Háskóli Íslands

Fyrirlestur: Konur með heiminn að fótum sér. Birtingarmyndir kyngervis á amerískum heimssýningum

Hvenær hefst þessi viðburður: 
3. apríl 2017 - 12:00 til 13:30
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
Stofa 220
Háskóli Íslands

Mánudaginn 3. apríl klukkan 12 flytur TJ Boisseau, prófessor við Purdue Háskóla, fyrirlestur á vegum Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands sem hún nefnir:

„Women with the World at their Feet:  Visualizing Gender at American World’s Fairs and Expositions”

Fyrirlesturinn fer fram í stofu 220 í Aðalbyggingu og allir eru velkomnir, meðan húsrúm leyfir.

TJ Boisseau lýsir fyrirlestrinum svo: „In this lecture on the disposition of women’s beauty at American world’s fairs and international exhibitions, I shall document two parallel but interdependent deployments of white and non-white women’s physical presence and bodily images in the design of iconic exposition art and objects.”

TJ Boisseau er Fulbright sérfræðingur og gestaprófessor við Jafnréttisskóla Sameinuðu þjóðanna UNU-Gest og Sagnfræði og heimspekideild Háskóla Íslands á vorönn 2017. Hún er prófessor og forstöðumaður náms í kvenna-, kynja- og kynfræði við Purdue-háskóla í Bandaríkjunum þar sem hún kennir námskeið á sviði feminískrar sögu, kyngervis, kynþátta og menningarsögu. Hún er með doktorspróf frá Binghamtonháskóla í New York (Suny Binghamton) og helstu rannsóknarefni hennar –  t.a.m. bókin White Queen: May French-Sheldon and the Imperial Origins of American Feminist identity (2004) – varða sögulega mótun amerísks femínisma og sjálfsmynda í fjölþjóðlegu samhengi. Árið 2010 kom út undir ritstjórn hennar bókin Gendering the Fair:  Histories of Women and Gender at World’s Fairs  (2010).

Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is