Háskóli Íslands

Umsókn í framhaldsnám

Umsókn í framhaldsnám

Frá háskóladegiAfgreiðsla umsókna um framhaldsnám tekur að jafnaði 4-6 vikur eftir lok umsóknarfrests. Rafrænt umsóknar­eyðu­blað er aðgengilegt hér á umsóknartíma. Athugið að einnig þarf að fylla út og senda tilskilin fylgiskjöl með rafrænni umsókn.

Umsóknarfrestur um framhaldsnám (nám á meistarastigi og doktorsnám) er til 15. apríl en til 15. október ef sótt er um innritun í framhaldsnám á vormisseri (þ.e. ef deildir heimila innritun á vormisseri).

Leiðbeiningar um hvernig sækja á um fram­halds­nám við HÍ fyrir háskólaárið 2017-2018 (.pdf).

Ekki er tekið við síðbúnum umsóknum.

Engin skólagjöld eru í Háskóla Íslands en árlegt skrásetningargjald er 75.000 kr. (55.000 kr. ef sótt er um innritun á vormisseri).

Reglur deilda kveða á um nauðsynlegan undirbúning og prófgráður sem krafist er sem undanfara framhaldsnáms í hverju tilviki. Misjafnt er hvaða fylgigagna er krafist með umsókn. Sjá upplýsingasíðu um fylgigögn með umsókn. Upplýsingar um þetta er einnig að finna í kennsluskrá og á vefjum fræðasviða og deilda.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is