Skip to main content

Sýningaropnun - Andlit til sýnis: Íslendingar og aðrir á Kanarísafninu

Sýningaropnun - Andlit til sýnis: Íslendingar og aðrir á Kanarísafninu - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
14. maí 2024 15:00 til 17:00
Hvar 

Þjóðarbókhlaðan

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Verið velkomin á opnun sýningar í Þjóðarbókhlöðu 14. maí 2024 kl. 15
Í tilefni af útgáfu bókarinnar Andlit til sýnis: Íslendingar og aðrir á Kanarísafninu eftir Kristínu Loftsdóttur verður samnefnd sýning opnuð í Þjóðarbókhlöðunni. Hún byggir á rannsókn innan verkefnisins CERM (Creating Europe through Racialized Mobilities) við HÍ og fjallar um hvernig fólk um víða veröld hefur lengi verið hluti af flóknum og samtengdum heimi.

Dagskrá:
Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður býður gesti velkomna.
Ávörp flytja:
Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands
Kristín Loftsdóttir prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands
Anna Lísa Rúnarsdóttir sýningarhöfundur
Að lokinni dagskrá er sýningin skoðuð og boðið upp á léttar veitingar.

Sýningin Andlit til sýnis byggir á rannsóknarverkefni Kristínar Loftsdóttur CERM, Creating Europe through Racialized Mobilities.

Sýningaropnun - Andlit til sýnis: Íslendingar og aðrir á Kanarísafninu