Háskóli Íslands

Erasmus+ kennaraskipti og starfsþjálfun - Kynningarfundur

Hvenær hefst þessi viðburður: 
28. apríl 2017 - 11:00
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
HT-101
Háskóli Íslands

Föstudaginn 28. apríl kl. 11.00 verða möguleikar á Erasmus+ styrkjum til kennaraskipta og starfsþjálfunar kynntir. Fulltrúi frá Skrifstofu alþjóðasamskipta fer yfir umsóknarferlið og svarar spurningum. Kynningin fer fram í stofu HT-101.

Frestur til að sækja um styrki skólaárið 2017-2018 er til 15. maí. Ferðin skal farin á tímabilinu júlí 2017 til og með ágúst 2018.

Fjölmargir starfsmenn Háskólans hafa á undanförnum árum nýtt sér tækifæri til að heimsækja evrópska háskóla.

Hægt er að sækja um gestakennslu/starfsþjálfun í öllum þátttökulöndum Erasmus+. Þessi lönd eru Evrópusambandslöndin 28, EFTA löndin, Lichtenstein og Noregur auk Tyrklands og Makedóníu. 

Umsóknarfrestur er til 15. maí. Mögulegt er að skila inn umsókn að fresti loknum sem fer þá á biðlista.

Nánari upplýsingar og umsóknir

Einnig er hægt að hafa samband við undirritaða ef frekari spurningar vakna.

Áslaug Jónsdóttir
Verkefnisstjóri
Skrifstofu alþjóðasamskipta
Háskólatorgi
aslaugj@hi.is
sími +4997

Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is