Skip to main content

Magnað manga

Magnað manga - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
16. ágúst 2018 13:00 til 16:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Málþing um japanska myndasagnahefð (manga) og norræn áhrif á hana verður í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur, fimmtudaginn 16. ágúst frá kl. 13.00-16.00.  Þátttakendur eru fjórir gestir frá Japan og tveir Íslendingar.

Þingið setur Tsukusu Jinn Ito en síðan verða fluttir fimm fyrirlestrar: Jessica Bauwens ræðir um norrænar goðsagnir í myndasögum sem ætlaðar eru stúlkum, Sayaka Matsumoto fjallar um það hvernig þrír japanskir manga-höfundar hafa brætt goðsagnir og samtímamenningu saman og Atsushi Iguchi fjallar um útópískar hugmyndir í Vínlands sögu eftir Makoto Yukimura. Þá munu Úlfhildur Dagsdóttir og Gunnella Þorgeirsdóttir fjalla um aðra og almennari þætti í japanskri myndasagnahefð, meðal annars áhrif hennar á hugmyndir lesenda um hið yfirnáttúrlega.

Dagskráin málþingsins

  • 13.00   Tsukusu Jinn Ito, Shinshu University: „Opening address“
  • 13.10   Jessica Bauwens, Ryukoku University: „The Nordic Myths in Girls Manga--Ashibe Yuho's Crystal Dragon“
  • 13:40   Sayaka Matsumoto, Fukui Prefectural University: „Rewriting the Myths and Culture: ONE PIECE, The Mythical Detective Loki and Saint Young“
  • 14.10   HLÉ
  • 14.40    Atsushi Iguchi, Keio University: „Somewhere Not Here: Utopianism in Makoto Yukimura’s Vinland Saga“
  • 15.10    Gunnella Þorgeirsdóttir, University of Iceland: „Yokai:  Influence of Manga on the constantly evolving image of the supernatural“
  • 15.35     Umræður

Málþingið Magnað manga er hluti af Manga-hátíð í Reykjavík en aðrir viðburðir á henni eru dagskrá í Norræna húsinu 16. ágúst frá kl. 20-22 þar sem myndasagnahöfundarnir Henning Kure og Makoto Yukimura ræða verk sín og manga-maraþon í Borgarbókasafninu við Tryggvagötu, 18. ágúst frá kl. 13-19, en sá viðburður er hluti af dagskrá Menningarnætur í Reykjavík. Málþingið í Veröld fer fram á ensku og er öllum opið.

Japanskar myndasögur og tengsl þeirra við íslenskar fornbókmenntir verða í brennidepli á fjölbreyttri manga-hátíð í Reykjavík dagana 16.-18. ágúst. Hátíðin samanstendur af þremur tengdum viðburðum í Norræna húsinu, Háskóla Íslands og Borgarbókasafninu við Tryggvagötu.

Magnað manga