Skip to main content
1. mars 2017

Nýr doktor í lögfræði

Föstudaginn 24. febrúar varði Graham Butler doktorsritgerð sína Constitutional Limits of the EU´s Common Foreign and Security Policy og fór vörnin fram við lagadeild Kaupmannahafnarháskóla.

Graham Butler útskrifast með sameiginlega doktorsgráðu frá lagadeildunum við Háskóla Íslands og Kaupmannahafnarháskóla í samræmi við samstarfssamning þar að lútandi.

Aðalleiðbeinandi Graham Butler var dr. Helle Krunke, prófessor við lagadeild Kaupmannahafnarháskóla, og meðleiðbeinandi dr. Maria Elvira Mendez Pinedo, prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands.

Andmælendur voru dr. Bart Van Vooren aðjúnkt, dr. Ramses A. Wessel prófessor og dr. Robert Schütze prófessor.

Graham Butler, nýr doktor í lögfræði
Graham Butler og Aðalheiður Jóhannsdóttir