Skip to main content

Samspil menningar og viðskipta

Samspil menningar og viðskipta - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
18. apríl 2024 17:30 til 18:30
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Stofa 007

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Tengsl menningar og viðskipta eru ótvíræð og raunar er menningarlæsi lykillinn að tvíhliða og alþjóðaviðskiptum. Yan Ping Li deilir af reynslu sinni en hún starfaði um árabil sem menningarfulltrúi sendiráðs Íslands í Kína. Þar kynnti hún íslenska menningu, m.a. með skipulagningu tónleika, kvikmyndahátíða og sýninga.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku, í stofu VHV-007 í Veröld - húsi Vigdísar, fimmtudag 18. apríl kl.17:30.

Kínversk-íslenska menningarfélagið og Konfúsíusarstofnunin Norðurljós standa að viðburðinum. Boðið er upp á léttar veitingar og hvatt til umræðna, verið öll velkomin.

Yan Ping Li.

Samspil menningar og viðskipta