Skip to main content

Matvælafræði, doktorsnám

Matvælafræði

180 eða 240 einingar - Doktorspróf

. . .

Fjölbreyttar og hagnýtar rannsóknir í tengslum við atvinnulífið undir leiðsögn frábærra vísindamanna. Öflugt samstarf milli kennara og virtra háskóla í Evrópu og Bandaríkjum. Frjótt rannsóknaumhverfi og fjöldi tækifæra í boði.

Um námið

Doktorsnám í matvælafræði er 180e/240e rannsóknaþjálfun.

Nemendur ljúka sem svarar eins árs námi í námskeiðum á sínu fagsviði og svo rannsóknaverkefni í samvinnu við kennara og aðra leiðbeinendur og sérfræðinga.

Að doktorsnámi loknu á nemandinn að vera vel undirbúinn að starfa sjálfstætt að vísindum.

Nánar

Rannsóknaáherslur í doktorsnámi

  • Matvælaefnafræði
  • Matvælavinnsla
  • Matvælaverkfræði
  • Matvælaörverufræði
  • Öryggi matvæla
  • Líftækni
  • Vöruþróun

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

MS-próf í matvælafræði eða skyldum námsgreinum

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Að námi loknu

Matvælafræðingar starfa við flest framleiðslufyrirtæki landsins og koma m.a. að vöruþróun, nýsköpun, framleiðslu, gæðaeftirliti og fleiri þáttum sem tryggja að neytendur fái í hendur holl og góð matvæli, bæði á innlendum og erlendum markaði. Þeir starfa einnig á rannsókna- og eftirlitsstofnunum, á heilbrigðisstofnunum, menntastofnunum og hjá lyfjafyrirtækjum.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Vöruþróun
  • Eftirlitsstörf
  • Stjórnun og ráðgjöf
  • Rannsóknir
  • Þróunarhjálp
  • Markaðsmál
  • Kennsla

Félagslíf

Hnallþóra er félag matvæla- og næringarfræðinema við Háskóla Íslands. Markmið félagsins er að gæta hagsmuna nemenda og efla samstöðu meðal þeirra.

Hnallþóra heldur uppi öflugu félagslífi, þar á meðal árshátíð og reglulegum vísindaferðum og heimsóknum til fyrirtækja og stofnana sem tengjast náminu.

Facebook síða Hnallþóru

Hafðu samband

Skrifstofa Matvæla- og næringarfræðideildar
Nýi Garður, 3. hæð
Sæmundargata 12,
102 Reykjavík.
Sími: 525 4999
mn@hi.is

Opnunartímar:
Mánudaga = lokað
Þriðjudaga – fimmtudags = opið 9 – 15
Föstudagar = opið 9 -12