Skip to main content

Laus störf

Staða doktorsnema í efnafræði við Raunvísindastofun Háskólans er laus til umsóknar, við verkefnið „Hitaþolið peptíð og prótein“.

Raunvísindastofnun Háskólans óskar eftir að ráða bókara í fullt starf. Bókarinn verður hluti af fjármálahópi Verkfræði- og náttúruvísindasviðs, Háskóla Íslands. Fjármálahópur starfar á skrifstofu Verkfræði- og náttúruvísindasviðs og hefur umsjón með fjármálum sviðs og stofnana þess. 

Um nýtt starf innan stofnunarinnar er að ræða en meginverkefni bókara verður færsla fjárhags-, viðskipta- og lánardrottnabókhalds og uppgjör ferðaheimilda. Starfið felst einnig í samskiptum og aðstoð við starfsmenn sviðs og stofnunar

Laust er til umsóknar fullt starf markaðs- og vefstjóra Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. 

Auglýst er eftir doktorsnema til að vinna að verkefninu Súrefnisflutningur og súrefnisnotkun í sjónhimnu og áhrif sykursýki. Staðan var auglýst í júlí sl. en er nú auglýst aftur með framlengdum umsóknarfresti. 

Doktorsneminn mun innritast í nám við Læknadeild Háskóla Íslands en verkefnið getur hentað nemendum með bakgrunn úr ýmsum greinum heilbrigðisvísinda, raunvísinda og verkfræði / tæknigreinum.

Verkefnið hefur hlotið styrk til þriggja ára úr Rannsóknasjóði Háskóla Íslands.