Háskóli Íslands

Doktorsvörn Atla Vilhelms Harðarsonar

Þann 28. júní varði Atli Harðarson doktorsritgerð sína Að hve miklu leyti og í hvaða skilningi geta námsmarkmið verið grundvöllur skipulegrar menntunar sem skólar veita?  (In what sense and to what extent can organised school education be an aims-based enterprise?).

Atli Harðarson hóf doktorsnám við Háskóla Íslands haustið 2009. Leiðbeinendur hans voru Kristján Kristjánsson, prófessor við Menntavísindasvið HÍ en nú við Birmingham-háskóla, og Ingólfur Á. Jóhannesson, prófessor við Háskólann á Akureyri og á Menntavísindasviði HÍ, og David Carr, prófessor við Birmingham-háskóla.

Andmælendur voru dr. Guðmundur Hreiðar Frímannson, prófessor við Háskólann á Akureyri, og dr. Jan van den Akker, prófessor við University of Twente í Hollandi.

Doktorsnefnd skipuðu dr. Kristján Kristjánsson, dr. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson og dr. David Carr.

Atli lauk MA próf í heimspeki frá Brown University í Bandaríkjunum árið 1984. Hann er giftur Hörpu Hreinsdóttur framhaldsskólakennara og eiga þau tvo syni, Mána (f. 1985) og Vífil (f. 1991).

Frekari upplýsingar um rannsóknarefnið má finna hér.

Föstudagur, 5. júlí 2013 - 9:45
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is