Háskóli Íslands

Nemendaráðstefna um norrænt samfélag og bókmenntir á miðöldum

Hvenær hefst þessi viðburður: 
7. apríl 2017 - 14:10 til 17:30
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
101
Nemendaráðstefna um norrænt samfélag og bókmenntir á miðöldum

Nemendaráðstefna um norrænt samfélag og bókmenntir á miðöldum við Háskóla Íslands

Þann 7. og 8. apríl næstkomandi verður í sjöunda sinn haldin við Háskóla Íslands nemendaráðstefna um norrænt samfélag og bókmenntir á miðöldum. Ráðstefnan er skipulögð af doktorsnemum við Hugvísindasvið Háskóla Íslands og er hún haldin í samstarfi við Miðaldastofu og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Ráðstefnan í ár einkennist af mikilli breidd. Fyrirlesarar koma frá ellefu háskólum og níu löndum, til að mynda Bretlandi, Þýskalandi, Rússlandi og Kanada. Af ólíkum umfjöllunarefnum á ráðstefnunni má nefna handritið Lbs 764 8vo sem inniheldur rúnagaldra, geðsjúkdóma í Ívars þætti Ingimundarsonar, áhuga nútímamanna á víkingakonum sem birtist í poppmenningu og afturgöngurnar að Fróðá í Eyrbyggja sögu. Nánari upplýsingar um dagskrá og útdrætti má nálgast á heimasíðu ráðstefnunnar https://histudentconference.wordpress.com/.

Erindin eru flutt á ensku. Dagskráin er opin öllum. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum býður upp á veitingar í hléum.

Friday April 7th

14:10 Opening address

Session 1 Monstrous Opposition (chair: Jennifer MacLellan)

14:15 Johann Levin (MA, LMU München)
Zombies of the Magic River – A New Look at the fróðárundr in Eyrbyggja saga

14:45 Michel van der Hoeff (MA, Universitet van Amsterdam)
The Sami People as ‘the Other’ in Old-Norse Literature

15:15 Julian Eduardo Valle (MA, Háskóli Íslands)
Using Contextual Information for Dating Eyrbyggja saga: A Case Study

15:45 – 16:00 Short break

Session 2 Drawing Lines (chair: Michael MacPherson)

16:00 Zachary Melton (MA, Háskóli Íslands)
The Lake District of England and Iceland: A Topographical and Literary Connection

16:30 Kathryn A. Catlin (PhD, Northwestern University)
Marginal Households of Medieval Iceland

17:00 Simon Nygaard (PhD, Aarhus University)
Var hon borin á bálit ok slegit í eldi: Instances of Procession in pre-Christian Scandinavian Religion

Friday sessions end at 17:30. Informal drinks follow at Stúdentakjallarinn.

Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is