Skip to main content

Doktorsvörn í mannfræði - Stéphanie Barillé

Doktorsvörn í mannfræði - Stéphanie Barillé  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
10. apríl 2024 14:00 til 16:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasal

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Miðvikudaginn 10. apríl ver Stéphanie Barillé doktorsritgerð sína í mannfræði við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands. Athöfnin hefst klukkan 14:00 og fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og er öllum opin.

Heiti ritgerðar: Loforð Íslands. Mannfræðirannsókn á hamingju þverþjóðlegra foreldra. (The Promise of Iceland. An ethnography of happiness among transnational parents).

Andmælendur: dr. Hanna Ragnarsdóttir, prófessor í fjölmenningarfræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og dr. Marit Aure, prófessor í félagsfræði við Norðurslóðaháskólans í Tromsø.

Leiðbeinandi: dr. Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor í mannfræði.

Doktorsnefnd: dr. Neil Thin, prófessor í mannfræði við Háskólann í Edinborg, dr. Markus Meckl, prófessor við Félagsvísindadeild við Háskólann á Akureyri.

Doktorsvörn stýrir: Dr. Ólafur Rastrick, deildarforseti Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideildar Háskóla Íslands

 

 Efniságrip:

Á meðan fjárhagur margra heimila treystir á getu fjölskyldumeðlima til að elta störf til annarra landa, þurfa margar farandfjölskyldur að takast á við flóknar breytingar og aðskilnað. Mannfræðingar hafa lítið skoðað áhrif slíkra flutninga á (ó)hamingju farandfólks. Markmið þessarar doktorsritgerðar er að varpa ljósi á tengsl fólksflutninga og líðan þverþjóðlegra foreldra og innflytjendaforeldra sem búa á Íslandi. Þessi etnógrafíska rannsókn tekur einnig til athugunar hvernig þverþjóðlegar fjölskyldur hafa skapað samsemd, hvernig þau telja sig tilheyra, og hvaða áhrif þessir þættir hafa á vellíðan bæði foreldra sem eru farandforeldrar og þverþjóðlegir foreldrar.

Með því að vefja saman frásögnum 33 þátttakenda fjalla ég um hvernig þverþjóðlegir foreldrar og farandforeldrar (innflytjenda foreldrar) segja frá þátttöku í fjölskyldulífi úr fjarlægð og hvernig tilfinningar foreldra mótast við flutningana.  Byggt er á þverþjóðlegu kenningarlegu sjónarhorni og dregin eru fram ákveðin dæmi úr viðtölum við foreldra, sem eru bæði þverþjóðlegir foreldrar, sem eru ekki í sama landi og börn þeirra, og innflytjendur sem búa með börnum sínum á Íslandi.  Ég beini sjónum að tilfinningum þeirra til þess að fá dýpri skilning á fjölbreytilegum og oft flóknum nútíma fjölskylduformum og foreldrahlutverkum.

Stéphanie Barillé er fædd 1984 í Frakklandi. Hún er með BA gráðu í félagsfræði frá Université Paris VIII og með MA gráðu í mannfræði frá Ecole des Hautes Etudes en Sciences Sociales (E.H.E.S.S) í París. MA-verkefnið fjallaði um fjölskyldur og sjálfsmynd í sveitarlöndum Frakklands. Stéphanie er verkefnastjóri við Háskólann á Akureyri og sér um umsóknir um fjármögnun og verkefni um innflytjendamál.

Doktorsvörn í mannfræði - Stéphanie Barillé