Háskóli Íslands

Menntun framhaldsskólakennara

Menntun framhaldsskólakennara (MFK) er þverfræðilegt samvinnuverkefni allra sviða Háskólans um menntun framhaldsskólakennara og má finna í undirkaflanum þverfræðilegt framhaldsnám í kennsluskrá. Stjórnsýsla þessa náms er í Kennaradeild en fagleg umsjá hennar er í höndum námsstjórnar sem rektor skipar, sbr. samkomulag, frá 5. mars 2012. Í sjö manna námsstjórn eiga sæti fulltrúar allra fræðasviða Háskólans, fulltrúi frá Félagi íslenskra framhaldsskóla og formaður, skipaður af rektor. Starfsmaður námsstjórnar: Ingunn Anna Ragnarsdóttir (inganna@hi.is). Almennum fyrirspurnum námið má beina á netfangið mfk@hi.is

Formaður námsstjórnar: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson prófessor við Kennaradeild. 

Námið er skipulagt í samræmi við lög nr. 87/2008 um menntun leik-, grunn- og framhaldsskólakennara, reglugerð nr. 872/2009 um inntak menntunarleik-, grunn- og framhaldsskólakennara og Samkomulag fræðasviða og deilda Háskóla Íslands um menntun framhaldsskólakennara frá 5. mars 2012.

Meistarapróf samkvæmt þessum reglum veitir rétt til lærdómstitilsins MA, M.Ed. eða MS í menntun framhaldsskólakennara eftir því frá hvaða deild nemandi brautskráist. Í kennsluskránni eru orðin sérhæfingfaghlutikennslugrein og áherslusvið notuð jöfnum höndum um faggrein eða þverfræðilegt námssvið, sbr. reglugerð um þann hluta námsins sem í Samkomulagi fræðasviða háskólans, heitir faghluti náms eða áherslusvið.

Nánar um námið í kennsluskrá

Fyrirkomulag kennslu

Kjarnanámskeið í kennslufræði (40e) eru skipulögð sem staðbundið nám sem verður að taka á sama háskólaárinu. Það eru námskeiðin Inngangur að kennslufræði (haustmisseri), Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum (vormisseri), Kennslufræði greinar (haust- og vormisseri, val milli námskeiða) og Kennsla á vettvangi (haust- og vormisseri). Gert er ráð fyrir að nemendur mæti vikulega í kennslustundir í þessum námskeiðum auk viðveru í vettvangsnámi. Nemendur sem telja sig þurfa á sveigjanlegu fyrirkomulagi að halda vegna búsetu eða vegna núverandi starfa sinna sem leiðbeinendur í framhaldsskólum, hafi samband við deildarstjóra Kennaradeildar á kennsluskrifstofu Menntavísindasviðs. 

Að öðru leyti en því að kjarna í kennslufræði verður að taka allan á sama háskólaári skipuleggja nemar nám sitt sjálfir og þurfa í því tilliti að gæta að forkröfum námskeiða, tímasetningum á vettvangsnámi, tímasetningu á staðlotum í námskeiðum á menntavísindasviði og fleiru sem máli skiptir. 

Nánari upplýsingar um námskröfur og þátttöku er að finna í námskeiðslýsingum einstakra námskeiða í viðkomandi deildum. Í kennsluáætlun hvers námskeiðs er gerð grein fyrir notkun fjarnámsumhverfis (ef við á), skipulagi kennslustunda og staðlota og mætingarskyldu (ef við á).

Fjórar námsleiðir eru í boði: MA (120e), MS (120e), M.Ed. (120e) og Viðbótardiplóma (60e)

Nánar um MA í kennsluskrá

Nánar um MS í kennsluskrá

Nánar um M.Ed. í kennsluskrá

Nánar um Viðbótardiplómu í kennsluskrá 

Kennslufræði viðbótardiplóma er 60 eininga nám sérstaklega skipulagt fyrir þá sem hafa þegar lokið meistara- eða doktorsnámi og vilja afla sér kennsluréttinda í grein sinni samkvæmt lögum nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda. Námið er skipulagt sem eins árs staðbundið nám en hægt er að skipta því á tvö ár og þá skulu valnámskeið tekin seinna árið.

Kynningarbæklingur

Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is