Háskóli Íslands

Útgáfuhóf bókarinnar Skóli margbreytileikans. Menntun og manngildi í kjölfar Salamanca

Hvenær hefst þessi viðburður: 
18. apríl 2017 - 17:00
Staðsetning viðburðar: 
Stakkahlíð

Þriðjudaginn 18. apríl kemur út hjá Háskólaútgáfunni bókin Skóli margbreytileikans: Menntun og manngildi í kjölfar Salaman. Í bókinni fjalla sautján fræðimenn um hugmyndina og hugsjónina um skóla og samfélag án aðgreiningar út frá ólíkum sjónarhornum. Bókin svarar kalli tímans um betri skilning skólastarfi og stefnumótun sem hefur lýðræði, réttlæti og gæðakennslu fyrir öll börn að leiðarljósi í samfélagi sem einkennist af margbreytileika í stóru og smáu.


Í tilefni af útgáfu bókarinnar býður Rannsóknastofa um skóla án aðgreiningar til hófs í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands þar sem forseta Íslands, herra Guðna Th. Jóhannessyni, verður afhent fyrsta eintakið. 

Léttar veitingar verða í boði og til þess að halda utan um fjölda þeirra sem taka þátt í hófinu viljum við biðja þig um að skrá þig.

 

Skráning hér

Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is