Skip to main content

Hrunið, þið munið

Hrunið, þið munið - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
5. október 2018 13:00 til 6. október 2018 16:30
Hvar 

Aðalbygging

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Dagana 5. til 6. október 2018 stendur Háskóli Íslands fyrir ráðstefnunni Hrunið, þið munið. Tilgangur ráðstefnunnar er að miðla til almennings niðurstöðum nýlegra rannsókna á aðdraganda og afleiðingum af hruni íslenska bankakerfisins haustið 2008.

Streymt verður frá setningu ráðstefnunnar föstudaginn 5. október kl. 13

Á dagskrá eru um 100 fyrirlestrar í yfir 20 málstofum sem fjalla um þær víðtæku breytingar og áhrif sem hrunið hafði í för með sér í íslensku samfélagi og þá lærdóma sem hægt er að draga af því.

Sérstakir gestir ráðstefnunnar eru Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Ralph Catalano, prófessor í lýðheilsu við Berkeley-háskóla í Bandaríkjunum. Ráðstefnan er öllum opin og er aðgangur ókeypis.

Dagskrá ráðstefnunnar eru aðgengileg á vef hennar

Niðurstöðum nýlegra rannsókna á aðdraganda og afleiðingum af hruni íslenska bankakerfisins haustið 2008 verður miðlað á ráðstefnunni Hrunið, þið munið 5. og 6. október.

Hrunið, þið munið