Háskóli Íslands

Rannsóknir

  • Styrkjum úr aðstoðarmannasjóði hefur verið úthlutað.

Í rannsóknum er hlutverk Félagsvísindasviðs að skapa nýja þekkingu á sviði félagsvísinda sem er gjaldgeng í alþjóðlegu vísindasamfélagi og að vera í fremstu röð við sköpun þekkingar á íslensku samfélagi. Deildir sviðsins stunda grunnrannsóknir, hagnýtar rannsóknir og þjónusturannsóknir og leggja mikla áherslu á fjölbreytta miðlun þekkingar - öflugar samræður við íslenskt samfélag og alþjóðlega fræðasamfélagið. Rannsóknir á sviðinu eru fjölbreyttar og vísindamenn sviðsins eiga í miklu rannsóknarsamstarfi við innlenda og erlenda aðila, enda hafa margir starfsmenn sviðsins stundað framhaldsnám við bestu háskóla heims og myndað rannsóknasamstarf við margar og ólíkar menntastofnanir. Vísindamenn Félagsvísindasviðs eru eftirsóttir í samstarfi og birta iðulega rannsóknarniðurstöður sínar í alþjóðlega viðurkenndum fræðiritum.

Félagsvísindasvið stuðlar að mótun íslensks vísindasamfélags þar sem tryggt er að þjálfun vísindamanna og gæði rannsókna standist alþjóðleg viðmið.

Á sviðinu starfar vísindanefnd, skipuð einum fulltrúa frá hverri deild og er hlutverk hennar m.a. að efla rannsóknastarfsemi og rannsóknarnám sviðsins og vinna að mótun og endurskoðun á stefnu í rannsóknum í samvinnu við deildir og námsbrautir sviðsins.

Nánari upplýsingar um rannsóknir á Félagsvísindasviði má finna á vefsíðum rannsóknarstofnana og deilda sviðsins.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is