Skip to main content
11. apríl 2015

Umboðsmaður Alþingis fellir niður mál

Háskólaráði Háskóla Íslands hefur borist bréf frá Umboðsmanni Alþingis þar sem fram kemur að hann hafi fellt niður kvörtun sem hann hafði til meðferðar vegna ætlaðs vanhæfis rektors Háskóla Íslands til að fjalla í háskólaráði um mál er tengjast kjöri nýs rektors vegna tengsla við einn frambjóðandann. Samkvæmt áliti umboðsmanns eru tengsl rektors og aðstoðarrektors ekki með þeim hætti að það leiði til vanhæfis rektors.

Þá telur hann að ekki séu fyrir hendi hagsmunir eða tengsl milli þeirra sem séu þess eðlis að almennt verði talin hætta á að ómálefnaleg sjónarmið hafi áhrif á meðferð mála í háskólaráði. Taldi umboðsmaður því ekki tilefni til að fjalla nánar um málið og hefur lokið athugun sinni á því.