Skip to main content

Með fróðleik í fararnesti - Fjöruferð í Gróttu

Hvenær 
7. október 2017 -
13:30 til 15:30
Hvar 

Annað

Hist verður á bílastæðinu við Gróttu

Nánar 
Aðgangur ókeypis

""Við leggjumst í fjörurannsóknir í Gróttu á Seltjarnarnesi laugardaginn 7. október kl. 13.30. Hrefna Sigurjónsdóttir, prófessor í líffræði frá Háskóla Íslands, fræðir okkur um heim fjörunnar, það sem býr í þaranum og undir steinunum. Gætt verður að því að klára ferðina áður en göngustígurinn hverfur í sjóinn! Stígvél og fötur eru góður útbúnaður. Hist verður á bílastæðinu við Gróttu og er reiknað með að ferðin taki tvær klukkustundir. 

Gangan er hluti af verkefni Háskóla Íslands og Ferðafélags Íslands, Með fróðleik í fararnesti, sem hófst á aldarafmæli skólans árið 2011. Reynsla og þekking fararstjóra Ferðafélagsins og þekking kennara og vísindamanna Háskólans blandast saman í þessum áhugaverðu gönguferðum. Markmiðið með þeim er að vekja áhuga almennings á fræðslu og hollri útivist og fjölga valkostum í þeim efnum. Um leið er vakin athygli og vonandi áhugi á fjölbreyttri starfsemi Háskóla Íslands og Ferðafélagsins.
Þátttaka ókeypis og allir velkomnir.