Skip to main content

Með fróðleik í fararnesti: Fuglarnir fljúga heim – Fuglaskoðun í Grafarvogi

Með fróðleik í fararnesti: Fuglarnir fljúga heim – Fuglaskoðun í Grafarvogi - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
13. apríl 2024 13:00 til 15:00
Hvar 

Grafarvogskirkja

Nánar 
Mæting kl. 11 við Grafarvogskirkju

Þegar farfuglarnir flykkjast heim til Íslands er vorið komið og sumarið á næsta leiti. Sölvi Rúnar Vignisson, doktorsnemi og fleiri fuglafræðingar frá Háskóla Íslands, munu leiða ferð um fjöruna í Grafarvogi þar sem farfuglarnir safnast saman. HÍ mætir líka með öfluga fuglasjónauka.

Gott er að koma með sína eigin sjónauka og gjarnan fuglabækur og auðvitað að klæða sig eftir veðri.

Hluti af verðlaunaverkefni Ferðafélags Íslands og Háskóla Íslands: Með fróðleik í fararnesti.

Öll velkomin, þátttaka ókeypis. Ekkert að panta, bara mæta!

Mæting: Kl. 13 við Grafarvogskirkju.

Með fróðleik í fararnesti: Fuglarnir fljúga heim – Fuglaskoðun í Grafarvogi