Háskóli Íslands

SCANDEM 2017 í Reykjavík, 5.-9. júní 2017

Hvenær hefst þessi viðburður: 
5. júní 2017 - 8:15
Staðsetning viðburðar: 
SCANDEM

Norrænu smásjártæknisamtökin (SCANDEM) halda ársfund og ráðstefnu á Íslandi í júní. Samtökin voru stofnuð árið 1948 og hafa alla tíð síðan verið virk í að efla þekkingu á smásjártækni á Norðurlöndum, skipuleggja ráðstefnur, vinnustofur og námskeið. Ársfundur SCANDEM er jafnframt veglegasta ráðstefna félagsins og sækja hana að jafnaði allt að 200 gestir frá öllum Norðurlöndunum. Í ár er Háskóli Íslands gestgjafi ráðstefnunnar en hún er skipulögð í samstarfi Verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ, Heilbrigðisvísindasviðs HÍ og
Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

SCANDEM 2017 mun beina sjónum að framförum í smásjártækni í lífvísindum, efnisvísindum og jarðvísindum. Jórunn Erla Eyfjörð, prófessor emeritus við læknadeild og Sigurður Reynir Gíslason, vísindamaður við Jarðvísindastofnun flytja opnunarfyrirlestra á ráðstefnunni. Auk þeirra munu 8 erlendir boðsfyrirlesarar flytja erindi um rannsóknir sínar.

Opnað hefur verið fyrir skráningu á ráðstefnuna. Frestur til að skila inn ágripum er 24. mars 2017. Allar nánari upplýsingar má fá á vefsíðu ráðstefnunnar http://scandem2017.hi.is.

Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is