Háskóli Íslands

The Startup Kids - opin sýning

Hvenær hefst þessi viðburður: 
23. janúar 2013 - 18:00
Nánari staðsetning: 
Háskólabíó, salur 1
Háskóli Íslands
Heimildamyndin The Startup Kids verður sýnd í Háskólabíói, sal 1, miðvikudaginn 23. janúar næstkomandi. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Þeir sem hyggjast mæta á sýninguna geta skráð sig hér: http://www.landsbankinn.is/skraning/the-startup-kids.   Heimildamyndin verður sýnd í samstarfi við Landsbankann. Í kjölfar myndarinnar mun Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, sérfræðingur nýsköpunarþjónustu Landsbankans, ræða stuttlega um nýsköpunarumhverfi á Íslandi og svara spurningum.    Myndin fjallar um unga frumkvöðla sem hafa stofnað vef- eða tæknifyrirtæki í Evrópu og Bandaríkjunum. Hún gefur innsýn í líf og hugsunarhátt ungu frumkvöðlanna. Meðal viðmælenda eru stofnendur Vimeo, Soundcloud og Dropbox sem allt eru vinsæl netfyrirtæki. Myndin er gerð af tveimur íslenskum frumkvöðlum, Valgerði Halldórsdóttur og Sesselju G. Vilhjálmsdóttur. Þær luku báðar námi frá Háskóla Íslands, annars vegar í verkfræði og hins vegar í hagfræði.Hér má lesa nánar um myndina.   
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is