Skip to main content

Móttaka nýnema

Við félagsráðgjafardeild er lögð sérstök áhersla á að bjóða nýnema velkomna til náms. Við upphaf náms eru nýnemar, jafnt í grunn- og framhaldsnámi, boðaðir til fundar með starfsfólki deildarinnar, kennurum og eldri nemendum. Á þeim fundi er nýnemum kynnt starfsemi HÍ, deildar og sviðs ásamt þeirri þjónustu sem í boði er fyrir nemendur. Þá kynna nemendafélög starfssemi sína og uppbyggingu háskólasvæðisins.

Mentorar eru nemendur sem eru langt komnir í námi í félagsráðgjöf. Hlutverk þeirra er að auðvelda aðkomu nýnema að nýjum skóla. Hver nýnemi fær úthlutað Mentor og getur hitt hann á nýnemafundi í upphafi haustmisseris. Eftir fundinn hafa nýnemarnir kost á að fara með Mentorum sínum í kynnisferð um háskólasvæðið. Þar að auki munu Mentorarnir vera nemendum innan handar út misserið og veita þeim hagnýtar upplýsingar eftir þörfum, greiða fyrir félagslegum tengslum, hjálpa þeim að aðlagast kennsluháttum í háskólanum, vísa þeim á þá þjónustu sem þeir eiga kost á ásamt fleiru. Mentorum er ekki ætlað að aðstoða nýnemana með verkefni eða annað námsefni.