Háskóli Íslands

Kynjaðar staðalmyndir eða hlutlaus nálgun: Leiðir til að vekja áhuga stúlkna á raungreinum og stærðfræði

Hvenær hefst þessi viðburður: 
4. apríl 2017 - 11:19
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
K-205
Háskóli Íslands

Tamsin J. Meaney, prófessor í stærðfræðimenntun við kennaramenntunardeild Högskolen i Bergen, mun halda fyrirlestur á Menntavísindasviði v/Stakkahlíð

Hún hefur rannsakað og haldið fjölda fyrirlestra um mörg svið stærðfræðimenntunar einkum á sviði kennslu yngri barna. Eitt af áhugasviðum hennar hefur verið áhrif ýmissa sögulegra, félagslegra og menningarlegra þátta á nám bæði stúlkna og drengja.  

Í fyrirlestrinum verður fjallað um hlutverk námsgagna í stærðfræðinámi og –kennslu, bæði hlutbundinna og sjónrænna eins og þau m.a. birtast í tölvheimum og leikföngum. Sérstaklega verða námsgögnin skoðuð út frá sögulegu, félagslegu og menningarlegu samhengi og hvernig þau geta haft áhrif á kynjuð viðhorf í stærðfræðinámi. Við greiningu er byggt á hugmyndum Kress og van Leeuwen og lýst þeirri fjölþættu merkingu sem námsgögn geta haft. Fjallað verður um að rannsakendur þurfi að varpa skýrara ljósi á hvernig námsgögn geta haft áhrif á hugsun og forhugmyndir ólíkra hópa barna um stærðfræði.

Streymt verður á þessari slóð: https://c.deic.dk/staem_sameiginlegt/

 
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is