Háskóli Íslands

Umhverfis- og auðlindafræði

Umhverfis- og auðlindafræði

Á ákaflega stuttum tíma hefur umhverfisvakning orðið í samfélagi þjóðanna og er Ísland engin undantekning þar á; nú eru umhverfis- og auðlindamál á hvers manns vörum. Staðreyndin er sú að jörðin ber merki stórfelldra umhverfisbreytinga sem margar hverjar eru af manna völdum. Á heimsvísu vofa loftslagsbreytingar yfir, fiskistofnar eru full- eða ofnýttir, skóga- og jarðvegseyðing er víða vandamál og svifryk og mengun frá útblæstri bíla hefur áhrif á lífkerfi og lífsgæði fólks, svo eitthvað sé nefnt. Þverfræðileg nálgun er nú að ryðja sér rúms á mörgum sviðum. Umhverfis- og auðlindafræði eru gott dæmi um kosti hennar, enda sameinar greinin ólíkar víddir þeirra fræðigreina sem tengjast viðfangsefninu.

Námsleiðir

Öll fimm fræðasvið Háskóla Íslands standa að þverfræðilegu námi í umhverfis- og auðlindafræðum, þ.e. Félagsvísindasvið, Heilbrigðisvísindasvið, Hugvísindasvið, Menntavísindasvið og Verkfræði- og náttúruvísindasvið. Þverfræðilegt rannsóknanám er einstakt tækifæri til að kynnast þessum ólíku sviðum. 

Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is