Skip to main content

Nýnemadagar

Nýnemadagar - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
28. ágúst 2017 10:00 til 16:00
Hvar 

Háskólatorg

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Nýnemadagar verða haldnir dagana 28. ágúst - 1. september. Boðið verður upp á glæsilega dagskrá þar sem skemmtun, fróðleikur og fjör ræður ríkjum.

Mánudaginn 28. ágúst á milli klukkan 11:30 og 13:00 kynnir Háskóli Íslands ýmsa þjónustu sem nemendum stendur til boða. Á Háskólatorgi verða til að mynda fulltrúar frá Skrifstofu alþjóðasamskipta, Náms- og starfsráðgjöf, Stúdentaráði, Landsbókasafni, Tungumálamiðstöð og. fl. Sérfræðingar í Smáuglunni – appi Háskóla Íslands verða einnig á staðnum. Nemendur geta komið og fengið ýmsar upplýsingar, náð sér í bæklinga og spjallað við starfsfólk.

Upplýsingaborð fyrir nýnema verður opið á Háskólatorgi alla vikuna frá kl. 10 - 16 mánudag, þriðjudag og miðvikudag, kl. 10 - 14 fimmtudag og föstudag. Þar má fá svör við hinum ýmsu spurningum er varða námið, skólann, félagslífið, þjónustu og margt fleira.

Stúdentaráð býður nýnemum í gönguferð um háskólasvæðið kl. 12.30 mánudag og þriðjudag. Gangan hefst á Háskólatorgi við upplýsingaborð fyrir nýnema.

Bendum nýnemum einnig á Nýnemavefinn þar eru ítarlegar upplýsingar um háskólasamfélagið, fyrstu skrefin í HÍ og þjónustu, einnig leiðbeiningar fyrir nýnema, fróðleikur og margt fleira.

Nýnemar kynna sér þjónustuna.