilkynningar og svonefnt "plögg". Nemendur vinna hagnýt verkefni sem tengjast annars vegar þessum starfsvettvangi og hins vegar íslensku menningarlífi eins og það kemur til með að þróast vorið 2018.

X

Ritstjórn og fræðileg skrif (ÍSL101F)

Þjálfun í ýmsum þáttum er varða ritun fræðilegs efnis og ritstjórn. Ólíkar gerðir fræðilegra ritsmíða skoðaðar og metnar. Þjálfun í því að gera athugasemdir við skipulag og framsetningu á fræðilegum texta og í öðrum þáttum ritstjórnar. Áhersla lögð á ritun fræðilegra greina, en einnig hugað að samningu smærri verka (ráðstefnuútdrátta, ritdóma) og stærri (M.A.-ritgerða, doktorsritgerða, bóka). Fjallað um rannsóknaráætlanir, frágang handrita og ritstuld. Tekin dæmi af textum um ýmis efni, einkum málfræðileg,  bókmenntaleg og sagnfræðileg. Stuðst við bókina Skrifaðu bæði skýrt og rétt (Höskuldur Þráinsson 2015).

Námskeiðið er opið nemendum á mörgum námsleiðum í MA-námi á Hugvísindasviði skv. reglum viðkomandi greina. Nemendur á MA-stigi í íslenskum bókmenntum, íslenskri málfræði, íslenskum fræðum og íslenskukennslu geta fengið námskeiðið metið sem hluta af þeirri skyldu sem þeir þurfa að uppfylla í meistarastigsnámskeiðum í íslenskum bókmenntum eða íslenskri málfræði. Nemendur í MA-námi í íslenskukennslu geta þó ekki haft þetta námskeið sem eina málfræði- eða bókmenntanámskeiðið á MA-ferlinum.

X

Skapandi heimildamyndir (HMM220F)

Fjallað verður um helstu tegundir heimildamynda, aðferðir, þróun þeirra og tilgang.

Nemendur læra að skrifa handrit að stuttri heimildamynd og að hugsa allt ferli heimildamyndagerðar, frá grunnhugmynd að fullbúinni mynd, ástunda fagleg vinnubrögð og læra að skipuleggja tökur.

Nemendur ættu einnig að ná tökum á grunnatriðum í kvikmyndatöku og klippingu. Í því samhengi verður unnið eitt verkefni á síma til að ná tökum á tækniatriðum í klippi. Allir nemendur þurfa að skila að minnsta kosti einni fullbúinni stuttri heimildamynd, handriti og æfingaverkefni í klippi. Nemendur ræða nálgun og efnistök verkefna sinna við samnemendur og kennara.

Í námskeiðinu verða sýndar heimildamyndir, bæði brot úr þeim og í fullri lengd, þar sem rætt verður um hugmyndirnar bak við myndirnar, listrænar ákvarðanir, tilgang og siðfræði heimildamynda. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð.

Tökur fara fram í mars og þurfa að vera búnar fyrir 30. mars, en þá hitta nemendur kennara í klippiherberginu í Odda.

Ekki er ætlast til að nemendur kaupi neinar bækur fyrir þetta námskeið en nauðsynlegt er að þeir hafi sjálfir flakkara til að geyma efnið sitt á og SD kort í myndavélar fyrir eigin upptökur. Einnig er mælt með að nemendur séu með góð heyrnatól.

Námskeiðið er kennt í lotum. Nemendur vinna að heimildamynd alla önnina og í lok annar verður frumsýning í Bíó Paradís.

Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.

Fylgstu með Hugvísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Aðalbygging Háskóla Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.