Háskóli Íslands

Með fróðleik í fararnesti - Pöddulíf í Elliðaárdal

Hvenær hefst þessi viðburður: 
13. júní 2017 - 17:00
Nánari staðsetning: 
Elliðaárdalur
Háskóli Íslands
Háskóli Íslands og Ferðafélag barnanna bjóða upp á gönguferð í Elliðaárdal þar sem skordýralíf dalsins verður skoðað. Gangan verður þriðjudaginn 13. júní kl. 17 en mæting er við gömlu rafstöðina við Elliðaár.
 
Þetta er ein vinsælasta ferðin okkar á ári hverju enda er hér skoðað allt það skríðandi og fljúgandi sem leynist í laufinu. Skordýr eru fjölbreyttasti flokkur dýra og á Íslandi hefur skordýrum fjölgað undanfarin ár af ýmsum ástæðum. Dr. Lísa Anne Libungan, líffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, ásamt hópi
líffræðinga frá Háskóla Íslands munu fræða okkur um heim skordýranna. Ílát og stækkunargler gera ferðina að algjöru ævintýri. Ferðin tekur um tvær klukkustundir.
 
Skordýraskoðunin er hluti af Háskóla unga fólksins en líka partur af verkefni Háskóla Íslands og Ferðafélags Íslands, Með fróðleik í fararnesti, sem hófst á aldarafmæli skólans árið 2011. Reynsla og þekking fararstjóra Ferðafélagsins og þekking kennara og vísindamanna Háskólans blandast saman í þessum áhugaverðu gönguferðum. Markmiðið með þeim er að vekja áhuga almennings á fræðslu og hollri útivist og fjölga valkostum í þeim efnum. Um leið er vakin athygli og vonandi áhugi á fjölbreyttri starfsemi Háskóla Íslands og Ferðafélagsins.
 
Þátttaka ókeypis og allir velkomnir.
 
Næstu ferðir:
Miðvikudaginn 21. júní kl. 16 - Álfaganga um Jónsmessu
Laugardaginn 26. ágúst kl. 11 - Sveppasöfnun í Heiðmörk
Laugardadinn 9. september kl. 11 - Holdsveiki og Hallgerður langbrók
Laugardaginn 23. september kl. 11 - Margt býr í Öskjuhlíðinni
Laugardaginn 7. október kl. 13.30 - Fjöruferð í Gróttu
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is