Háskóli Íslands

Kynning á MA-ritgerðum í sagnfræði

Hvenær hefst þessi viðburður: 
10. maí 2017 - 16:00 til 17:30
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
Stofa 442
Háskóli Íslands

Kynning á nýjum MA-ritgerðum í sagnfræði fer fram í Árnagarði, stofu 422, þriðjudag 9. maí og miðvikudag 10. maí kl. 16-17:30.

Dagskrá 10. maí:

Dalrún Jóhannesdóttir. Konur eru konum bestar. Sagnfræðileg samtímarannsókn á áhrifum félagasamtaka kvenna á stöðu íslenskra kvenna. Leiðbeinendur: Þorsteinn Helgason og Ragnheiður Kristjánsdóttir

Meginmarkmið ritgerðarinnar er að birta heildstæða mynd af gagnsemi þess að fjalla um samtímamálefni kvenna út frá sagnfræðilegum aðferðum. Í ritgerðinni er fjallað um kynbundið misrétti, þ.m.t. kynbundið ofbeldi, gagnvart konum í íslensku þjóðfélagi í samtímanum út frá sjónarmiðum fagkvenna sem starfa í félagasamtökum sem vinna að mannúðarmálefnum kvenna. Markmið þeirrar umfjöllunar, til viðbótar því að framkvæma sagnfræðilega rannsókn á samtímamálefnum, er að varpa ljósi á ábyrgð og umfang starfsemi félagasamtaka við að rétta hlut kvenna í samfélaginu. Ritgerðin byggir á gagnasöfnun sem grundvallast á viðtölum við forsvarsaðila félagasamtaka á sviði mannúðarmála í þágu kvenna. Aðferðir munnlegrar sögu voru lagðar til grundvallar rannsókninni.

Markús Þ. Þórhallsson. Til varnar Íslandi. Barátta InDefence gegn beitingu hryðjuverkalaga og Icesave samningum 2008-2013. Leiðbeinandi: Guðmundur Jónsson

Icesave deilan setti mark sitt á íslenskt samfélag um árabil. Hrun fjármálakerfisins haustið 2008 og afleiðingar þess urðu til þess að InDefence hópurinn var stofnaður. Í þessu verkefni voru tilurð hópsins og tilgangur rannsökuð, hverjir voru meðlimir og hvaða hlutverk hver og einn hafði innan hans. Sú kenning var gaumgæfð að þeir hafi litið á sig sem frelsishetjur samtímans í rómantískum anda 19. aldarinnar. Þjóðernisleg orðræða þeirra var skoðuð og gagnrýni sem þeir fengu úr ýmsum áttum og efasemdir um heilindi þeirra. Hópurinn samanstóð af fólki sem flest hefur gráðu frá erlendum háskólum. Það hefur verið talinn mesti munurinn á InDefence og öðrum grasrótarhópum. Hver réð og hvernig voru ákvarðanir teknar? Raktar eru ástæður þess að farið var af stað í áróðursstríð eftir að Bretar beittu hryðjuverkalögum. Barátta InDefence gegn Icesave samningunum, aðkoma þeirra að þjóðaratkvæðagreiðslum og samskipti þeirra við alla aðila málsins eru gaumgæfð. InDefence er svo fylgt til ársins 2013 þegar niðurstaða EFTA dómstólsins lá fyrir, þó hópurinn sé enn til.

Pontus Järvstad. Portraying Fascism as a Colonial Understanding of Europe: How Continuities of Imperial Expansion Shaped Fascist Ideology and Practices. Leiðbeinandi: Valur Ingimundarson

The thesis explores to what extent there were continuities between colonialism and fascism. The historical concept of continuity captures in what ways certain elements in society remain stable while there is otherwise much change. How a new system of rule and ideology build upon such a stability while at the same time presenting itself as novel. There is much confusion among scholars about how to define fascism: whether it should be considered a comprehensive ideology or merely a system of rule. What most agree on, however, is fascism’s animosity towards democracy and plurality. This is often conceptualized as a rejection of the pillars of Western civilization built on the ideas stemming from the Enlightenment and liberalism. Yet, such a view obscures the fact that these “pillars” are embedded in European colonialism. While fascism is often seen as being alien because of its indescribable crimes against humanity in the interwar period, it was not only novel but also familiar to its contemporaries. In short, it acted on a continuity of a colonial understanding, not only of the world but of Europe as well.

Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is