Skip to main content

Auglýsing nr. 1075-2022

Auglýsing um fyrirkomulag kennslu, prófa og námsmats við Háskóla Íslands háskólaárið 2022–2023, nr. 1075/2022

PDF-útgáfa

Þrátt fyrir ákvæði reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009 og annarra reglna Háskólans sem í gildi eru um kennslu, fyrirkomulag prófa og námsmat gildir eftirfarandi ákvæði um háskólaárið 2022–2023:

Í ljósi aðstæðna sem kunna að skapast svo sem vegna COVID-19 veirufaraldursins og fyrirmæla stjórnvalda í því efni og þar með mögulegra áhrifa á starfsemi Háskóla Íslands, er fræðasviðum og deildum heimilt í nánu samráði við kennslusvið að ákveða með hvaða hætti framkvæmd kennslu, prófa og námsmats vegna haust- og vormisseris háskólaársins 2022‒2023 verður fyrir komið. Tryggt verði eftir föngum að gera nemendum kleift að stunda nám og ljúka þeim námskeiðum sem þeir eru skráðir í. Um námsmat fer eftir gildandi reglum eftir því sem frekast er unnt.

Auglýsing þessi, sem háskólaráð hefur samþykkt, er birt með stoð í lögum nr. 85/2008 um opinbera háskóla og taka ákvæði hennar þegar gildi.

Háskóla Íslands, 9. september 2022.