Háskóli Íslands

Laus störf

Staða doktorsnema við Líf- og umhverfisvísindastofnun er laus til umsóknar við verkefnið: Þróun æxlunartálma milli samsvæða bleikjuafbrigða. 

Við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands er laust til umsóknar 100% starf sérfræðings.

Laust er til umsóknar 50% starf lektors í  umhverfis- og auðlindafræði á sviði verndunarlíffræði, við þverfræðilegt framhaldsnám í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands.

Auglýst er eftir doktorsnema til að vinna að verkefninu Súrefnisflutningur og súrefnisnotkun í sjónhimnu og áhrif sykursýki.

Háskóli Íslands leitar eftir öflugum stjórnanda í starf sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs Háskóla Íslands. Framkvæmda- og tæknisvið er eitt af sjö stjórnsýslusviðum Háskóla Íslands og heyrir sviðsstjóri beint undir framkvæmdastjóra sameiginlegrar stjórnsýslu.

Háskóli Íslands leitar eftir öflugum stjórnanda í starf sviðsstjóra upplýsingatæknisviðs. Upplýsingatæknisvið er nýtt stjórnsýslusvið innan skólans en innan hans eru fyrir sex önnur stjórnsýslusvið. Munu m.a. verkefni núverandi Reiknistofnunar Háskóla Íslands færast undir sviðið. Sviðsstjóri heyrir beint undir framkvæmdastjóra sameiginlegrar stjórnsýslu.

Laust er til umsóknar starf sérfræðings í sameindalíffræði með áherslu á veirufræði á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.

Staða doktorsnema í eðlisfræði við Raunvísindastofnun Háskólans er laus til umsóknar fyrir verkefnið: Segulmögnun vegna nálægðarhrifa og segultenging laga í myndlausum fjöllögum.

Pages

Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is