Skip to main content

Erasmus+ inngildingarstyrkir

Erasmus+ áætlunin leggur mikla áherslu á inngildingu til að gera fleiri nemendum kleift að fara í námsdvöl erlendis. Þetta er gert með sérstökum fjárstuðningi til þeirra sem mæta hindrunum af ýmsum toga. Nemendur Háskóla Íslands sem fara í skiptinám eða starfsþjálfun á vegum Erasmus+ eiga kost á að sækja um inngildingarstyrki til Alþjóðasviðs. Sótt er um styrkinn um leið og sótt er um námsdvöl erlendis.